Í beinni: Nýjustu vendingar í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2018 22:00 Kannanir gefa í skyn að Demókrataflokkurinn muni ná tökum í fulltrúadeildinni, að Repúblikanar muni halda stjórn sinni í öldungadeildinni og Repúblikanar muni fá fleiri ríkisstjóra. AP/John Minchillo Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 36 ríkisstjórar. Þar að auki verður kosið um ýmis önnur mál í tilteknum ríkjum og kjördæmum. Kannanir gefa í skyn að Demókrataflokkurinn muni ná tökum í fulltrúadeildinni, að Repúblikanar muni halda stjórn sinni í öldungadeildinni og Repúblikanar muni fá fleiri ríkisstjóra.Sjá einnig: Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Demókratar vonast til þess að geta notað fulltrúadeildina til að halda aftur af Donald Trump, forseta, og til þess að rannsaka umdeild mál ríkisstjórnar hans og viðskipta hans í gegnum árin.Neðst í fréttinni má sjá kosningavakt Vísis. Hér að neðan má sjá beina útsendingu CBS News þar sem fylgst verður með kosningunum. Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Flest sætin þykja örugg fyrir stóru flokkana tvo, heiðblá kjördæmi Demókrata eða blóðrauð kjördæmi Repúblikana. Þó má finna fjölda þingsæta þar sem hart er barist og mjótt er á munum. Í aðdraganda kosninganna hefur gjarnan verið talað um bláa bylgju sem mun ríða yfir Bandaríkin með tilheyrandi sigrum fyrir Demókrata. Jafnvel í kjördæmum og ríkjum sem halla sér heldur að Repúblíkanaflokknum. Mest spennandi barátturnar eru einmitt í þeim ríkjum þar sem Repúblíkanar eru að spila varnarleik gegn blárri bylgju Demókrata. Sjá einnig: Sex kosningabaráttur til að fylgjast meðVísir mun halda úti vakt í nótt þar sem fylgst verður með nýjustu vendingum í kosningunum, tölum og öðru. Vaktina má sjá að neðan.
Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 36 ríkisstjórar. Þar að auki verður kosið um ýmis önnur mál í tilteknum ríkjum og kjördæmum. Kannanir gefa í skyn að Demókrataflokkurinn muni ná tökum í fulltrúadeildinni, að Repúblikanar muni halda stjórn sinni í öldungadeildinni og Repúblikanar muni fá fleiri ríkisstjóra.Sjá einnig: Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Demókratar vonast til þess að geta notað fulltrúadeildina til að halda aftur af Donald Trump, forseta, og til þess að rannsaka umdeild mál ríkisstjórnar hans og viðskipta hans í gegnum árin.Neðst í fréttinni má sjá kosningavakt Vísis. Hér að neðan má sjá beina útsendingu CBS News þar sem fylgst verður með kosningunum. Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Flest sætin þykja örugg fyrir stóru flokkana tvo, heiðblá kjördæmi Demókrata eða blóðrauð kjördæmi Repúblikana. Þó má finna fjölda þingsæta þar sem hart er barist og mjótt er á munum. Í aðdraganda kosninganna hefur gjarnan verið talað um bláa bylgju sem mun ríða yfir Bandaríkin með tilheyrandi sigrum fyrir Demókrata. Jafnvel í kjördæmum og ríkjum sem halla sér heldur að Repúblíkanaflokknum. Mest spennandi barátturnar eru einmitt í þeim ríkjum þar sem Repúblíkanar eru að spila varnarleik gegn blárri bylgju Demókrata. Sjá einnig: Sex kosningabaráttur til að fylgjast meðVísir mun halda úti vakt í nótt þar sem fylgst verður með nýjustu vendingum í kosningunum, tölum og öðru. Vaktina má sjá að neðan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira