Sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2018 11:35 Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Mynd/Félagsbústaðir Auðun Freyr Ingvarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða, sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar við framkvæmdir á húsnæði Félagsbústaða við Írabakka 2-16 á fjögurra ára tímabili. Kostnaður við framkvæmdirnar var upphaflega samþykktur 398 milljónir en endanlegur kostnaður var 728 milljónir. Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði, hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Félagsbústaða tímabundið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagsbústöðum. Greint var frá því um helgina að framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefði látið af störfum. Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum, sagði að starfslok Auðuns hefðu verið sameiginleg niðurstaða hans og nýrrar stjórnar. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hjá Flokki fólksins fullyrti jafnframt að henni hefðu borist fjölmargar kvartanir vegna framkomu starfsfólks Félagsbústaða í garð íbúa. Heiða Björg þvertók þó fyrir að afsögn Auðuns Freys tengdist slíkum kvörtunum.Írabakki 2-16.ReykjavíkurborgKaus að segja af sér í kjölfar athugasemda Í maí 2016 óskuðu stjórn og framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir því við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að hún gerði úttekt á viðhaldsverkefni félagsins við Írabakka 2-16 á árunum 2012 -2016. Fyrir lá að ýmsar brotalamir höfðu verið á framkvæmd og skipulagi verkefnisins, að því er segir í tilkynningu Félagsbústaða vegna málsins. Í ljósi athugasemda sem fram komu í skýrslunni hafi framkvæmdastjórinn Auðun Freyr kosið að segja starfi sínu lausu „í þeirri von að sátt skapist um rekstur félagsins og svigrúm til frekari endurbóta.“ Þó er tekið fram að undanfarin ár hafi stjórn félagsins átt í góðu samstarfi við Auðun.Sigrún Árnadóttir er starfandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða.Fréttablaðið/GVA83 prósent fram úr áætlun Athugasemdir innri endurskoðunar sneru að miklum umframkostnaði vegna viðhaldsverkefnis upp á 44 milljónir króna við Írabakka 2-16 sem samþykkt var árið 2012. Fljótlega hafi komið í ljós að mun meira viðhalds var þörf og samþykkti stjórnin því framkvæmdir fyrir 398 milljónir króna. Heildarkostnaður Félagsbústaða vegna þessara framkvæmda reyndist þó að lokum 728 milljónir króna, sem er 330 milljónir króna, eða 83%, umfram heimildir. Úttektin leiðir því í ljós að skerpa þarf á verkferlum og setur Innri endurskoðun Reykjavíkur fram margvíslegar ábendingar um hvernig bæta má innra eftirlit Félagsbústaða. Stjórn Félagsbústaða telur ábendingar Innri endurskoðunar gagnlegar og hefur samþykkt að vinna að úrbótum í samræmi við þær. Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði og áður framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, hefur verið ráðinn sem starfandi framkvæmdastjóri þar til ráðinn verður nýr framkvæmdastjóri í kjölfar auglýsingar. Hlutverk Sigrúnar verður að vinna með stjórn félagsins að því að bæta verkferla og að hrinda úrbótum í framkvæmd sem koma fram í úttekt Innri endurskoðunar, að því er segir í tilkynningu. Húsnæðismál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Segist ekki hafa fengið viðbrögð frá Félagsbústöðum mánuðum saman þrátt fyrir veikindi af völdum húsnæðis Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. 14. október 2018 21:15 Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59 Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. 14. október 2018 13:36 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
Auðun Freyr Ingvarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða, sagði af sér sökum 330 milljóna umframkostnaðar við framkvæmdir á húsnæði Félagsbústaða við Írabakka 2-16 á fjögurra ára tímabili. Kostnaður við framkvæmdirnar var upphaflega samþykktur 398 milljónir en endanlegur kostnaður var 728 milljónir. Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði, hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri Félagsbústaða tímabundið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagsbústöðum. Greint var frá því um helgina að framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefði látið af störfum. Heiða Björg Hilmisdóttir, stjórnarmaður hjá Félagsbústöðum, sagði að starfslok Auðuns hefðu verið sameiginleg niðurstaða hans og nýrrar stjórnar. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hjá Flokki fólksins fullyrti jafnframt að henni hefðu borist fjölmargar kvartanir vegna framkomu starfsfólks Félagsbústaða í garð íbúa. Heiða Björg þvertók þó fyrir að afsögn Auðuns Freys tengdist slíkum kvörtunum.Írabakki 2-16.ReykjavíkurborgKaus að segja af sér í kjölfar athugasemda Í maí 2016 óskuðu stjórn og framkvæmdastjóri Félagsbústaða eftir því við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að hún gerði úttekt á viðhaldsverkefni félagsins við Írabakka 2-16 á árunum 2012 -2016. Fyrir lá að ýmsar brotalamir höfðu verið á framkvæmd og skipulagi verkefnisins, að því er segir í tilkynningu Félagsbústaða vegna málsins. Í ljósi athugasemda sem fram komu í skýrslunni hafi framkvæmdastjórinn Auðun Freyr kosið að segja starfi sínu lausu „í þeirri von að sátt skapist um rekstur félagsins og svigrúm til frekari endurbóta.“ Þó er tekið fram að undanfarin ár hafi stjórn félagsins átt í góðu samstarfi við Auðun.Sigrún Árnadóttir er starfandi framkvæmdastjóri Félagsbústaða.Fréttablaðið/GVA83 prósent fram úr áætlun Athugasemdir innri endurskoðunar sneru að miklum umframkostnaði vegna viðhaldsverkefnis upp á 44 milljónir króna við Írabakka 2-16 sem samþykkt var árið 2012. Fljótlega hafi komið í ljós að mun meira viðhalds var þörf og samþykkti stjórnin því framkvæmdir fyrir 398 milljónir króna. Heildarkostnaður Félagsbústaða vegna þessara framkvæmda reyndist þó að lokum 728 milljónir króna, sem er 330 milljónir króna, eða 83%, umfram heimildir. Úttektin leiðir því í ljós að skerpa þarf á verkferlum og setur Innri endurskoðun Reykjavíkur fram margvíslegar ábendingar um hvernig bæta má innra eftirlit Félagsbústaða. Stjórn Félagsbústaða telur ábendingar Innri endurskoðunar gagnlegar og hefur samþykkt að vinna að úrbótum í samræmi við þær. Sigrún Árnadóttir, fyrrum bæjarstjóri í Sandgerði og áður framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, hefur verið ráðinn sem starfandi framkvæmdastjóri þar til ráðinn verður nýr framkvæmdastjóri í kjölfar auglýsingar. Hlutverk Sigrúnar verður að vinna með stjórn félagsins að því að bæta verkferla og að hrinda úrbótum í framkvæmd sem koma fram í úttekt Innri endurskoðunar, að því er segir í tilkynningu.
Húsnæðismál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Segist ekki hafa fengið viðbrögð frá Félagsbústöðum mánuðum saman þrátt fyrir veikindi af völdum húsnæðis Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. 14. október 2018 21:15 Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59 Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. 14. október 2018 13:36 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
Segist ekki hafa fengið viðbrögð frá Félagsbústöðum mánuðum saman þrátt fyrir veikindi af völdum húsnæðis Ung kona sem rekur veikindi til myglu í húsnæði á vegum Félagsbústaða segist hafa fengið lítil sem engin viðbrögð þaðan þrátt fyrir vikulegar kvartanir mánuðum saman. Hún segir marga í svipuðum sporum. 14. október 2018 21:15
Auðun hættir hjá Félagsbústöðum Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Auðun Freyr Ingvarsson, hefur ákveðið að láta af störfum. 13. október 2018 21:59
Hefur fengið ábendingar um ógnandi hegðun gagnvart notendum Félagsbústaða Borgarfulltrúa í Flokki fólksins hefur borist fjölda kvartana vegna vinnubragða hjá Félagsbústöðum. Hún segir að helstu umkvörtunarefnin séu framkoma og hegðun starfsfólks, notendur lýsi miklum dónaskap í sinn garð og jafnvel ógnandi hegðun. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina. 14. október 2018 13:36
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent