Að bera fólk út af biðlistum? Kári Stefánsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Tungumálið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess ræður því hvort að við, með orðavali, segjum það sem við vildum sagt hafa og bara það eða gefum meira í skyn. Þegar Svandís Svavarsdóttir sagði í hádegisfréttum í ríkisútvarpinu á sunnudaginn að það þyrfti að skilgreina biðlistann á Vogi og kanna hvers konar skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á honum gefur hún tvennt í skyn án þess að segja það beint. 1. Sá möguleiki sé fyrir hendi að sá biðlisti sem SÁÁ lýsir á Vogi sé eitthvað annað og meira en listi af fólki sem bíður eftir innlögn á Vog. 2. Á biðlistanum kunni að vera fólk sem ætti ekki að fara á Vog sem ef rétt reyndist þýddi að inni á Vogi væru einstaklingar sem þyrftu ekki á meðferðinni að halda. Nú skulum við skoða þetta tvennt: 1. Árið 1971 voru 146 rúm fyrir fíknisjúklinga í hinu opinbera heilbrigðiskerfi en nú eru þau 18 og nær öll fyrir tvígreinda, þá sem eru líka með aðra geðsjúkdóma. SÁÁ hefur því tekið yfir á sínar herðar meiri hlutann af þeirri meðferð sem stendur fíklum til boða í okkar samfélagi í dag. SÁÁ hefur unnið ötullega að því að byggja upp starfsemi sína en hefur ekki undan aukningu í þörf og þess vegna sitjum við uppi með biðlista. Biðlistinn á meðal annars rætur sínar í því að ríkið hefur dregið úr þeirri þjónustu sem það býður upp á og hefur þrjóskast við að borga fyrir þjónustuna á Vogi. Biðlistinn á Vogi er alfarið á ábyrgð ríkisins og óheppilegt að heilbrigðisráðherra þess gefi það í skyn að hann sé annarlegur. Í þessu sambandi er vert að benda á að SÁÁ þarf ekki á biðlista að halda til þess að rökstyðja meiri stuðning frá ríkinu vegna þess að af 2.200 innlögnum á Vog á ári hverju borga Sjúkratryggingar ekki fyrir nema 1.500. Heilbrigðisráðherra skýtur býsna langt yfir markið þegar hún gefur í skyn að SÁÁ sé að ýkja biðlistann og það er ljótur dónaskapur við aðstandendur fíkla sem hafa dáið upp á síðkastið meðal annars vegna þess að þeir komust ekki inn á Vog. Fíknisjúkdómar eru banvænustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi en samt er hið opinbera að skera við nögl meðferð við þeim. 2. Sjúkrahúsið á Vogi býr að mikilli reynslu, þekkingu og getu við meðferð á fíknisjúkdómum og það er ekki líklegt að annar aðili sé hæfari til þess að meta þörf einstaklinga fyrir meðferð. Hvað á heilbrigðisráðherra við þegar hún segir að það þurfi að kanna hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á biðlista? Eitt er víst að listinn myndi styttast töluvert ef af honum yrðu teknar allar fyllibyttur og dópistar. Og ef ekki allar fyllibyttur og dópistar, þá hverjir og hver á að velja þá? Við erum í miðjum faraldri fíknisjúkdóma sem eru að deyða ungt fólk í landinu og við þurfum að bregðast við. Meiri hlutinn af sérþekkingu, reynslu og getu við meðferð þessara sjúkdóma á Íslandi er á höndum SÁÁ. Við erum með heilbrigðisráðherra sem tók við embætti fyrir nokkrum mánuðum og hefur enga þekkingu, reynslu eða getu til þess að meðhöndla fíknisjúkdóma og verður því að leita til annarra um ráð. Hún virðist hins vegar ákveðin í því að fara í geitarhús að leita ullar og í stað þess að sitja við fótskör SÁÁ til þess að læra talar hún til þeirra með hroka og yfirlæti og dregur í efa frásagnir þeirra af vandanum. Þegar maður verður var við ábyrgðarleysi af þessum toga í viðbrögðum við faraldri af banvænum sjúkdómi vaknar hjá manni spurningin gamla Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Sjá meira
Tungumálið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess ræður því hvort að við, með orðavali, segjum það sem við vildum sagt hafa og bara það eða gefum meira í skyn. Þegar Svandís Svavarsdóttir sagði í hádegisfréttum í ríkisútvarpinu á sunnudaginn að það þyrfti að skilgreina biðlistann á Vogi og kanna hvers konar skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á honum gefur hún tvennt í skyn án þess að segja það beint. 1. Sá möguleiki sé fyrir hendi að sá biðlisti sem SÁÁ lýsir á Vogi sé eitthvað annað og meira en listi af fólki sem bíður eftir innlögn á Vog. 2. Á biðlistanum kunni að vera fólk sem ætti ekki að fara á Vog sem ef rétt reyndist þýddi að inni á Vogi væru einstaklingar sem þyrftu ekki á meðferðinni að halda. Nú skulum við skoða þetta tvennt: 1. Árið 1971 voru 146 rúm fyrir fíknisjúklinga í hinu opinbera heilbrigðiskerfi en nú eru þau 18 og nær öll fyrir tvígreinda, þá sem eru líka með aðra geðsjúkdóma. SÁÁ hefur því tekið yfir á sínar herðar meiri hlutann af þeirri meðferð sem stendur fíklum til boða í okkar samfélagi í dag. SÁÁ hefur unnið ötullega að því að byggja upp starfsemi sína en hefur ekki undan aukningu í þörf og þess vegna sitjum við uppi með biðlista. Biðlistinn á meðal annars rætur sínar í því að ríkið hefur dregið úr þeirri þjónustu sem það býður upp á og hefur þrjóskast við að borga fyrir þjónustuna á Vogi. Biðlistinn á Vogi er alfarið á ábyrgð ríkisins og óheppilegt að heilbrigðisráðherra þess gefi það í skyn að hann sé annarlegur. Í þessu sambandi er vert að benda á að SÁÁ þarf ekki á biðlista að halda til þess að rökstyðja meiri stuðning frá ríkinu vegna þess að af 2.200 innlögnum á Vog á ári hverju borga Sjúkratryggingar ekki fyrir nema 1.500. Heilbrigðisráðherra skýtur býsna langt yfir markið þegar hún gefur í skyn að SÁÁ sé að ýkja biðlistann og það er ljótur dónaskapur við aðstandendur fíkla sem hafa dáið upp á síðkastið meðal annars vegna þess að þeir komust ekki inn á Vog. Fíknisjúkdómar eru banvænustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi en samt er hið opinbera að skera við nögl meðferð við þeim. 2. Sjúkrahúsið á Vogi býr að mikilli reynslu, þekkingu og getu við meðferð á fíknisjúkdómum og það er ekki líklegt að annar aðili sé hæfari til þess að meta þörf einstaklinga fyrir meðferð. Hvað á heilbrigðisráðherra við þegar hún segir að það þurfi að kanna hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á biðlista? Eitt er víst að listinn myndi styttast töluvert ef af honum yrðu teknar allar fyllibyttur og dópistar. Og ef ekki allar fyllibyttur og dópistar, þá hverjir og hver á að velja þá? Við erum í miðjum faraldri fíknisjúkdóma sem eru að deyða ungt fólk í landinu og við þurfum að bregðast við. Meiri hlutinn af sérþekkingu, reynslu og getu við meðferð þessara sjúkdóma á Íslandi er á höndum SÁÁ. Við erum með heilbrigðisráðherra sem tók við embætti fyrir nokkrum mánuðum og hefur enga þekkingu, reynslu eða getu til þess að meðhöndla fíknisjúkdóma og verður því að leita til annarra um ráð. Hún virðist hins vegar ákveðin í því að fara í geitarhús að leita ullar og í stað þess að sitja við fótskör SÁÁ til þess að læra talar hún til þeirra með hroka og yfirlæti og dregur í efa frásagnir þeirra af vandanum. Þegar maður verður var við ábyrgðarleysi af þessum toga í viðbrögðum við faraldri af banvænum sjúkdómi vaknar hjá manni spurningin gamla Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann?
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun