Maður lét lífið í árás hákarls í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2018 10:57 Tveir hafa látið lífið og 16 hafa slasast í hákarlaárásum í Ástralíu það sem af er ársins. EPA/AAP Ástralskur maður lét lífið þegar hann var bitinn af hákarli á vinsælum ferðamannastað í Queensland í Ástralíu í gær. Atvikið átti sér stað á sama tveir aðilar voru bitnir í september. Þeir lifðu báðir af. Maðurinn sem dó í gær var bitinn í fótinn og handleggina þegar hann var að synda með vinum sínum. Hann lést á sjúkrahúsi í kjölfar atviksins. Í september var tólf ára stúlka og 46 ára kona bitin á innan við sólarhring við Cid Harbour. Stúlkan missti annan fótinn vegna bitsins. Maðurinn sem bitinn var í gær var einnig nærri Cid Harbour. Tveir hafa látið lífið og 16 hafa slasast í hákarlaárásum í Ástralíu það sem af er ársins, samkvæmt BBC.Árásirnar hafa vakið mikla athygli í Ástralíu og kallað hefur verið eftir frekari aðgerðum yfirvalda til að koma í veg fyrir árásir sem þessar. Eftir árásirnar í september var gildrum komið fyrir á svæðinu í um viku og drápust sex hákarlar á þeim tíma. Þá er reglulega notast við net, dróna, þyrlur og eru hákarlar stundum merktir með GPS-sendum. Sérfræðingar eru þó alls ekki vissir um að varnaraðferðir þessar beri í raun árangur.Ekki hægt að segja til um virkniABC News í Ástralíu ræddi við prófessorinn Colin Simpfendorfer sem segir að nægjanlegum gögnum um þessar varnaraðferðir hafi aldrei verið safnað. Ekki sé hægt að segja til um hver vel þær virka.„Við förum að mestu eftir því hve vel þær virðast virka, í stað þess að geta mælt hvernig þær virka, því við vitum ekki hvað myndi gerast ef tilteknum varnaraðferðum hefði ekki verið beitt,“ sagði Simpfendorfer. Hann sagði þó víst að hákarlaárásir væru sjaldgæfar og þá sérstaklega á baðströndum sem eru verndaðar. Þá sagði Simpfendorfer að það besta sem væri hægt að gera væri að fræða fólk um áhættuna. „Eru einhverjar vísbendingar um aukna hættu? Eins og gruggugur sjór, fiskur á svæðinu, fólk að veiða, allt þetta getur verið til marks um aukna hættu.“ Þar að auki benti hann á að tíminn skipti miklu máli. Hættulegast tíminn væri þegar sólin væri að rísa og setjast. Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Ástralskur maður lét lífið þegar hann var bitinn af hákarli á vinsælum ferðamannastað í Queensland í Ástralíu í gær. Atvikið átti sér stað á sama tveir aðilar voru bitnir í september. Þeir lifðu báðir af. Maðurinn sem dó í gær var bitinn í fótinn og handleggina þegar hann var að synda með vinum sínum. Hann lést á sjúkrahúsi í kjölfar atviksins. Í september var tólf ára stúlka og 46 ára kona bitin á innan við sólarhring við Cid Harbour. Stúlkan missti annan fótinn vegna bitsins. Maðurinn sem bitinn var í gær var einnig nærri Cid Harbour. Tveir hafa látið lífið og 16 hafa slasast í hákarlaárásum í Ástralíu það sem af er ársins, samkvæmt BBC.Árásirnar hafa vakið mikla athygli í Ástralíu og kallað hefur verið eftir frekari aðgerðum yfirvalda til að koma í veg fyrir árásir sem þessar. Eftir árásirnar í september var gildrum komið fyrir á svæðinu í um viku og drápust sex hákarlar á þeim tíma. Þá er reglulega notast við net, dróna, þyrlur og eru hákarlar stundum merktir með GPS-sendum. Sérfræðingar eru þó alls ekki vissir um að varnaraðferðir þessar beri í raun árangur.Ekki hægt að segja til um virkniABC News í Ástralíu ræddi við prófessorinn Colin Simpfendorfer sem segir að nægjanlegum gögnum um þessar varnaraðferðir hafi aldrei verið safnað. Ekki sé hægt að segja til um hver vel þær virka.„Við förum að mestu eftir því hve vel þær virðast virka, í stað þess að geta mælt hvernig þær virka, því við vitum ekki hvað myndi gerast ef tilteknum varnaraðferðum hefði ekki verið beitt,“ sagði Simpfendorfer. Hann sagði þó víst að hákarlaárásir væru sjaldgæfar og þá sérstaklega á baðströndum sem eru verndaðar. Þá sagði Simpfendorfer að það besta sem væri hægt að gera væri að fræða fólk um áhættuna. „Eru einhverjar vísbendingar um aukna hættu? Eins og gruggugur sjór, fiskur á svæðinu, fólk að veiða, allt þetta getur verið til marks um aukna hættu.“ Þar að auki benti hann á að tíminn skipti miklu máli. Hættulegast tíminn væri þegar sólin væri að rísa og setjast.
Ástralía Eyjaálfa Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira