Gunnar Bragi telur sig geta orðið góðan sendiherra Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2018 15:22 Árni Þór Sigurðsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Geir H. Haarde en Gunnar skipaði þá Geir og Árna sendiherra þegar hann var utanríkisráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingflokksformaður Miðflokksins, telur sig geta orðið góðan sendiherra og telur ekki fráleitt að hann geti orðið sendiherra með tíð og tíma. „Engan veginn,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingflokksformaður Miðflokksins í viðtali fréttastofu spurður um hvort hann og þau sem svölluðu á Klaustur bar 20. nóvember, þurfi ekki að íhuga stöðu sína. Hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að samfélagið logi vegna upptakna sem gerðar voru á barnum, hvar sex þingmenn Miðflokksins og tveir úr Flokki fólksins komu saman og höfðu uppi harkalega palladóma um samþingmenn sína.Hefur beðið Bjarna afsökunar á þvælu sinni og lygi Gunnar Bragi var jafnframt spurður, sem fyrrverandi utanríkisráðherra, út í ummæli þau sem þar hafa komið fram varðandi skipan sendiherra, þeirra Árna Sigurðssonar í Helsinki og Geirs H. Haarde í Washington; að skipan Árna hafi verið hugsuð til að draga athyglina frá skipan Geirs. Og það tókst, að mati Gunnars Braga: „Hann [Árni] fékk á sig allan skítinn.“ Í viðtalinu er það nefnt að í utanríkisþjónustunni ríki ákveðnar hefðir um það hvernig staðið er að skipan sendiherra. „Ég er búinn að biðja formann Sjálfstæðisflokksins afsökunar á þessari vitleysu í mér, þvælu og lygi, sem ég hafði þar uppi. Það eina sem rétt er í þessu er að ég taldi, svo sagt sé alveg satt og rétt frá því, skynsamlegt að skipa þá báða á sama tíma.Klippa: Gunnar Bragi segist frambærilegur kostur til sendiherra Því ég vissi að þetta yrði mjög umdeilt að skipa Geir sem sendiherra. Hins vegar var búið að liggja lengi fyrir að Árni hafði mikinn áhuga á þessu, hann er mjög hæfur í þetta. En ég hins vegar stillti þessu upp með þessum hætti. Og ber algjörlega ábyrgð á því. Og taldi einfaldlega best að gera það. Hvort það var rétt, menn verða bara að meta það.“Hefði viljað skipa marga aðra stjórnmálamennÞegar þú varst að meta það, snérist það þá ekki fyrst og fremst um verðleika mannanna?„Jú, báðir menn hafa að sjálfsögðu fulla verðleika. Og það eru aðrir stjórnmálamenn sem ég hefði gjarnan viljað skipa sendiherra sem eiga fullan, jahhh, hafa fullt til þess að bera. Ég hefði viljað sjá Össur Skarphéðinsson taka að sér verkefni fyrir utanríkisþjónustuna. Hvort sem það væri sendiherra fyrir Norðurslóð eða eitthvað annað. Það býr rosaleg þekking í þessu fólki og það er algjörlega galið að tala þannig að fyrrverandi þingmenn eða ráðherrar eigi ekki að vera sendiherrar.“Lítur þú þannig á að þú eigir það inni hjá Sjálfstæðisflokknum ef hann er í stöðu til að skipa sendiherra, að þú fáir sendiherrastöðu í náinni framtíð eða síðar? „Ég á ekkert inni hjá Sjálfstæðisflokknum. Frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn á eitthvað inni hjá mér. En, ég held hins vegar að ég gæti vel staðið undir slíku starfi.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingflokksformaður Miðflokksins, telur sig geta orðið góðan sendiherra og telur ekki fráleitt að hann geti orðið sendiherra með tíð og tíma. „Engan veginn,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og þingflokksformaður Miðflokksins í viðtali fréttastofu spurður um hvort hann og þau sem svölluðu á Klaustur bar 20. nóvember, þurfi ekki að íhuga stöðu sína. Hann lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að samfélagið logi vegna upptakna sem gerðar voru á barnum, hvar sex þingmenn Miðflokksins og tveir úr Flokki fólksins komu saman og höfðu uppi harkalega palladóma um samþingmenn sína.Hefur beðið Bjarna afsökunar á þvælu sinni og lygi Gunnar Bragi var jafnframt spurður, sem fyrrverandi utanríkisráðherra, út í ummæli þau sem þar hafa komið fram varðandi skipan sendiherra, þeirra Árna Sigurðssonar í Helsinki og Geirs H. Haarde í Washington; að skipan Árna hafi verið hugsuð til að draga athyglina frá skipan Geirs. Og það tókst, að mati Gunnars Braga: „Hann [Árni] fékk á sig allan skítinn.“ Í viðtalinu er það nefnt að í utanríkisþjónustunni ríki ákveðnar hefðir um það hvernig staðið er að skipan sendiherra. „Ég er búinn að biðja formann Sjálfstæðisflokksins afsökunar á þessari vitleysu í mér, þvælu og lygi, sem ég hafði þar uppi. Það eina sem rétt er í þessu er að ég taldi, svo sagt sé alveg satt og rétt frá því, skynsamlegt að skipa þá báða á sama tíma.Klippa: Gunnar Bragi segist frambærilegur kostur til sendiherra Því ég vissi að þetta yrði mjög umdeilt að skipa Geir sem sendiherra. Hins vegar var búið að liggja lengi fyrir að Árni hafði mikinn áhuga á þessu, hann er mjög hæfur í þetta. En ég hins vegar stillti þessu upp með þessum hætti. Og ber algjörlega ábyrgð á því. Og taldi einfaldlega best að gera það. Hvort það var rétt, menn verða bara að meta það.“Hefði viljað skipa marga aðra stjórnmálamennÞegar þú varst að meta það, snérist það þá ekki fyrst og fremst um verðleika mannanna?„Jú, báðir menn hafa að sjálfsögðu fulla verðleika. Og það eru aðrir stjórnmálamenn sem ég hefði gjarnan viljað skipa sendiherra sem eiga fullan, jahhh, hafa fullt til þess að bera. Ég hefði viljað sjá Össur Skarphéðinsson taka að sér verkefni fyrir utanríkisþjónustuna. Hvort sem það væri sendiherra fyrir Norðurslóð eða eitthvað annað. Það býr rosaleg þekking í þessu fólki og það er algjörlega galið að tala þannig að fyrrverandi þingmenn eða ráðherrar eigi ekki að vera sendiherrar.“Lítur þú þannig á að þú eigir það inni hjá Sjálfstæðisflokknum ef hann er í stöðu til að skipa sendiherra, að þú fáir sendiherrastöðu í náinni framtíð eða síðar? „Ég á ekkert inni hjá Sjálfstæðisflokknum. Frekar en að Sjálfstæðisflokkurinn á eitthvað inni hjá mér. En, ég held hins vegar að ég gæti vel staðið undir slíku starfi.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17 Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44 Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fréttir birtar úr leynilegum upptökum af þingmönnum Miðflokks og Flokks fólksins DV og Stundin vitna í leynilegar upptökur af samtali þingmannanna á hótelbar þar sem þeir ræða um skipan sendiherra og tala illa um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. 28. nóvember 2018 20:17
Gunnar Bragi: „Mér dauðbrá þegar ég heyrði þetta“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að honum hafi sjálfum brugðið þegar hann hafi séð fréttir upp úr samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur bar. Hann muni ekki allt sem fór þar fram. 29. nóvember 2018 09:44
Segist hafa verið að ljúga upp á Bjarna Benediktsson Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, segir að það sé ekki satt að hann hafi gert einhvern díl við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna skipunar Geirs H. Haarde, fyrrverandi formanns flokksins, sem sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 29. nóvember 2018 09:40