Samvinnan styrkir fullveldið Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 29. nóvember 2018 07:00 Saga íslenskrar utanríkisþjónustu er samofin sögu fullveldisins. Þótt dönsk stjórnvöld hafi annast framkvæmd vissra utanríkismála til 1940 fylgdi fullveldinu forræði yfir málaflokknum. Íslendingar opnuðu sitt fyrsta sendiráð í Kaupmannahöfn árið 1920. Á millistríðsárunum störfuðu íslenskir viðskiptaerindrekar erlendis og viðskiptasamningar við önnur ríki litu dagsins ljós. Ísland varð nú sjálft að leita markaða fyrir framleiðsluvörur sínar og afla nauðsynja. Við stofnun lýðveldisins voru íslensk stjórnvöld ákveðin í að taka þátt í þeirri almennu ríkjasamvinnu sem varð að veruleika í kjölfar seinna stríðs. Ísland varð ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en ári eftir stofnun þeirra því það neitaði að segja Þýskalandi stríð á hendur. Með stofnaðild sinni að Evrópuráðinu og Atlantshafsbandalaginu kaus Ísland að tilheyra hópi lýðræðisríkja Evrópu og Norður-Ameríku. Ísland leggur sitt af mörkum í þessari samvinnu, dæmi um það er aðildin að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem er ein mesta ábyrgðarstaða sem Ísland hefur gegnt á alþjóðavettvangi. Þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi hefur ávallt verið á grundvelli fullveldis og frjáls viðskipti hafa varðað veginn frá upphafi. Það var fullvalda ríkið Ísland sem árið 1970 gekk í EFTA og við það opnuðust ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum og verndartollar féllu niður. EES-samningurinn frá 1993 myndaði svo brú á milli Íslands yfir á innri markað ESB. Evrópusamstarfið og aðild okkar að EES hefur reynst okkur afar farsæl og tryggt hagsmuni íslenskra fyrirtækja og borgara. Alþjóðleg samvinna og virk hagsmunagæsla stuðla að því að lífskjör og tækifæri hérlendis verði áfram með því sem besta sem gerist í heiminum. Við þetta má svo bæta virðingu fyrir þjóðarrétti, sem skiptir minni ríki miklu máli við að gæta hagsmuna sinna gagnvart hinum stóru. Síðast en ekki síst felur þessi alþjóðlega samvinna í sér viðurkenningu erlendra ríkja á að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki. Þannig má segja að alþjóðasamstarfið og fullveldið styðji hvort við annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðlaugur Þór Þórðarson Skoðun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Saga íslenskrar utanríkisþjónustu er samofin sögu fullveldisins. Þótt dönsk stjórnvöld hafi annast framkvæmd vissra utanríkismála til 1940 fylgdi fullveldinu forræði yfir málaflokknum. Íslendingar opnuðu sitt fyrsta sendiráð í Kaupmannahöfn árið 1920. Á millistríðsárunum störfuðu íslenskir viðskiptaerindrekar erlendis og viðskiptasamningar við önnur ríki litu dagsins ljós. Ísland varð nú sjálft að leita markaða fyrir framleiðsluvörur sínar og afla nauðsynja. Við stofnun lýðveldisins voru íslensk stjórnvöld ákveðin í að taka þátt í þeirri almennu ríkjasamvinnu sem varð að veruleika í kjölfar seinna stríðs. Ísland varð ekki aðili að Sameinuðu þjóðunum fyrr en ári eftir stofnun þeirra því það neitaði að segja Þýskalandi stríð á hendur. Með stofnaðild sinni að Evrópuráðinu og Atlantshafsbandalaginu kaus Ísland að tilheyra hópi lýðræðisríkja Evrópu og Norður-Ameríku. Ísland leggur sitt af mörkum í þessari samvinnu, dæmi um það er aðildin að mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, sem er ein mesta ábyrgðarstaða sem Ísland hefur gegnt á alþjóðavettvangi. Þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi hefur ávallt verið á grundvelli fullveldis og frjáls viðskipti hafa varðað veginn frá upphafi. Það var fullvalda ríkið Ísland sem árið 1970 gekk í EFTA og við það opnuðust ný tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum og verndartollar féllu niður. EES-samningurinn frá 1993 myndaði svo brú á milli Íslands yfir á innri markað ESB. Evrópusamstarfið og aðild okkar að EES hefur reynst okkur afar farsæl og tryggt hagsmuni íslenskra fyrirtækja og borgara. Alþjóðleg samvinna og virk hagsmunagæsla stuðla að því að lífskjör og tækifæri hérlendis verði áfram með því sem besta sem gerist í heiminum. Við þetta má svo bæta virðingu fyrir þjóðarrétti, sem skiptir minni ríki miklu máli við að gæta hagsmuna sinna gagnvart hinum stóru. Síðast en ekki síst felur þessi alþjóðlega samvinna í sér viðurkenningu erlendra ríkja á að Ísland sé frjálst og fullvalda ríki. Þannig má segja að alþjóðasamstarfið og fullveldið styðji hvort við annað.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar