Veltiár framundan Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Okkur jarðarbúum gengur of hægt við að efla viðbrögð gegn hraðri hlýnun loftslags á heimsvísu. Þau snúast um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og samtímis að binda sem mest af kolefni. Breyttur landbúnaður, minni flutningar, minni skógvinnsla í stórum stíl en meiri skógrækt eru meðal lykilverkefna. Enn eitt lykilverkefnið er sjálfbærari orkuframleiðsla en nú tíðkast og tæknilegri stóriðja sem minnkar losun frá verksmiðjum. Rýrnun jökla og hafíss er verulegt áhyggjuefni. Við það minnkar endurvarp sólgeislunar og dökkt land og haf drekkur í sig æ meiri varma. Margt af þessu og skyldum efnum enduróma á ráðstefnum og fundum, t.d. skoðana- og fræðslutorginu sem opið er í Hörpu ár hvert: Arctic Circle. Þar kemur líka oft fram að rannsóknir eru orðnar nægar til þess að við getum aðhafst af skynsemi – að verkin eigi að tala án þess að rannsóknir minnki. Markmið íslenskra stjórnvalda eru metnaðarfull. Að standa við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins og gera auk þess Ísland kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Bæði eiga þau að hljóta þverpólitískt fulltingi þó svo menn greini á um leiðir. Þær finnum við með umræðum og virðingu fyrir staðreyndum. Fjármögnun aðgerða sem til þarf til þess að ná markmiðunum verður að ganga fyrir sumu af því sem við erum vön að vilja fjármagna. Neyslumynstur verður að breytast að ýmsu leyti. Norðurslóðir eru lykilsvæði í andófinu gegn loftslagsbreytingum og við hér á landi í miðri hringiðunni. Á norðurslóðum verður að hægja á vinnslu jarðefnaeldsneytis og takmarka hana við 20% þekktra birgða í jörðu. Á heimsvísu verður að láta ? þekktra birgða liggja kyrrar. Um leið er afar brýnt að Norður-Íshafið og aðliggjandi haf- og strandsvæði verði virt sem vopnlaust svæði með alþjóðlegum samningum – svæði þar sem öryggi, leit og björgun er tryggð en hernaðaruppbygging látin eiga sig. Hafsvæði utan 200 mílna lögsögu verði undir alþjóðlegri stjórn og auðlindanýting þar sömuleiðis. Norðurskautsráðið verður undir íslenskri stjórn frá 2019-2021 og þá hægt að komu mörgu góðu til leiðar eins og um verður búið í verkefnaskrá sem unnið hefur verið að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Okkur jarðarbúum gengur of hægt við að efla viðbrögð gegn hraðri hlýnun loftslags á heimsvísu. Þau snúast um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og samtímis að binda sem mest af kolefni. Breyttur landbúnaður, minni flutningar, minni skógvinnsla í stórum stíl en meiri skógrækt eru meðal lykilverkefna. Enn eitt lykilverkefnið er sjálfbærari orkuframleiðsla en nú tíðkast og tæknilegri stóriðja sem minnkar losun frá verksmiðjum. Rýrnun jökla og hafíss er verulegt áhyggjuefni. Við það minnkar endurvarp sólgeislunar og dökkt land og haf drekkur í sig æ meiri varma. Margt af þessu og skyldum efnum enduróma á ráðstefnum og fundum, t.d. skoðana- og fræðslutorginu sem opið er í Hörpu ár hvert: Arctic Circle. Þar kemur líka oft fram að rannsóknir eru orðnar nægar til þess að við getum aðhafst af skynsemi – að verkin eigi að tala án þess að rannsóknir minnki. Markmið íslenskra stjórnvalda eru metnaðarfull. Að standa við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins og gera auk þess Ísland kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Bæði eiga þau að hljóta þverpólitískt fulltingi þó svo menn greini á um leiðir. Þær finnum við með umræðum og virðingu fyrir staðreyndum. Fjármögnun aðgerða sem til þarf til þess að ná markmiðunum verður að ganga fyrir sumu af því sem við erum vön að vilja fjármagna. Neyslumynstur verður að breytast að ýmsu leyti. Norðurslóðir eru lykilsvæði í andófinu gegn loftslagsbreytingum og við hér á landi í miðri hringiðunni. Á norðurslóðum verður að hægja á vinnslu jarðefnaeldsneytis og takmarka hana við 20% þekktra birgða í jörðu. Á heimsvísu verður að láta ? þekktra birgða liggja kyrrar. Um leið er afar brýnt að Norður-Íshafið og aðliggjandi haf- og strandsvæði verði virt sem vopnlaust svæði með alþjóðlegum samningum – svæði þar sem öryggi, leit og björgun er tryggð en hernaðaruppbygging látin eiga sig. Hafsvæði utan 200 mílna lögsögu verði undir alþjóðlegri stjórn og auðlindanýting þar sömuleiðis. Norðurskautsráðið verður undir íslenskri stjórn frá 2019-2021 og þá hægt að komu mörgu góðu til leiðar eins og um verður búið í verkefnaskrá sem unnið hefur verið að.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar