Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. október 2018 06:00 Stórir landskikar aftan við lóðirnar sem raunverulega tilheyra einbýlishúsunum númer 22, 24 og 26 við Einimel hafa verið innlimaðir. Fréttablaðið/Anton Brink Eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa í heimildarleysi lagt undir sig land utan við mörk lóða sinna segir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í svari sem lagt var fram í borgarráði við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá í lok maí. Í fyrirspurninni var „óskað er eftir upplýsingum um mörk útivistarsvæðisins vestan megin við Vesturbæjarsundlaug, gagnvart lóðarhöfum fasteigna við Einimel“ og hvort gengið hafi verið á útivistarsvæði. „Og ef svo er, hvort slíkt hafi verið gert með vitund og vilja borgaryfirvalda.“ Í svari Björns Inga Edvardssonar verkefnisstjóra segir að það sé nokkuð ljóst að við Einimel 22-26 hafi menn tekið sér land fyrir utan sín lóðarmörk. „Það er klárlega í andstöðu við gildandi deiliskipulag og liggja engar heimildir fyrir um þessa landtöku. Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ segir í svari verkefnisstjórans. Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kveðst hafa flutt á Einimel 26 fyrir um áratug. Þvert ofan í það sem segir í svari verkefnisstjórans kveður Bessí umræddar viðbætur við lóðirnar vera í svokölluðu fóstri hjá eigendum viðkomandi húsa. „Þetta er gömul saga frá því hér var bóndabýli. Við höfum annast um viðbót við lóðina okkar. Lóðin hjá mér lítur út fyrir að vera stærri en hún er í raun og veru,“ útskýrir Bessí sem telur misskilning vera uppi í málinu. Bessí Jóhannsdóttir. „Við höfum mér vitanlega aldrei farið fram á að lóðirnar okkar verði stækkaðar. Og við höfum landið í fóstri og þurfum því ekkert að óska eftir að taka það í fóstur,“ segir Bessí og nefnir að það hafi verið þáverandi gatnamálastjóri sem byggði Einimel 26 á níunda áratugnum. „Ég geri nú ráð fyrir að hann hafi vitað nokkuð hvað hann var að gera,“ segir hún. Aðspurð neitar Bessí því að almenningur geti gengið um landið sem hún hafi í fóstri. „Þetta er bara smáskiki á enda lóðarinnar. En það er nóg rými fyrir aftan Vesturbæjarlaugina og það er engum meinaður aðgangur að því svæði,“ bendir hún á. Um umrætt opið svæði í heild segir nánar í svarinu að skilgreina eigi það sem leiksvæði og bæta við stígum. „Gert er ráð fyrir því að halda opinni grasflöt/ leikflöt sunnan við girðinguna um sundlaugina og leiksvæði yrði að vestanverðu auk sleðabrekku. Síðan er gróðursett á milli til að bæta rýmismyndun og skapa hlýleika.“ Fréttin var uppfærð klukkan 12:23 en áður stóð að Bessí væri fyrrverandi borgarfulltrúi, en ekki varaborgarfulltrúi. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa í heimildarleysi lagt undir sig land utan við mörk lóða sinna segir verkefnisstjóri hjá skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í svari sem lagt var fram í borgarráði við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá í lok maí. Í fyrirspurninni var „óskað er eftir upplýsingum um mörk útivistarsvæðisins vestan megin við Vesturbæjarsundlaug, gagnvart lóðarhöfum fasteigna við Einimel“ og hvort gengið hafi verið á útivistarsvæði. „Og ef svo er, hvort slíkt hafi verið gert með vitund og vilja borgaryfirvalda.“ Í svari Björns Inga Edvardssonar verkefnisstjóra segir að það sé nokkuð ljóst að við Einimel 22-26 hafi menn tekið sér land fyrir utan sín lóðarmörk. „Það er klárlega í andstöðu við gildandi deiliskipulag og liggja engar heimildir fyrir um þessa landtöku. Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ segir í svari verkefnisstjórans. Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kveðst hafa flutt á Einimel 26 fyrir um áratug. Þvert ofan í það sem segir í svari verkefnisstjórans kveður Bessí umræddar viðbætur við lóðirnar vera í svokölluðu fóstri hjá eigendum viðkomandi húsa. „Þetta er gömul saga frá því hér var bóndabýli. Við höfum annast um viðbót við lóðina okkar. Lóðin hjá mér lítur út fyrir að vera stærri en hún er í raun og veru,“ útskýrir Bessí sem telur misskilning vera uppi í málinu. Bessí Jóhannsdóttir. „Við höfum mér vitanlega aldrei farið fram á að lóðirnar okkar verði stækkaðar. Og við höfum landið í fóstri og þurfum því ekkert að óska eftir að taka það í fóstur,“ segir Bessí og nefnir að það hafi verið þáverandi gatnamálastjóri sem byggði Einimel 26 á níunda áratugnum. „Ég geri nú ráð fyrir að hann hafi vitað nokkuð hvað hann var að gera,“ segir hún. Aðspurð neitar Bessí því að almenningur geti gengið um landið sem hún hafi í fóstri. „Þetta er bara smáskiki á enda lóðarinnar. En það er nóg rými fyrir aftan Vesturbæjarlaugina og það er engum meinaður aðgangur að því svæði,“ bendir hún á. Um umrætt opið svæði í heild segir nánar í svarinu að skilgreina eigi það sem leiksvæði og bæta við stígum. „Gert er ráð fyrir því að halda opinni grasflöt/ leikflöt sunnan við girðinguna um sundlaugina og leiksvæði yrði að vestanverðu auk sleðabrekku. Síðan er gróðursett á milli til að bæta rýmismyndun og skapa hlýleika.“ Fréttin var uppfærð klukkan 12:23 en áður stóð að Bessí væri fyrrverandi borgarfulltrúi, en ekki varaborgarfulltrúi.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira