BHM vill afnema ábyrgðir af eldri námslánum Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2018 20:30 Bandalag háskólamanna vill að ábyrgðir á eldri námslánum verði felldar niður. Ekki hafi verið kannað hvort ábyrgðarmenn voru yfirleitt þess megnugir að standa undir greiðslum lánanna, hvaða þá mörgum áratugum síðar þegar lán fari í vanskil. Árið 2009 hætti Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, að krefja lántakendur um ábyrgðarmenn á lánum þeirra hjá sjóðnum. Hins vegar var einnig ákveðið að aflétta ekki ábyrgðum af eldri lánum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun. „Við erum fyrst og fremst að fylgja eftir stefnu Bandalags háskólamanna um að skrefið verði stigið til fulls. Það er að segja að ábyrgðarmannakerfið verði numið úr gildi,” segir Þórunn. Ábyrgð á eldri lánum sé að valda fólki og fjölskyldum alls konar óhagræði jafnvel áratugum eftir að tengsl milli lántakanda og ábyrgðarmanns hafi rofnað eða aðstæður fólks gerbreyst. „Eins og fólk veit þá erfast ábyrgðir þannig að þetta gengur út yfir gröf og dauða ef að þannig má að orði komast. Þetta er óréttlátt kerfi og það þarf að breyta því,” segir Þórunn. Það sé eðlilegt að samræmi ríki milli lána hvenær sem þau voru tekin. Af þessu hljótist stærra vandamál en margir vilji horfast í augu við. En rökin fyrir að halda eldri ábyrgðum hafi verið að niðurfelling þeirra gæti haft áhrif á innheimtuhlutfall lánasjóðsins. En hún telji kostnaðinn ekki eins mikinn og þá hafi verið haldið. Formaður BHM segir að á meðan fólk var krafið um uppáskrift hafi það þurft að hafa aðgang að einhverjum sem gæti borgað ef lánið færi í vanskil. „Við vitum öll að þannig hefur það ekki verið. Fólk var að skrifa undir hjá vinum og vandamönnum. Foreldrar hjá börnum auðvitað og svo framvegis. Síðan kemur það kannski í ljós einhverjum áratugum síðar að fólk getur ekki staðið í skilum. Þá reynir á tengsl sem í rauninni voru aldrei formleg og heldur ekki kannað hvort fólk væri fjárhagsmenn til að standa undir ábyrgðinni,” segir Þórunn Sveinbjarnardóttir. Skóla - og menntamál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Bandalag háskólamanna vill að ábyrgðir á eldri námslánum verði felldar niður. Ekki hafi verið kannað hvort ábyrgðarmenn voru yfirleitt þess megnugir að standa undir greiðslum lánanna, hvaða þá mörgum áratugum síðar þegar lán fari í vanskil. Árið 2009 hætti Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, að krefja lántakendur um ábyrgðarmenn á lánum þeirra hjá sjóðnum. Hins vegar var einnig ákveðið að aflétta ekki ábyrgðum af eldri lánum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun. „Við erum fyrst og fremst að fylgja eftir stefnu Bandalags háskólamanna um að skrefið verði stigið til fulls. Það er að segja að ábyrgðarmannakerfið verði numið úr gildi,” segir Þórunn. Ábyrgð á eldri lánum sé að valda fólki og fjölskyldum alls konar óhagræði jafnvel áratugum eftir að tengsl milli lántakanda og ábyrgðarmanns hafi rofnað eða aðstæður fólks gerbreyst. „Eins og fólk veit þá erfast ábyrgðir þannig að þetta gengur út yfir gröf og dauða ef að þannig má að orði komast. Þetta er óréttlátt kerfi og það þarf að breyta því,” segir Þórunn. Það sé eðlilegt að samræmi ríki milli lána hvenær sem þau voru tekin. Af þessu hljótist stærra vandamál en margir vilji horfast í augu við. En rökin fyrir að halda eldri ábyrgðum hafi verið að niðurfelling þeirra gæti haft áhrif á innheimtuhlutfall lánasjóðsins. En hún telji kostnaðinn ekki eins mikinn og þá hafi verið haldið. Formaður BHM segir að á meðan fólk var krafið um uppáskrift hafi það þurft að hafa aðgang að einhverjum sem gæti borgað ef lánið færi í vanskil. „Við vitum öll að þannig hefur það ekki verið. Fólk var að skrifa undir hjá vinum og vandamönnum. Foreldrar hjá börnum auðvitað og svo framvegis. Síðan kemur það kannski í ljós einhverjum áratugum síðar að fólk getur ekki staðið í skilum. Þá reynir á tengsl sem í rauninni voru aldrei formleg og heldur ekki kannað hvort fólk væri fjárhagsmenn til að standa undir ábyrgðinni,” segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Skóla - og menntamál Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira