Raunverð íbúða hærra en nokkru sinni en jafnvægi að nást Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2018 12:44 Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. vísir/vilhelm Hækkun á verði húsnæðis síðustu tólf mánuði hefur ekki verið minni frá því árið 2011. Raunverð íbúðarhúsnæðis er nú hærra en nokkru sinni fyrr en aukið framboð á nýju húsnæði heldur verðinu uppi að mati hagfræðideildar Landsbankans. Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 3,4% og verð á sérbýli um 4,4%. Í samantekt hagfræðideildar Landsbankans segir að þessi 3,9% árshækkun húsnæðisverðs sé lægsti hækkunartaktur frá því vorið 2011. Grundvallarbreyting hafi orðið á þróun íbúðaverðs allt frá því verðhækkanir nánast stöðvuðust á miðju ári 2017. Framboð nýrra íbúða hafi aukist mikið á þessum tíma og viðskiptum fjölgað að sama skapi. Hagfræðideild Landsbankans reiknar með 4,3% hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu milli áranna 2017 og 2018. Það er veruleg breyting frá u.þ.b. 19% hækkun árið áður. Hagfræðideildin reiknar síðan með 4% hækkun á árinu 2019, 6% árið 2020 og 8% árið 2021. Hækkun fasteignaverðs nálgist sögulegt meðaltal á spátímabilinu. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hafa um 17% viðskipta með fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu verið með nýja íbúðir. Hagdeildin segir þessa auknu hlutdeild nýrra íbúða halda fasteignaverðinu uppi þar sem fermetraverð á þeim nýju hafi verið rúmlega 16% hærra en á þeim eldri á þessu tímabili. Hagdeild Landsbankans segir raunverð íbúðarhúsnæðis nú hærra en nokkru sinni fyrr, hafi t.d. verið 2,1% hærra nú í september en í sama mánuði í fyrra. Allt fram á mitt ár 2017 hafi húsnæðisverð hækkað verulega meira en laun, tekjur og byggingarkostnaður, en meira jafnvægi hafi nú verið á milli þessara stærða í rúmt ár. Þá þróun megi að einhverju leyti tengja við aukið framboð íbúða, minni uppkaup leigufélaga á íbúðum og lægra hlutfall íbúða í útleigu til ferðamanna. Allt valdi þetta því að þrýstingur á verð upp á við sé mun minni en á árunum 2016-2017. Húsnæðismál Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Hækkun á verði húsnæðis síðustu tólf mánuði hefur ekki verið minni frá því árið 2011. Raunverð íbúðarhúsnæðis er nú hærra en nokkru sinni fyrr en aukið framboð á nýju húsnæði heldur verðinu uppi að mati hagfræðideildar Landsbankans. Samkvæmt tölum Þjóðskrár fyrir september hækkaði fasteignaverð um 3,9% síðustu 12 mánuði. Þar af hækkaði verð á fjölbýli um 3,4% og verð á sérbýli um 4,4%. Í samantekt hagfræðideildar Landsbankans segir að þessi 3,9% árshækkun húsnæðisverðs sé lægsti hækkunartaktur frá því vorið 2011. Grundvallarbreyting hafi orðið á þróun íbúðaverðs allt frá því verðhækkanir nánast stöðvuðust á miðju ári 2017. Framboð nýrra íbúða hafi aukist mikið á þessum tíma og viðskiptum fjölgað að sama skapi. Hagfræðideild Landsbankans reiknar með 4,3% hækkun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu milli áranna 2017 og 2018. Það er veruleg breyting frá u.þ.b. 19% hækkun árið áður. Hagfræðideildin reiknar síðan með 4% hækkun á árinu 2019, 6% árið 2020 og 8% árið 2021. Hækkun fasteignaverðs nálgist sögulegt meðaltal á spátímabilinu. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs hafa um 17% viðskipta með fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu verið með nýja íbúðir. Hagdeildin segir þessa auknu hlutdeild nýrra íbúða halda fasteignaverðinu uppi þar sem fermetraverð á þeim nýju hafi verið rúmlega 16% hærra en á þeim eldri á þessu tímabili. Hagdeild Landsbankans segir raunverð íbúðarhúsnæðis nú hærra en nokkru sinni fyrr, hafi t.d. verið 2,1% hærra nú í september en í sama mánuði í fyrra. Allt fram á mitt ár 2017 hafi húsnæðisverð hækkað verulega meira en laun, tekjur og byggingarkostnaður, en meira jafnvægi hafi nú verið á milli þessara stærða í rúmt ár. Þá þróun megi að einhverju leyti tengja við aukið framboð íbúða, minni uppkaup leigufélaga á íbúðum og lægra hlutfall íbúða í útleigu til ferðamanna. Allt valdi þetta því að þrýstingur á verð upp á við sé mun minni en á árunum 2016-2017.
Húsnæðismál Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur