Nauðsynleg styrking innviða Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. október 2018 07:30 Fjárlög ársins 2019 endurspegla þær áherslur sem lagðar eru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2019 hækka framlög til heilbrigðismála umtalsvert en hækkunin nemur samtals 12,6 milljörðum króna, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. Innviðir allra helstu þátta heilbrigðiskerfisins verða styrktir verulega. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga er forgangsmál í mínum huga og unnið er að því að lækka hana. Við innleiðingu nýs greiðsluþátttökukerfis heilbrigðisþjónustu árið 2016 var bætt 1,5 milljarði króna inn í kerfið á ársgrundvelli til að lækka kostnað sjúklinga. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019 verður bætt við tæpum 400 milljónum króna til viðbótar í þessu skyni. Auk þess bætast við 500 milljónir króna vegna nýs rammasamnings um tannlækningar aldraðra og öryrkja. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga stuðlar að auknum jöfnuði og tryggir að enginn sé tilneyddur til þess að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Ég hef einnig lagt áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustunnar og fjárlögin endurspegla það. Geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu innan heilsugæslunnar verður efld sérstaklega, með 650 milljóna króna framlagi til að fjölga geðheilsuteymum og fjölga stöðugildum sálfræðinga sem starfa á heilsugæslum. Þessi styrking geðheilbrigðisþjónustunnar innan heilsugæslunnar er nauðsynleg og tímabær. Uppbygging Landspítalans við Hringbraut er stærsta og flóknasta byggingaframkvæmd næstu ára. Gert er ráð fyrir auknum framlögum til þeirra framkvæmda sem nema tæpum 4,5 milljörðum króna. Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna sjúkrahússins hefjast nú í haust en skóflustunga verður tekin að meðferðarkjarnanum næstkomandi laugardag, 13. október. Fullnaðarhönnun rannsóknahúss hefst á næsta ári. Þá verður nýtt sjúkrahótel tekið í notkun en árlegur rekstrarkostnaður þess er áætlaður rúmar 400 m.kr. Mönnun á Landspítala verður einnig styrkt, m.a. viðvera sérfræðilækna sem mun bæta þjónustu við sjúklinga. Til þessa verkefnis renna 250 milljónir króna. Enn fremur verður veitt 200 milljóna króna viðbótarframlag til að efla göngudeildarþjónustu sjúkrahússins. Samkvæmt fjárlögum ársins 2019 verða mörg önnur mikilvæg verkefni styrkt. Sem dæmi má nefna að 200 milljónir króna verða veittar til sjúkraflutninga, 100 milljónir til að efla heimahjúkrun og 100 milljónir til fjölgunar dagdvalarrýma. Auk þess má nefna 50 milljónir króna sem renna til þess að koma á fót neyslurými fyrir langt leidda fíkla, framlög til framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma verða aukin um 440 milljónir króna og framlög til innleiðingar nýrra S-merktra lyfja verða aukin um 200 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Aukin fjárframlög til ofangreindra verkefna eru til þess fallin að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Sú styrking er nauðsynleg svo íslenska heilbrigðiskerfið standist samanburð við það sem best gerist í heiminum og allir landsmenn fái notið góðrar þjónustu, óháð efnahag og búsetu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Fjárlög ársins 2019 endurspegla þær áherslur sem lagðar eru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu heilbrigðiskerfisins og uppbyggingu innviða. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2019 hækka framlög til heilbrigðismála umtalsvert en hækkunin nemur samtals 12,6 milljörðum króna, að frátöldum launa- og verðlagshækkunum. Innviðir allra helstu þátta heilbrigðiskerfisins verða styrktir verulega. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga er forgangsmál í mínum huga og unnið er að því að lækka hana. Við innleiðingu nýs greiðsluþátttökukerfis heilbrigðisþjónustu árið 2016 var bætt 1,5 milljarði króna inn í kerfið á ársgrundvelli til að lækka kostnað sjúklinga. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2019 verður bætt við tæpum 400 milljónum króna til viðbótar í þessu skyni. Auk þess bætast við 500 milljónir króna vegna nýs rammasamnings um tannlækningar aldraðra og öryrkja. Lækkun greiðsluþátttöku sjúklinga stuðlar að auknum jöfnuði og tryggir að enginn sé tilneyddur til þess að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Ég hef einnig lagt áherslu á eflingu geðheilbrigðisþjónustunnar og fjárlögin endurspegla það. Geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu innan heilsugæslunnar verður efld sérstaklega, með 650 milljóna króna framlagi til að fjölga geðheilsuteymum og fjölga stöðugildum sálfræðinga sem starfa á heilsugæslum. Þessi styrking geðheilbrigðisþjónustunnar innan heilsugæslunnar er nauðsynleg og tímabær. Uppbygging Landspítalans við Hringbraut er stærsta og flóknasta byggingaframkvæmd næstu ára. Gert er ráð fyrir auknum framlögum til þeirra framkvæmda sem nema tæpum 4,5 milljörðum króna. Framkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna sjúkrahússins hefjast nú í haust en skóflustunga verður tekin að meðferðarkjarnanum næstkomandi laugardag, 13. október. Fullnaðarhönnun rannsóknahúss hefst á næsta ári. Þá verður nýtt sjúkrahótel tekið í notkun en árlegur rekstrarkostnaður þess er áætlaður rúmar 400 m.kr. Mönnun á Landspítala verður einnig styrkt, m.a. viðvera sérfræðilækna sem mun bæta þjónustu við sjúklinga. Til þessa verkefnis renna 250 milljónir króna. Enn fremur verður veitt 200 milljóna króna viðbótarframlag til að efla göngudeildarþjónustu sjúkrahússins. Samkvæmt fjárlögum ársins 2019 verða mörg önnur mikilvæg verkefni styrkt. Sem dæmi má nefna að 200 milljónir króna verða veittar til sjúkraflutninga, 100 milljónir til að efla heimahjúkrun og 100 milljónir til fjölgunar dagdvalarrýma. Auk þess má nefna 50 milljónir króna sem renna til þess að koma á fót neyslurými fyrir langt leidda fíkla, framlög til framkvæmdaáætlunar um uppbyggingu hjúkrunarrýma verða aukin um 440 milljónir króna og framlög til innleiðingar nýrra S-merktra lyfja verða aukin um 200 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Aukin fjárframlög til ofangreindra verkefna eru til þess fallin að styrkja innviði heilbrigðiskerfisins. Sú styrking er nauðsynleg svo íslenska heilbrigðiskerfið standist samanburð við það sem best gerist í heiminum og allir landsmenn fái notið góðrar þjónustu, óháð efnahag og búsetu.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun