Segja eigandann hafa verið um borð í þyrlunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2018 08:08 Frá vettvangi slyssins í gær. Vísir/Getty Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi knattspyrnufélagsins Leicester City, var um borð í þyrlunni sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power Stadium, í gærkvöldi. Þetta hefur breska fréttastofan BBC eftir aðstandanda fjölskyldu Srivaddhanaprabha. Ekki er vitað hversu margir voru um borð í þyrlunni er hún brotlenti á níunda tímanum í gærkvöldi eftir leik Leicester og West Ham United. Samkvæmt fréttum erlendra miðla er óttast að nokkrir hafi látist í slysinu. Mikill eldur blossaði upp þegar þyrlan skall til jarðar og var fjöldi viðbragðsaðila ræstur út í kjölfar slyssins.English Premier League club Leicester dealing with “major incident” after helicopter crashes outside stadium following matchhttps://t.co/QZy8NJ2YdP pic.twitter.com/zafWEHxuH7— AP Sports (@AP_Sports) October 27, 2018 Fjölmargir innan knattspyrnuheimsins hafa sent leikmönnum Leicester, stjórnendum og aðdáendum liðsins samúðarkveðjur. Það sem af er morgni hefur fólk streymt að leikvanginum í Leicester og vottað virðingu sína.People continue to arrive in numbers to offer their support - pic.twitter.com/yJnDlkjas0— BBC Leicester Sport (@BBCRLSport) October 28, 2018 Sjónarvottar segjast hafa séð Kasper Schmeichel, markmann félagsins, hlaupa í átt að þyrlunni þegar slysið varð. Srivaddhanaprabha ferðast með þyrlu til og frá leikjum Leicester. Hann hefur það fyrir sið að fara upp í þyrluna á miðjum leikvanginum eftir þá leiki sem Leicester spilar á heimavelli. Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og gerðist í kjölfarið stjórnarformaður félagsins.Srivaddhanaprabha gengur hér að þyrlu sinni á leikvanginum árið 2016.Getty/Catherine Ivill Asía Bretland Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi knattspyrnufélagsins Leicester City, var um borð í þyrlunni sem brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power Stadium, í gærkvöldi. Þetta hefur breska fréttastofan BBC eftir aðstandanda fjölskyldu Srivaddhanaprabha. Ekki er vitað hversu margir voru um borð í þyrlunni er hún brotlenti á níunda tímanum í gærkvöldi eftir leik Leicester og West Ham United. Samkvæmt fréttum erlendra miðla er óttast að nokkrir hafi látist í slysinu. Mikill eldur blossaði upp þegar þyrlan skall til jarðar og var fjöldi viðbragðsaðila ræstur út í kjölfar slyssins.English Premier League club Leicester dealing with “major incident” after helicopter crashes outside stadium following matchhttps://t.co/QZy8NJ2YdP pic.twitter.com/zafWEHxuH7— AP Sports (@AP_Sports) October 27, 2018 Fjölmargir innan knattspyrnuheimsins hafa sent leikmönnum Leicester, stjórnendum og aðdáendum liðsins samúðarkveðjur. Það sem af er morgni hefur fólk streymt að leikvanginum í Leicester og vottað virðingu sína.People continue to arrive in numbers to offer their support - pic.twitter.com/yJnDlkjas0— BBC Leicester Sport (@BBCRLSport) October 28, 2018 Sjónarvottar segjast hafa séð Kasper Schmeichel, markmann félagsins, hlaupa í átt að þyrlunni þegar slysið varð. Srivaddhanaprabha ferðast með þyrlu til og frá leikjum Leicester. Hann hefur það fyrir sið að fara upp í þyrluna á miðjum leikvanginum eftir þá leiki sem Leicester spilar á heimavelli. Srivaddhanaprabha keypti Leicester árið 2010 og gerðist í kjölfarið stjórnarformaður félagsins.Srivaddhanaprabha gengur hér að þyrlu sinni á leikvanginum árið 2016.Getty/Catherine Ivill
Asía Bretland Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Þyrla eiganda Leicester brotlenti fyrir utan leikvang liðsins Þyrla eiganda Leicester, Vichai Srivaddhanaprabha, brotlenti fyrir utan leikvang liðsins, King Power, eftir leik Leicester gegn West Ham í kvöld. 27. október 2018 20:14