Þrástagað Jón Sigurðsson skrifar 30. október 2018 07:00 Við og við er olíumálið gamla rifjað upp í fjölmiðlum, síðast í Fréttablaðinu föstudaginn 12. október sl. Það er þá gert til þess að ófrægja minningu látins heiðursmanns, Vilhjálms Þór utanríkisráðherra, forstjóra og seðlabankastjóra. Því er rétt að rifja það líka upp að þáttur Vilhjálms í þessu víðtæka fjársvikamáli var mjög lítill og takmarkaður og snerti eiginhagsmuni Vilhjálms sjálfs ekki. Því miður er því treyst að málsatvik séu gleymd og enginn nenni að andæfa rangindum um þetta. Vilhjálmur Þór bar sem stjórnarformaður formlega ábyrgð á einni ákvörðun um gjaldeyrislán milli fyrirtækja og deilda í Olíufélaginu hf. og Samb. ísl. samvinnufélaga en skylt var að leita og fá heimild hjá stjórnvöldum skv. þágildandi haftalögum. Alsiða var að slíkrar heimildar væri leitað eftir á, sum fyrirtæki tvisvar á ári, önnur oftar eða árlega. Ekki var leitað heimildar fyrir þessari ákvörðun. Lýsti dómarinn undrun yfir því enda auðsótt mál. En skömmu síðar hafði Vilhjálmur horfið af vettvangi til annarra starfa. Hann fylgdist því ekki með afdrifum málsins og treysti á að aðrir ábyrgir starfsmenn lykju málinu með lögmæltum hætti. Vilhjálmur vissi ekki af þessu broti fyrr en málarekstur hófst. Um var að ræða reglur um skilaskyldu gjaldeyris. Við brotinu lá einföld fjársekt og var það fyrnt skv. almennum reglum þegar málið kom til dóms. Löngu er tími til kominn að hætta að þrástaga um þetta og löngu komið mál að ásökunum og söguburði linni um þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Skoðun Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Við og við er olíumálið gamla rifjað upp í fjölmiðlum, síðast í Fréttablaðinu föstudaginn 12. október sl. Það er þá gert til þess að ófrægja minningu látins heiðursmanns, Vilhjálms Þór utanríkisráðherra, forstjóra og seðlabankastjóra. Því er rétt að rifja það líka upp að þáttur Vilhjálms í þessu víðtæka fjársvikamáli var mjög lítill og takmarkaður og snerti eiginhagsmuni Vilhjálms sjálfs ekki. Því miður er því treyst að málsatvik séu gleymd og enginn nenni að andæfa rangindum um þetta. Vilhjálmur Þór bar sem stjórnarformaður formlega ábyrgð á einni ákvörðun um gjaldeyrislán milli fyrirtækja og deilda í Olíufélaginu hf. og Samb. ísl. samvinnufélaga en skylt var að leita og fá heimild hjá stjórnvöldum skv. þágildandi haftalögum. Alsiða var að slíkrar heimildar væri leitað eftir á, sum fyrirtæki tvisvar á ári, önnur oftar eða árlega. Ekki var leitað heimildar fyrir þessari ákvörðun. Lýsti dómarinn undrun yfir því enda auðsótt mál. En skömmu síðar hafði Vilhjálmur horfið af vettvangi til annarra starfa. Hann fylgdist því ekki með afdrifum málsins og treysti á að aðrir ábyrgir starfsmenn lykju málinu með lögmæltum hætti. Vilhjálmur vissi ekki af þessu broti fyrr en málarekstur hófst. Um var að ræða reglur um skilaskyldu gjaldeyris. Við brotinu lá einföld fjársekt og var það fyrnt skv. almennum reglum þegar málið kom til dóms. Löngu er tími til kominn að hætta að þrástaga um þetta og löngu komið mál að ásökunum og söguburði linni um þetta.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar