Trump kennir fjölmiðlum um reiði í skugga bréfsprengna Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 12:39 Í fyrstu virtist Trump forseti ætla að milda tón sinn í garð fjölmiðla eftir að bréfsprengjur voru sendar andstæðingum hans. Hann var hins vegar fljótt kominn við sama heygarðshornið aftur. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram að reyna að kenna fjölmiðlum um að hafa skapað reiði í samfélaginu í tengslum við bréfsprengjur sem hafa verið sendar pólitískum andstæðingum hans síðustu daga. Fjölmiðlafyrirtæki er á meðal þeirra sem fékk senda sprengju frá óþekktum sendanda. Aukin athygli hefur færst á hatramma orðræðu Trump í garð fjölmiðla og mótherja sinna í stjórnmálum í kjölfar þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna stöðvaði bréfsprengjur sem stílaðar voru á Barack Obama, fyrrverandi forseta, Clinton-hjónin og fleira áberandi demókrata. Hefur Trump verið sakaður um að hafa kynt undir ofsa í samfélaginu með fúkyrðum og samsæriskenningum um andstæðinga sína. Í morgun bárust fréttir af því að veitingastað leikarans Roberts de Niro, sem hefur verið gagnrýninn á Trump, hafi borist möguleg sprengja og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta sem hefur verið orðaður við forsetaframboð 2020, sömuleiðis. Mögulegar sprengjur eru því alls níu fram að þessu. Ætlaðir viðtakendur þeirra eiga það sameiginlegt að hafa verið gagnrýnir á Trump og forsetinn hefur ráðist að þeim í ræðu og riti. Trump virtist reyna að lýsa áhyggjum af sprengjusendingunum í gær og sagði að slíkt ætti ekki heima í bandarísku samfélagi. Á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi tók forsetinn hins vegar aftur upp gagnrýni sína á fjölmiðla. Sagði hann þá ábyrga fyrir að slá kurteisislegan tón í opinbera umræðu og stöðva „endalausan fjandskap“ með „stöðugri neikvæði“ og „fölskum fréttum“. Forsetinn hjó í sama knérunn á Twitter í morgun þar sem hann leitaðist enn við að koma ábyrgðinni á núverandi aðstæðum í bandarísku samfélagi yfir á fjölmiðla. „Mjög stór hluti af [r]eiðinni sem við sjáum í dag í samfélaginu er af völdum viljandi falsks og ónákvæms fréttaflutnings meginstraumsfjölmiðla sem ég vísa til sem falsfrétta. Þetta er orðið svo slæmt og hatursfullt að það er ólýsanlegt. Meginstraumsfjölmiðlar verða að taka sig saman í andlitinu, HRATT!“ tísti forsetinn.A very big part of the Anger we see today in our society is caused by the purposely false and inaccurate reporting of the Mainstream Media that I refer to as Fake News. It has gotten so bad and hateful that it is beyond description. Mainstream Media must clean up its act, FAST!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2018 Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir hræsni og þykir ýmsum holur hljómur í orðum forsetans, bæði þegar hann fordæmir árásir á pólitíska andstæðinga og segir fjölmiðla ábyrga fyrir því umræður fari fram á kurteisislegum nótum. Aðeins vika er liðin frá því að Trump kallaði fyrrverandi klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann „hestsfés“ á Twitter. Þá hefur hann ítrekað kallað fjölmiðla „þjóðníðinga“ og sakað pólitíska andstæðinga sína um að vera „heimska“, „lygara“, „mjög óheiðarlegt fólk“ og margt fleira miður fagurt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Grunur um að bréfsprengja hafi verið send Soros Soros var ekki heima þegar honum barst bréf sem talið er að hafi verið bréfsprengja. Sprengjusveit lögreglu í New York eyddi bréfinu. 23. október 2018 10:34 Möguleg sprengja send á veitingastað Roberts de Niro Leikarinn hefur verið áberandi gagnrýnandi Donalds Trump forseta eins og þeir demókratar sem hafa fengið sendar sprengjur síðustu daga. 25. október 2018 10:59 Bréfsprengjur bárust Obama og Clinton Pakkarnir eru sagðir svipa til pakkans sem barst til milljarðamæringsins George Soros í New York fyrr í vikunni. 24. október 2018 13:49 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt áfram að reyna að kenna fjölmiðlum um að hafa skapað reiði í samfélaginu í tengslum við bréfsprengjur sem hafa verið sendar pólitískum andstæðingum hans síðustu daga. Fjölmiðlafyrirtæki er á meðal þeirra sem fékk senda sprengju frá óþekktum sendanda. Aukin athygli hefur færst á hatramma orðræðu Trump í garð fjölmiðla og mótherja sinna í stjórnmálum í kjölfar þess að leyniþjónusta Bandaríkjanna stöðvaði bréfsprengjur sem stílaðar voru á Barack Obama, fyrrverandi forseta, Clinton-hjónin og fleira áberandi demókrata. Hefur Trump verið sakaður um að hafa kynt undir ofsa í samfélaginu með fúkyrðum og samsæriskenningum um andstæðinga sína. Í morgun bárust fréttir af því að veitingastað leikarans Roberts de Niro, sem hefur verið gagnrýninn á Trump, hafi borist möguleg sprengja og Joe Biden, fyrrverandi varaforseta sem hefur verið orðaður við forsetaframboð 2020, sömuleiðis. Mögulegar sprengjur eru því alls níu fram að þessu. Ætlaðir viðtakendur þeirra eiga það sameiginlegt að hafa verið gagnrýnir á Trump og forsetinn hefur ráðist að þeim í ræðu og riti. Trump virtist reyna að lýsa áhyggjum af sprengjusendingunum í gær og sagði að slíkt ætti ekki heima í bandarísku samfélagi. Á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í gærkvöldi tók forsetinn hins vegar aftur upp gagnrýni sína á fjölmiðla. Sagði hann þá ábyrga fyrir að slá kurteisislegan tón í opinbera umræðu og stöðva „endalausan fjandskap“ með „stöðugri neikvæði“ og „fölskum fréttum“. Forsetinn hjó í sama knérunn á Twitter í morgun þar sem hann leitaðist enn við að koma ábyrgðinni á núverandi aðstæðum í bandarísku samfélagi yfir á fjölmiðla. „Mjög stór hluti af [r]eiðinni sem við sjáum í dag í samfélaginu er af völdum viljandi falsks og ónákvæms fréttaflutnings meginstraumsfjölmiðla sem ég vísa til sem falsfrétta. Þetta er orðið svo slæmt og hatursfullt að það er ólýsanlegt. Meginstraumsfjölmiðlar verða að taka sig saman í andlitinu, HRATT!“ tísti forsetinn.A very big part of the Anger we see today in our society is caused by the purposely false and inaccurate reporting of the Mainstream Media that I refer to as Fake News. It has gotten so bad and hateful that it is beyond description. Mainstream Media must clean up its act, FAST!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 25, 2018 Hann hefur þó verið gagnrýndur fyrir hræsni og þykir ýmsum holur hljómur í orðum forsetans, bæði þegar hann fordæmir árásir á pólitíska andstæðinga og segir fjölmiðla ábyrga fyrir því umræður fari fram á kurteisislegum nótum. Aðeins vika er liðin frá því að Trump kallaði fyrrverandi klámmyndaleikkonu sem segist hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann „hestsfés“ á Twitter. Þá hefur hann ítrekað kallað fjölmiðla „þjóðníðinga“ og sakað pólitíska andstæðinga sína um að vera „heimska“, „lygara“, „mjög óheiðarlegt fólk“ og margt fleira miður fagurt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00 Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58 Grunur um að bréfsprengja hafi verið send Soros Soros var ekki heima þegar honum barst bréf sem talið er að hafi verið bréfsprengja. Sprengjusveit lögreglu í New York eyddi bréfinu. 23. október 2018 10:34 Möguleg sprengja send á veitingastað Roberts de Niro Leikarinn hefur verið áberandi gagnrýnandi Donalds Trump forseta eins og þeir demókratar sem hafa fengið sendar sprengjur síðustu daga. 25. október 2018 10:59 Bréfsprengjur bárust Obama og Clinton Pakkarnir eru sagðir svipa til pakkans sem barst til milljarðamæringsins George Soros í New York fyrr í vikunni. 24. október 2018 13:49 Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Fleiri fréttir Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Sjá meira
Margir andstæðingar forsetans fengu sprengjur í pósti Fjöldi sprengja og grunsamlegra pakkninga hafa fundist í Bandaríkjunum í dag. 24. október 2018 18:00
Trump sagði fjölmiðla þurfa að láta af „fjandskapnum“ þegar hann ræddi bréfasprengjurnar Donald Trump Bandaríkjaforseti beindi því til fjölmiðla í gær að þeir láti af fjandskap sínum og neikvæðni. Þá kallaði hann eftir því að stjórnmálamenn hætti að níða skóinn hver af öðrum. 25. október 2018 10:58
Grunur um að bréfsprengja hafi verið send Soros Soros var ekki heima þegar honum barst bréf sem talið er að hafi verið bréfsprengja. Sprengjusveit lögreglu í New York eyddi bréfinu. 23. október 2018 10:34
Möguleg sprengja send á veitingastað Roberts de Niro Leikarinn hefur verið áberandi gagnrýnandi Donalds Trump forseta eins og þeir demókratar sem hafa fengið sendar sprengjur síðustu daga. 25. október 2018 10:59
Bréfsprengjur bárust Obama og Clinton Pakkarnir eru sagðir svipa til pakkans sem barst til milljarðamæringsins George Soros í New York fyrr í vikunni. 24. október 2018 13:49
Voveiflegir atburðir í Bandaríkjunum Bréfsprengjur hafa í vikunni verið sendar á áhrifamenn innan bandaríska vinstrisins og á fréttastofu CNN. Trump forseti ítrekað gagnrýnt skotmörkin. Forsetinn fordæmdi árásina harðlega og sagði hana svívirðilega. 25. október 2018 08:00