Norræn samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 31. október 2018 08:00 Norðurlöndin eru okkur Íslendingum mjög verðmæt. Menning okkar og tungumál eru svipuð og auðveldara er að sækja sér nám og vinnu á Norðurlöndunum samanborið við önnur svæði. Samanlagt eru þau okkar stærsta einstaka „viðskiptaland“ sé litið til vöru og þjónustu. Að því þarf að hlúa. Norrænt samstarf skiptir okkur meira máli nú en nokkurn tíma fyrr, ekki síst þegar svo mikill órói er á alþjóðavettvangi. Þá þéttum við Norðurlöndin samstarf okkar inn á við og gerum okkar besta til að hafa góð áhrif út í heim. Sama má segja um samtal er varðar löggjafarstarfsemi á vettvangi Evrópusambandsins. Norðurlöndin geta þannig vakið athygli á sérstöðu sinni á hvaða vettvangi sem er. Til að mynda er varðar matvælaframleiðslu og öryggi matvæla. Í mínum huga stendur Ísland öðrum þjóðum framar hvað varðar framleiðslu á heilnæmum matvælum, sjávar- og landbúnaðarafurðum. Með heilnæmum matvælum er átt við hreinar afurðir í landi þar sem lyfjanotkun er með því allra minnsta sem þekkist í heiminum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að matvæli eigi að flæða frjálst á milli landa á EES-svæðinu eins og hverjar aðrar vörur. Ekki í þeim tilfellum þegar verja þarf lýðheilsu gegn matvælum sem geta haft skaðleg áhrif á lífríkið hér á landi, en ekki á meginlandi Evrópu. Ísland býr við þá sérstöðu, umfram önnur lönd, að auðveldara er að verjast sjúkdómum, forðast sýklalyfjaónæmi og draga úr útbreiðslu slíkra baktería vegna þess að við erum eyja með hreina búfjárstofna. Slíkt er eftirsóknarvert.Sjálfbærni Norðurlandaráð er dæmi um vettvang sem getur sett mál á dagskrá sem varða okkar hagsmuni. Ísland tekur við formennsku í norrænu ráðherranefndinni á næsta ári og var áætlunin kynnt í gær á Norðurlandaráðsþinginu sem nú fer fram í Ósló. Við erum einfaldlega komin á þann stað að allt sem við gerum þarf að þjóna því markmiði að tryggja sjálfbærni og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þar með talið sjálfbærni matvæla. Margt smátt gerir eitt stórt, og formennskuverkefnin eru hluti af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Norðurlöndin eru okkur Íslendingum mjög verðmæt. Menning okkar og tungumál eru svipuð og auðveldara er að sækja sér nám og vinnu á Norðurlöndunum samanborið við önnur svæði. Samanlagt eru þau okkar stærsta einstaka „viðskiptaland“ sé litið til vöru og þjónustu. Að því þarf að hlúa. Norrænt samstarf skiptir okkur meira máli nú en nokkurn tíma fyrr, ekki síst þegar svo mikill órói er á alþjóðavettvangi. Þá þéttum við Norðurlöndin samstarf okkar inn á við og gerum okkar besta til að hafa góð áhrif út í heim. Sama má segja um samtal er varðar löggjafarstarfsemi á vettvangi Evrópusambandsins. Norðurlöndin geta þannig vakið athygli á sérstöðu sinni á hvaða vettvangi sem er. Til að mynda er varðar matvælaframleiðslu og öryggi matvæla. Í mínum huga stendur Ísland öðrum þjóðum framar hvað varðar framleiðslu á heilnæmum matvælum, sjávar- og landbúnaðarafurðum. Með heilnæmum matvælum er átt við hreinar afurðir í landi þar sem lyfjanotkun er með því allra minnsta sem þekkist í heiminum. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að matvæli eigi að flæða frjálst á milli landa á EES-svæðinu eins og hverjar aðrar vörur. Ekki í þeim tilfellum þegar verja þarf lýðheilsu gegn matvælum sem geta haft skaðleg áhrif á lífríkið hér á landi, en ekki á meginlandi Evrópu. Ísland býr við þá sérstöðu, umfram önnur lönd, að auðveldara er að verjast sjúkdómum, forðast sýklalyfjaónæmi og draga úr útbreiðslu slíkra baktería vegna þess að við erum eyja með hreina búfjárstofna. Slíkt er eftirsóknarvert.Sjálfbærni Norðurlandaráð er dæmi um vettvang sem getur sett mál á dagskrá sem varða okkar hagsmuni. Ísland tekur við formennsku í norrænu ráðherranefndinni á næsta ári og var áætlunin kynnt í gær á Norðurlandaráðsþinginu sem nú fer fram í Ósló. Við erum einfaldlega komin á þann stað að allt sem við gerum þarf að þjóna því markmiði að tryggja sjálfbærni og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þar með talið sjálfbærni matvæla. Margt smátt gerir eitt stórt, og formennskuverkefnin eru hluti af því.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar