Íbúðir á minna en 20 milljónir Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. nóvember 2018 12:08 Úr kynningu Þorpsins-vistfélags á áformunum í Gufunesi. Skjáskot Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. Félagið, Þorpið-vistfélag, mun reisa 120 litlar íbúðir en um er að ræða stærsta einstaka verkefnið innan átaks borgarinnar um að skapa 500 nýjar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum - sem kynnt var í morgun. Í tilkynninu frá Þorpinu segir að stefnt sé að því að ódýrustu íbúðirnar kosti innan við 20 milljónir króna. Útborgun, miðað við fjármögnunarmöguleika fyrstu kaupenda að íbúðarhúsnæði, verði því nálægt 3 milljónum króna hjá væntanlegum félagsmönnum samvinnufélagsins. Íbúðirnar eru í stöðluðum stærðum, stúdíóíbúðir, tveggja herbergja og þriggja herbergja.Sjá einnig: Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnarÍbúðir Þorpsins í Gufunesi verða í þremur stærðum.Skjáskot„Hagkvæmni verkefnisins næst með fjöldaframleiddum einföldum en vönduðum innfluttum timbureiningum sem raðað er saman í fjölbýlishús líkt og tíðkast hefur um árabil á Norðurlöndunum. Slíkt lækkar byggingarkostnað verulega og styttir jafnframt byggingartíma sem lækkar fjármögnunarkostnað. Þá leggja félagsmenn fram eigið fé til sinna íbúða sjálfir, samkvæmt lögum um byggingarsamvinnufélög, og færir slíkt arðsemi þeirrar fjárfestingar beint til þeirra,“ segir í tilkynningunni. Að auki byggi verkefnið á föstu byggingarréttargjaldi Reykjavíkurborgar, sem eru 45 þúsund krónur á fermetrann auk gatnagerðargjalda. Hverri íbúð í Gufunesi mun fylgja 15 fermetra grænmetisgarður og möguleiki verður til hænsnahalds. Húsunum fylgir sameiginlegt svæði til æfinga og útivistar sem tengist grenndarskógi við jaðar byggðarinnar og nýrri ylströnd. Þá segist félagið vilja leita samstarfs við Reykjavíkurborg varðandi tilraunaverkefni um uppbyggingu fullkominnar flokkunar- og endurvinnslustöðvar fyrir íbúa. Þvottahús, kaffihús og grillaðstaða eru sameiginleg auk þess sem rafknúnir deilibílar fylgja íbúðum svo íbúar þurfa ekki hver og einn að eiga bíl. Sérstakur vatnastrætó mun síðan tengja hverfið beint við miðborg Reykjavíkur. Móttökustöð/deilibúr verður til staðar fyrir aðsendan mat og vörur sem íbúar panta á netinu og geta sótt þegar þeim hentar. „Áhersla er á félagslegan fjölbreytileika og þann möguleika að ættliðir geti keypt íbúðir saman og deilt með sér ábyrgð á barnauppeldi. Þannig er gert ráð fyrir að 80% íbúða verði ráðstafað til fyrstu kaupenda á aldrinum 18-40 ára, 15% íbúða til fólks eldra en 40 ára með fjölskyldutengsl við kaupendur í fyrri hópnum og 5% íbúða til Félagsbústaða,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Kynningu Þorpsins á fyrirætlunum sínum í Gufunesi má sjá hér að neðan, þegar um 71 mínúta er liðin af myndbandinu. Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. 2. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Grænmetisgarður, deilibílastæði og vatnastrætó eru meðal þess sem nýtt, óhagnaðardrifið byggingasamvinnufélag hyggst gera að veruleika í Gufunesi. Félagið, Þorpið-vistfélag, mun reisa 120 litlar íbúðir en um er að ræða stærsta einstaka verkefnið innan átaks borgarinnar um að skapa 500 nýjar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk á næstu árum - sem kynnt var í morgun. Í tilkynninu frá Þorpinu segir að stefnt sé að því að ódýrustu íbúðirnar kosti innan við 20 milljónir króna. Útborgun, miðað við fjármögnunarmöguleika fyrstu kaupenda að íbúðarhúsnæði, verði því nálægt 3 milljónum króna hjá væntanlegum félagsmönnum samvinnufélagsins. Íbúðirnar eru í stöðluðum stærðum, stúdíóíbúðir, tveggja herbergja og þriggja herbergja.Sjá einnig: Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnarÍbúðir Þorpsins í Gufunesi verða í þremur stærðum.Skjáskot„Hagkvæmni verkefnisins næst með fjöldaframleiddum einföldum en vönduðum innfluttum timbureiningum sem raðað er saman í fjölbýlishús líkt og tíðkast hefur um árabil á Norðurlöndunum. Slíkt lækkar byggingarkostnað verulega og styttir jafnframt byggingartíma sem lækkar fjármögnunarkostnað. Þá leggja félagsmenn fram eigið fé til sinna íbúða sjálfir, samkvæmt lögum um byggingarsamvinnufélög, og færir slíkt arðsemi þeirrar fjárfestingar beint til þeirra,“ segir í tilkynningunni. Að auki byggi verkefnið á föstu byggingarréttargjaldi Reykjavíkurborgar, sem eru 45 þúsund krónur á fermetrann auk gatnagerðargjalda. Hverri íbúð í Gufunesi mun fylgja 15 fermetra grænmetisgarður og möguleiki verður til hænsnahalds. Húsunum fylgir sameiginlegt svæði til æfinga og útivistar sem tengist grenndarskógi við jaðar byggðarinnar og nýrri ylströnd. Þá segist félagið vilja leita samstarfs við Reykjavíkurborg varðandi tilraunaverkefni um uppbyggingu fullkominnar flokkunar- og endurvinnslustöðvar fyrir íbúa. Þvottahús, kaffihús og grillaðstaða eru sameiginleg auk þess sem rafknúnir deilibílar fylgja íbúðum svo íbúar þurfa ekki hver og einn að eiga bíl. Sérstakur vatnastrætó mun síðan tengja hverfið beint við miðborg Reykjavíkur. Móttökustöð/deilibúr verður til staðar fyrir aðsendan mat og vörur sem íbúar panta á netinu og geta sótt þegar þeim hentar. „Áhersla er á félagslegan fjölbreytileika og þann möguleika að ættliðir geti keypt íbúðir saman og deilt með sér ábyrgð á barnauppeldi. Þannig er gert ráð fyrir að 80% íbúða verði ráðstafað til fyrstu kaupenda á aldrinum 18-40 ára, 15% íbúða til fólks eldra en 40 ára með fjölskyldutengsl við kaupendur í fyrri hópnum og 5% íbúða til Félagsbústaða,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Kynningu Þorpsins á fyrirætlunum sínum í Gufunesi má sjá hér að neðan, þegar um 71 mínúta er liðin af myndbandinu.
Borgarstjórn Húsnæðismál Skipulag Tengdar fréttir Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. 2. nóvember 2018 11:09 Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Leiguverð hagkvæmra íbúða ekki hækkað án leyfis borgarinnar Til stendur að byggja 525 hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk í Reykjavík á komandi árum. 2. nóvember 2018 11:09
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur