Theódór Elmar útilokar ekki að koma heim og spila með KR: Á inni milljónir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 11:00 Theodór Elmar Bjarnason fagnar marki með íslenska landsliðinu. Vísir/Ernir Theódór Elmar Bjarnason er laus allra mála í Tyrklandi en félagið stóð ekki við samning sína við íslenska miðjumanninn. Elmar fékk aðstoð frá FIFA til að fá sig lausan frá tyrknesku b-deildarfélagi. Theódór Elmar sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann sé með tilboð frá öðrum tyrkneskum félögum en að hann útiloki ekki að koma heim og spila með KR. Tyrkneska félagið Elazigspor skuldar Elmari milljónir en samkvæmt fréttinni um málið þá munu Tyrkirnir þurfa að borga íslenska leikmanninum 115 þúsund evrur eða rúmlega sextán milljónir íslenskra króna. „Það hafa engir leikmenn fengið laun á þessari leiktíð svo ég leitaði til FIFA. Þá hafði félagið 15 daga til að borga, gerði það ekki og því er ég laus allra mála og er bara að skoða ný tilboð,“ sagði Elmar í viðtali við Sindra Sverrisson á mbl.is. Hann talar ekki illa um reynsluna af því að spila í Tyrklandi. „Það var mjög skemmtilegt að prófa það, ég kynntist mörgu góðu fólki og það var leiðinlegt að geta ekki klárað tímann þarna almennilega. En ég þorði ekki að taka sénsinn á því að vera þarna og meiðast kannski, í þessari stöðu,“ sagði Elmar í fyrrnefndu viðtali. Theódór Elmar hefur spilað 41 landsleik fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Síðastu landsleikur hans var á móti Sviss í Þjóðadeildinni í september síðastliðnum. Elmar er orðinn 31 árs og hefur spilað á sínum atvinnumannaferli í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og svo í Tyrklandi frá 2017. Hann spilaði síðast heima á Íslandi sumarið 2004. „Ég þekki fullt af fólki í KR og það væri sá kostur sem ég myndi velja ef ég kæmi heim,“ sagði Elmar í viðtalinu. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu Sjá meira
Theódór Elmar Bjarnason er laus allra mála í Tyrklandi en félagið stóð ekki við samning sína við íslenska miðjumanninn. Elmar fékk aðstoð frá FIFA til að fá sig lausan frá tyrknesku b-deildarfélagi. Theódór Elmar sagði í viðtali við Morgunblaðið í dag að hann sé með tilboð frá öðrum tyrkneskum félögum en að hann útiloki ekki að koma heim og spila með KR. Tyrkneska félagið Elazigspor skuldar Elmari milljónir en samkvæmt fréttinni um málið þá munu Tyrkirnir þurfa að borga íslenska leikmanninum 115 þúsund evrur eða rúmlega sextán milljónir íslenskra króna. „Það hafa engir leikmenn fengið laun á þessari leiktíð svo ég leitaði til FIFA. Þá hafði félagið 15 daga til að borga, gerði það ekki og því er ég laus allra mála og er bara að skoða ný tilboð,“ sagði Elmar í viðtali við Sindra Sverrisson á mbl.is. Hann talar ekki illa um reynsluna af því að spila í Tyrklandi. „Það var mjög skemmtilegt að prófa það, ég kynntist mörgu góðu fólki og það var leiðinlegt að geta ekki klárað tímann þarna almennilega. En ég þorði ekki að taka sénsinn á því að vera þarna og meiðast kannski, í þessari stöðu,“ sagði Elmar í fyrrnefndu viðtali. Theódór Elmar hefur spilað 41 landsleik fyrir Ísland og skoraði eitt mark. Síðastu landsleikur hans var á móti Sviss í Þjóðadeildinni í september síðastliðnum. Elmar er orðinn 31 árs og hefur spilað á sínum atvinnumannaferli í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og svo í Tyrklandi frá 2017. Hann spilaði síðast heima á Íslandi sumarið 2004. „Ég þekki fullt af fólki í KR og það væri sá kostur sem ég myndi velja ef ég kæmi heim,“ sagði Elmar í viðtalinu.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu Sjá meira