Vildi bætur frá Icelandair vegna þjófnaðar á dýrum tískuvörum úr farangri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2018 11:53 Farþeginn ferðaðist með Icelandair frá New York til Berlínar. Vísir/Vilhelm Icelandair þarf ekki að greiða farþega flugfélagsins bætur vegna tískuvarnings sem stolið var úr farangri farþegans á leið frá New York til Berlínar með millilendingu í Keflavík. Farþeginn kvartaði til Samgöngustofu sem úrskurðaði Icelandair í vil. RÚV greindi fyrst frá. Við komuna til Berlín fylgdi taska farþegans ekki með og kvartaði farþeginn til Samgöngustofu vegna málsins þann 5. júlí síðastliðinn. Taskan skilaði sér til eigandans degi síðar og taldi Icelandair því að málinu væri lokið. Farþeginn kvartaði hins vegar aftur til Samgöngustofu þann 26. júlí þar sem fram kom að öll verðmæti hafi vantað í töskuna þegar farþeginn fékk hana aftur í hendurnar. Í töskunni var dýr tískuvarningur en meðal þess sem hafði horfið var Hermes-armbönd, skór frá Jimmy Choo, Gucci-sólgleraugu, Fendi-jakki og Versace-snyrtiveski en samtals taldi farþeginn að virði þess sem hafi horfið hafi verið 8.646 dollarar eða um ein milljón króna á gengi dagsins í dag. Vildi farþeginn að Icelandair greiddi skaðabætur vegna verðmætanna sem hurfu. Icelandair hafnaði hins vegar bótaskyldu og vísaði til skilmála sem í gildi væru hjá flugfélaginum að ef farþegi kjósi að setja verðmæti í tösku sína sé það alfarið á hans ábyrgð. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að umrædd verðmæti hafi verið í töskunni til þess að byrja með. Þessu mótmælti farþeginn og sagði að hann hefði útvegað flugfélaginu „staðgóða sönnun“ fyrir kröfu sinni og að Icelandair hafi ekki komið fram með sönnunargögn sem véfengi það sem farþeginn hafi haldið fram í málinu. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir hins vegar að stofnunin hafi ekki forsendur til þess að meta hvað hafi raunverulega verið í töskunni. Því geti Samgöngustofa ekki tekið afstöðu til sönnunnar um innihald töskunnar og þeirrar upphæðar sem tjón farþegans hafi numið. Það væri hlutverk dómstóla að skera úr um slíka sönnun og var bótakröfu farþegans því hafnað.Úrskurð Samgöngustofu má lesa hér. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira
Icelandair þarf ekki að greiða farþega flugfélagsins bætur vegna tískuvarnings sem stolið var úr farangri farþegans á leið frá New York til Berlínar með millilendingu í Keflavík. Farþeginn kvartaði til Samgöngustofu sem úrskurðaði Icelandair í vil. RÚV greindi fyrst frá. Við komuna til Berlín fylgdi taska farþegans ekki með og kvartaði farþeginn til Samgöngustofu vegna málsins þann 5. júlí síðastliðinn. Taskan skilaði sér til eigandans degi síðar og taldi Icelandair því að málinu væri lokið. Farþeginn kvartaði hins vegar aftur til Samgöngustofu þann 26. júlí þar sem fram kom að öll verðmæti hafi vantað í töskuna þegar farþeginn fékk hana aftur í hendurnar. Í töskunni var dýr tískuvarningur en meðal þess sem hafði horfið var Hermes-armbönd, skór frá Jimmy Choo, Gucci-sólgleraugu, Fendi-jakki og Versace-snyrtiveski en samtals taldi farþeginn að virði þess sem hafi horfið hafi verið 8.646 dollarar eða um ein milljón króna á gengi dagsins í dag. Vildi farþeginn að Icelandair greiddi skaðabætur vegna verðmætanna sem hurfu. Icelandair hafnaði hins vegar bótaskyldu og vísaði til skilmála sem í gildi væru hjá flugfélaginum að ef farþegi kjósi að setja verðmæti í tösku sína sé það alfarið á hans ábyrgð. Þá hafi ekki verið sýnt fram á að umrædd verðmæti hafi verið í töskunni til þess að byrja með. Þessu mótmælti farþeginn og sagði að hann hefði útvegað flugfélaginu „staðgóða sönnun“ fyrir kröfu sinni og að Icelandair hafi ekki komið fram með sönnunargögn sem véfengi það sem farþeginn hafi haldið fram í málinu. Í niðurstöðu Samgöngustofu segir hins vegar að stofnunin hafi ekki forsendur til þess að meta hvað hafi raunverulega verið í töskunni. Því geti Samgöngustofa ekki tekið afstöðu til sönnunnar um innihald töskunnar og þeirrar upphæðar sem tjón farþegans hafi numið. Það væri hlutverk dómstóla að skera úr um slíka sönnun og var bótakröfu farþegans því hafnað.Úrskurð Samgöngustofu má lesa hér.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Sjá meira