Stíflugarðar á við 10 og 12 hæða blokkir Rósbjörg Jónsdóttir skrifar 24. október 2018 08:00 Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, vakti athygli á því í grein á visir.is á dögunum að Náttúrufræðistofnun Íslands hefði lagt til friðlýsingu stórra svæða á norðanverðum Vestfjörðum í nágrenni við Drangajökul. Þetta er góð ábending sem ber að þakka Birnu fyrir. Mikilvægt er að sem flestir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi ef áform um Hvalárvirkjun á þessu svæði ná fram að ganga. Samkvæmt mati Skipulagsstofnunar verða áhrif Hvalárvirkjunar á landslag og víðerni verulega neikvæð. Framkvæmdirnar eiga að ná til eyðibyggða og hluta af víðáttumiklum óbyggðum fyrir vestan. Gert er ráð fyrir að reisa fimm stíflur, mynda fjögur lón, grafa skurði og göng, reisa stöðvarhús og leggja vegi. Þessu fylgir svo stórfelld efnistaka og flutningur á jarðvegi. Þetta eru sem sagt gríðarlegar framkvæmdir. Meðal annars á að reisa stíflugarða sem verða á hæð við tíu og tólf hæða blokkir á heiði þar sem náttúran ræður nú ein ríkjum. Þannig yrði stór hluti Eyvindsfjarðarheiðar að risastóru uppistöðulóni sem myndi drekkja fjölmörgum stöðuvötnum og þurrka upp tugi fossa, þar á meðal Drynjanda sem er eitt stórbrotnasta vatnsfall Íslands. Eðlilega var mat Skipulagsstofnunar á þessum framkvæmdum neikvætt. Það þarf mikla forherðingu til þess að ganga fram gagnvart náttúrunni með þessum hætti. Birna lýsir í grein sinni áhyggjum yfir leikreglum lýðræðisins og nefnir rammaáætlun í því samhengi. Annaðhvort er Birna viljandi að reyna að afvegaleiða umræðuna eða veit ekki betur því þær leikreglur sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Fyrir Birnu (og aðra sem eru ekki með þetta á hreinu) er rétt að rifja enn og aftur upp að þó landsvæði sé í nýtingarflokki rammaáætlunar þýðir það ekki að þar með sé komið framkvæmdaleyfi. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Það er hins vegar hárrétt hjá Birnu að mikilvægt er að fylgja leikreglum lýðræðisins. Um það snýst einmitt barátta Landverndar, að lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd verði fylgt á öllum stigum og náttúrunnar gætt fyrir komandi kynslóðir. Í því samhengi má meðal annars hafa í huga að stöðuvötn og tjarnir í ákveðinni stærð ásamt fossum og nánasta umhverfi þeirra njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. grein náttúruverndarlaga. Áform um Hvalárvirkjun fara í bága við þau lög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks, vakti athygli á því í grein á visir.is á dögunum að Náttúrufræðistofnun Íslands hefði lagt til friðlýsingu stórra svæða á norðanverðum Vestfjörðum í nágrenni við Drangajökul. Þetta er góð ábending sem ber að þakka Birnu fyrir. Mikilvægt er að sem flestir geri sér grein fyrir því hvað er í húfi ef áform um Hvalárvirkjun á þessu svæði ná fram að ganga. Samkvæmt mati Skipulagsstofnunar verða áhrif Hvalárvirkjunar á landslag og víðerni verulega neikvæð. Framkvæmdirnar eiga að ná til eyðibyggða og hluta af víðáttumiklum óbyggðum fyrir vestan. Gert er ráð fyrir að reisa fimm stíflur, mynda fjögur lón, grafa skurði og göng, reisa stöðvarhús og leggja vegi. Þessu fylgir svo stórfelld efnistaka og flutningur á jarðvegi. Þetta eru sem sagt gríðarlegar framkvæmdir. Meðal annars á að reisa stíflugarða sem verða á hæð við tíu og tólf hæða blokkir á heiði þar sem náttúran ræður nú ein ríkjum. Þannig yrði stór hluti Eyvindsfjarðarheiðar að risastóru uppistöðulóni sem myndi drekkja fjölmörgum stöðuvötnum og þurrka upp tugi fossa, þar á meðal Drynjanda sem er eitt stórbrotnasta vatnsfall Íslands. Eðlilega var mat Skipulagsstofnunar á þessum framkvæmdum neikvætt. Það þarf mikla forherðingu til þess að ganga fram gagnvart náttúrunni með þessum hætti. Birna lýsir í grein sinni áhyggjum yfir leikreglum lýðræðisins og nefnir rammaáætlun í því samhengi. Annaðhvort er Birna viljandi að reyna að afvegaleiða umræðuna eða veit ekki betur því þær leikreglur sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Fyrir Birnu (og aðra sem eru ekki með þetta á hreinu) er rétt að rifja enn og aftur upp að þó landsvæði sé í nýtingarflokki rammaáætlunar þýðir það ekki að þar með sé komið framkvæmdaleyfi. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Það er hins vegar hárrétt hjá Birnu að mikilvægt er að fylgja leikreglum lýðræðisins. Um það snýst einmitt barátta Landverndar, að lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd verði fylgt á öllum stigum og náttúrunnar gætt fyrir komandi kynslóðir. Í því samhengi má meðal annars hafa í huga að stöðuvötn og tjarnir í ákveðinni stærð ásamt fossum og nánasta umhverfi þeirra njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. grein náttúruverndarlaga. Áform um Hvalárvirkjun fara í bága við þau lög.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar