Rússar reyna að fela spor sín betur í kosningunum vestanhafs Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2018 08:06 Rússar reyndu að hjálpa Donald Trump í forsetakosningunum árið 2016. Vísbendingar eru um að þeir reyni enn að hafa áhrif á kosningar vestanhafs. Vísir/Getty Áróðursherferð sem ætlað er að ala á sundrung og öfgahyggju að undirlagi rússneskra útsendara hefur aftur átt sér stað í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum líkt og gerðist fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum. Sérfræðingar segja Rússana hins vegar reyna að hylja spor sín betur nú en þá. Bandaríkjamenn kjósa til þings, ríkisstjóra og ýmissa embætta í hverju ríki fyrir sig í dag. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa lengi varað við því að Rússar reyndu að leika sama leik og þeir gerðu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá eru þeir taldir hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem ætlað var að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við segja að aðferðirnar sem útsendarar Rússa beiti nú séu minna augljósar en áður og geri þeim kleift að forðast hreinsanir samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Bæði fyrirtæki hafa tilkynnt um að reikningum hafi verið hent út í aðdraganda kosninganna. Áróðurinn byggist ekki lengur aðeins á hreinum lygum eins og áður. Þess í stað eru rússneskir samfélagsmiðlareikningar byrjaðir að dreifa færslum og myndum sem raunverulegar öfgahreyfingar til hægri og vinstri í bandarískum fjölmiðlum hafa þegar deilt. Erfiðara sé að rekja slíkar deilingar til erlendra aðila og auðveldara að framleiða en skáldaðar fréttir sem bæði samfélagsmiðlanotendur og stjórnendur séu meira vakandi fyrir nú en síðast. Á meðal þeirra málefna sem útsendarar Rússa virðast hafa reynt að magna upp er hvatning til bandarískra blökkumanna um að segja skilið við Demókrataflokkinn. Þá hafa þeir reynt að nota tilnefningu Bretts Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna til þess að æsa upp íhaldsama kjósendur. Þá eru Rússarnir sagðir nota skilaboðaforrit Facebook til þess að sannfæra Bandaríkjamenn um að kaupa auglýsingar fyrir sig og að fá róttæklinga þar til þess að auglýsa mótmælaaðgerðir. Þannig sé auðveldara fyrir útsendarana að forðast athygli. „Þeir eru að tæla Bandaríkjamenn til þess að senda frá sér efni sem er meira sundrandi og biturt,“ segir Graham Brookie, forstöðumaður hugveitunnar Atlantshafsráðsins. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Áróðursherferð sem ætlað er að ala á sundrung og öfgahyggju að undirlagi rússneskra útsendara hefur aftur átt sér stað í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum líkt og gerðist fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum. Sérfræðingar segja Rússana hins vegar reyna að hylja spor sín betur nú en þá. Bandaríkjamenn kjósa til þings, ríkisstjóra og ýmissa embætta í hverju ríki fyrir sig í dag. Leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna hafa lengi varað við því að Rússar reyndu að leika sama leik og þeir gerðu fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Þá eru þeir taldir hafa staðið fyrir áróðursherferð á samfélagsmiðlum sem ætlað var að hjálpa Donald Trump að ná kjöri sem forseti. Sérfræðingar sem Reuters-fréttastofan hefur rætt við segja að aðferðirnar sem útsendarar Rússa beiti nú séu minna augljósar en áður og geri þeim kleift að forðast hreinsanir samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter. Bæði fyrirtæki hafa tilkynnt um að reikningum hafi verið hent út í aðdraganda kosninganna. Áróðurinn byggist ekki lengur aðeins á hreinum lygum eins og áður. Þess í stað eru rússneskir samfélagsmiðlareikningar byrjaðir að dreifa færslum og myndum sem raunverulegar öfgahreyfingar til hægri og vinstri í bandarískum fjölmiðlum hafa þegar deilt. Erfiðara sé að rekja slíkar deilingar til erlendra aðila og auðveldara að framleiða en skáldaðar fréttir sem bæði samfélagsmiðlanotendur og stjórnendur séu meira vakandi fyrir nú en síðast. Á meðal þeirra málefna sem útsendarar Rússa virðast hafa reynt að magna upp er hvatning til bandarískra blökkumanna um að segja skilið við Demókrataflokkinn. Þá hafa þeir reynt að nota tilnefningu Bretts Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna til þess að æsa upp íhaldsama kjósendur. Þá eru Rússarnir sagðir nota skilaboðaforrit Facebook til þess að sannfæra Bandaríkjamenn um að kaupa auglýsingar fyrir sig og að fá róttæklinga þar til þess að auglýsa mótmælaaðgerðir. Þannig sé auðveldara fyrir útsendarana að forðast athygli. „Þeir eru að tæla Bandaríkjamenn til þess að senda frá sér efni sem er meira sundrandi og biturt,“ segir Graham Brookie, forstöðumaður hugveitunnar Atlantshafsráðsins.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Rússland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira