Segja bilaðan skynjara hafa valdið misheppnuðu geimskoti Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2018 11:35 Geimflaugin bilaði þegar verið var að reyna að skjóta þeim Alexey Ovchinin og Nick Hague til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. AP/Dmitri Lovetsky Geimvísindastofnun Rússlands, Roscosmos, segir að bilaður skynjari Soyuz-eldflaugarinnar hafi valdið misheppnuðu geimskoti þann 11. október. Mistök eru sögð hafa verið gerð við uppsetningu skynjarans og mögulegt er að tvær aðrar eldflaugar séu einnig bilaðar. Geimflaugin bilaði þegar verið var að reyna að skjóta þeim Alexey Ovchinin og Nick Hague til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir þurftu að framkvæma neyðarlendingu úr um 35 kílómetra hæð. Þetta var í fyrsta sinn sem bilun kom upp í mönnuðu geimskoti með Soyuz-eldflauginni frá árinu 1983, samkvæmt BBC.Roscosmos hefur birt myndband af atvikinu sem tekið var upp á myndavél sem hékk utan á eldflauginni. Þar má sjá hvernig eldflaugin og geimfarið fóru að snúast eftir að bilunin kom upp.Samkvæmt umfjöllun Ars Technica settu Rússar mikinn hraða í rannsóknina vegna þess að eins og staðan er í dag eru Soyuz-eldflaugarnar einu eldflaugarnar sem hægt er að nota til að senda menn út í geim. Til stendur að skjóta þremur geimförum til geimstöðvarinnar þann þriðja desember.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra uppSergei Krikalev, einn af yfirmönnum Roscosmos, segir að bilaði skynjarinn hafi ekki skynjað aðskilnað fyrsta stigs eldflaugarinnar né annarsstigsins. Því hafi einn hliðarhreyfill eldflaugarinnar ekki slitið sig frá henni með réttum hætti og slóst utan í aðalhluta flaugarinnar.Пуск ракеты-носителя «Союз-ФГ» с пилотируемым кораблем #СоюзМС10. Видео с бортовых камер pic.twitter.com/ijPnwbbS4i— РОСКОСМОС (@roscosmos) November 1, 2018 Rússland Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Geimfararnir lentir eftir að eldflaugin drap á sér Geimfararnir Nick Hague og Alexey Ovchinin þurftu að framkvæma neyðarlendingu eftir að eldflaug, sem bera átti þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar drap á sér í miðju flugi. 11. október 2018 07:44 Ætla að skjóta nýrri geimflaug til geimstöðvarinnar í desember Geimskoti var flýtt svo geimstöðinn yrði ekki mannlaus. 31. október 2018 11:38 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Geimvísindastofnun Rússlands, Roscosmos, segir að bilaður skynjari Soyuz-eldflaugarinnar hafi valdið misheppnuðu geimskoti þann 11. október. Mistök eru sögð hafa verið gerð við uppsetningu skynjarans og mögulegt er að tvær aðrar eldflaugar séu einnig bilaðar. Geimflaugin bilaði þegar verið var að reyna að skjóta þeim Alexey Ovchinin og Nick Hague til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þeir þurftu að framkvæma neyðarlendingu úr um 35 kílómetra hæð. Þetta var í fyrsta sinn sem bilun kom upp í mönnuðu geimskoti með Soyuz-eldflauginni frá árinu 1983, samkvæmt BBC.Roscosmos hefur birt myndband af atvikinu sem tekið var upp á myndavél sem hékk utan á eldflauginni. Þar má sjá hvernig eldflaugin og geimfarið fóru að snúast eftir að bilunin kom upp.Samkvæmt umfjöllun Ars Technica settu Rússar mikinn hraða í rannsóknina vegna þess að eins og staðan er í dag eru Soyuz-eldflaugarnar einu eldflaugarnar sem hægt er að nota til að senda menn út í geim. Til stendur að skjóta þremur geimförum til geimstöðvarinnar þann þriðja desember.Sjá einnig: Ný eldflaug NASA langt á eftir áætlun og peningar fuðra uppSergei Krikalev, einn af yfirmönnum Roscosmos, segir að bilaði skynjarinn hafi ekki skynjað aðskilnað fyrsta stigs eldflaugarinnar né annarsstigsins. Því hafi einn hliðarhreyfill eldflaugarinnar ekki slitið sig frá henni með réttum hætti og slóst utan í aðalhluta flaugarinnar.Пуск ракеты-носителя «Союз-ФГ» с пилотируемым кораблем #СоюзМС10. Видео с бортовых камер pic.twitter.com/ijPnwbbS4i— РОСКОСМОС (@roscosmos) November 1, 2018
Rússland Tækni Tengdar fréttir Bein útsending: Geimfararnir lentir eftir að eldflaugin drap á sér Geimfararnir Nick Hague og Alexey Ovchinin þurftu að framkvæma neyðarlendingu eftir að eldflaug, sem bera átti þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar drap á sér í miðju flugi. 11. október 2018 07:44 Ætla að skjóta nýrri geimflaug til geimstöðvarinnar í desember Geimskoti var flýtt svo geimstöðinn yrði ekki mannlaus. 31. október 2018 11:38 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Bein útsending: Geimfararnir lentir eftir að eldflaugin drap á sér Geimfararnir Nick Hague og Alexey Ovchinin þurftu að framkvæma neyðarlendingu eftir að eldflaug, sem bera átti þá til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar drap á sér í miðju flugi. 11. október 2018 07:44
Ætla að skjóta nýrri geimflaug til geimstöðvarinnar í desember Geimskoti var flýtt svo geimstöðinn yrði ekki mannlaus. 31. október 2018 11:38