Vonda skoðunin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. október 2018 07:15 Við lifum í samfélagi þar sem fólk er stöðugt að tjá sig, ekki einungis á mannamótum heldur einnig á samfélagsmiðlum. Sumir hafa óneitanlega meiri þörf fyrir að viðra skoðanir sínar en aðrir og leita uppi miðla þar sem mögulegt er að rödd þeirra fái að heyrast. Þeir finna sér sinn stað og koma sér þar þægilega fyrir og útvarpa hæstánægðir skoðunum sínum, oft meira af kappi en forsjá. Á dögunum viðraði lektor, karlmaður, skoðanir sínar á konum í svokölluðu Karlmennskuspjalli á Facebook. Í anda þess sem hann hefur sjálfsagt talið sanna karlmennsku andvarpaði hann þar yfir því að konur væru alltaf að reyna að troða sér þar sem karlmenn vinna og eyðilegðu vinnustaðinn. Af skrifum hans mátti jafnvel skilja að það væri mikið mein að konur hefðu ekki nægilegan smekk fyrir klámbröndurum, allavega sýndu þær ekki mikið umburðarlyndi væri slíkur brandari sagður. Um þetta er það að segja að vitanlega væri þessum karlmanni fyrir bestu að vera víðsýnni en hann er. Eins og hann talar sýnist hann vera holdgervingur úreltra karlrembuviðhorfa. Það er hans ógæfa, en hann er örugglega ekki einn á báti. Karlrembur finnast víða og blaðra oft ansi mikla vitleysu. Það gera líka svo miklu fleiri og má þar til dæmis nefna öfgafyllstu femínista sem tala of oft eins og þeim sé gjörsamlega um megn að þola tilvist karla. Ekki mikil víðsýni þar á ferð. Já, það verður ekki horft fram hjá því að furðulegar skoðanir eru víða á kreiki. Blessunarlega er skoðana- og tjáningarfrelsi á Íslandi og það ber að virða. Slíkt frelsi er ætlað öllum en sívaxandi hneigð er til þess að þrengja það svo mjög að það er nánast eins og það sé einungis ætlað þeim sem hafa „réttar“ skoðanir. Skoðana- og tjáningarfrelsi hinna skal ekki virða, þar sem þeir tala heimskulega og sýna sig í því að vera illa upplýstir. Fyrir það skal refsað. Reyndar er ómögulegt að þefa uppi alla þá sem þykja hafa óæskilegar eða vitleysislegar skoðanir, en einhverjum er þó alltaf hægt að ná. Karlmaðurinn, sem hér er vitnað í, var einmitt klófestur af vinnuveitanda sínum og sagt upp vinnu við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hafði lengi starfað sem lektor. Skoðanir hans, sem hann reifaði utan skólastofunnar, enduróma ekki viðteknar skoðanir þar innan dyra. Í þessum háskóla er akademíska frelsið greinilega talsverðum takmörkunum háð. Ef við teljum skoðana- og tjáningarfrelsi vera raunverulega mikilvægt þá sláum við skjaldborg um það en sveigjum það ekki eftir ríkjandi straumum og stefnum hverju sinni. Þetta frelsi er lítils virði ef það á einungis við þá sem eru okkur sammála en alls ekki hina sem við erum hjartanlega ósammála og teljum vera á algjörum villigötum í skoðunum sínum. Ef við ætlum ótrauð að ganga þá braut að reka fólk úr vinnu vegna þess að okkur líkar ekki skoðanir þess þá erum við um leið orðin verstu óvinir tjáningarfrelsisins. Samfélag sem virðir ekki rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar er mannfjandsamlegt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Guðbjörg verður áfram gul skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Við lifum í samfélagi þar sem fólk er stöðugt að tjá sig, ekki einungis á mannamótum heldur einnig á samfélagsmiðlum. Sumir hafa óneitanlega meiri þörf fyrir að viðra skoðanir sínar en aðrir og leita uppi miðla þar sem mögulegt er að rödd þeirra fái að heyrast. Þeir finna sér sinn stað og koma sér þar þægilega fyrir og útvarpa hæstánægðir skoðunum sínum, oft meira af kappi en forsjá. Á dögunum viðraði lektor, karlmaður, skoðanir sínar á konum í svokölluðu Karlmennskuspjalli á Facebook. Í anda þess sem hann hefur sjálfsagt talið sanna karlmennsku andvarpaði hann þar yfir því að konur væru alltaf að reyna að troða sér þar sem karlmenn vinna og eyðilegðu vinnustaðinn. Af skrifum hans mátti jafnvel skilja að það væri mikið mein að konur hefðu ekki nægilegan smekk fyrir klámbröndurum, allavega sýndu þær ekki mikið umburðarlyndi væri slíkur brandari sagður. Um þetta er það að segja að vitanlega væri þessum karlmanni fyrir bestu að vera víðsýnni en hann er. Eins og hann talar sýnist hann vera holdgervingur úreltra karlrembuviðhorfa. Það er hans ógæfa, en hann er örugglega ekki einn á báti. Karlrembur finnast víða og blaðra oft ansi mikla vitleysu. Það gera líka svo miklu fleiri og má þar til dæmis nefna öfgafyllstu femínista sem tala of oft eins og þeim sé gjörsamlega um megn að þola tilvist karla. Ekki mikil víðsýni þar á ferð. Já, það verður ekki horft fram hjá því að furðulegar skoðanir eru víða á kreiki. Blessunarlega er skoðana- og tjáningarfrelsi á Íslandi og það ber að virða. Slíkt frelsi er ætlað öllum en sívaxandi hneigð er til þess að þrengja það svo mjög að það er nánast eins og það sé einungis ætlað þeim sem hafa „réttar“ skoðanir. Skoðana- og tjáningarfrelsi hinna skal ekki virða, þar sem þeir tala heimskulega og sýna sig í því að vera illa upplýstir. Fyrir það skal refsað. Reyndar er ómögulegt að þefa uppi alla þá sem þykja hafa óæskilegar eða vitleysislegar skoðanir, en einhverjum er þó alltaf hægt að ná. Karlmaðurinn, sem hér er vitnað í, var einmitt klófestur af vinnuveitanda sínum og sagt upp vinnu við Háskólann í Reykjavík þar sem hann hafði lengi starfað sem lektor. Skoðanir hans, sem hann reifaði utan skólastofunnar, enduróma ekki viðteknar skoðanir þar innan dyra. Í þessum háskóla er akademíska frelsið greinilega talsverðum takmörkunum háð. Ef við teljum skoðana- og tjáningarfrelsi vera raunverulega mikilvægt þá sláum við skjaldborg um það en sveigjum það ekki eftir ríkjandi straumum og stefnum hverju sinni. Þetta frelsi er lítils virði ef það á einungis við þá sem eru okkur sammála en alls ekki hina sem við erum hjartanlega ósammála og teljum vera á algjörum villigötum í skoðunum sínum. Ef við ætlum ótrauð að ganga þá braut að reka fólk úr vinnu vegna þess að okkur líkar ekki skoðanir þess þá erum við um leið orðin verstu óvinir tjáningarfrelsisins. Samfélag sem virðir ekki rétt einstaklingsins til að tjá skoðanir sínar er mannfjandsamlegt samfélag.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun