Einkunnabólga og þunglyndi háskólanema Björn Guðmundsson skrifar 19. október 2018 07:00 Brottfall nema úr framhaldsskólum hérlendis er mikið, en fréttir hafa borist um að eitthvað hafi dregið úr því og í vor útskrifuðust sumir dúxar framhaldsskóla með meðaleinkunnir yfir 9,8. Á sama tíma heyrist að 34% háskólanema hérlendis séu þunglyndir. Hvers vegna líður háskólanemum svona illa? Undirritaður hefur fjallað um einkunnabólgu og mögulegan skaða af henni í skólakerfum Vesturlanda á síðum þessa blaðs. Hún hefur verið staðfest í grunnskólum hérlendis og vafalítið er framhaldsskólinn líka sýktur. Skaðinn er e.t.v. að koma í ljós.Stéttaskipting í íslenskum skólum Í grunnskólum er fylgt stefnu um skóla án aðgreiningar. Berglind Rós Magnúsdóttir hefur þó bent á að grunnskólar í Reykjavík eru að skiptast í flokka eftir stétt og efnahag foreldra. Hið sama er orðið að veruleika í íslenskum framhaldsskólum þar sem nokkrir elítuskólar (A-skólar) soga til sín flesta öflugustu nemana en hinir sjá um þá sem minna mega sín. Þeir skólar (B-skólar) þjónusta nemendahópa þar sem margir eru torlæsir og illa staddir og að auki í röngu námi. Alltof fáir velja verknám og sumum myndu henta annars konar námsbrautir en hefðbundnar verknáms- og stúdentsprófsbrautir. Allir útskrifast úr grunnskóla og fá inngöngu í framhaldsskóla án þess að þurfa að uppfylla nein lágmörk um kunnáttu. Kennurum B-skólanna er ætlað vandasamt verk.Spennitreyjan og einkunnabólgan Í mörg ár hefur íslenskum framhaldsskólum verið haldið í heljargreipum svonefnds reiknilíkans, sem felur í sér að skólar fá aðeins greitt fyrir þá nema sem taka lokapróf. Sumir skólar hafa glímt við taprekstur vegna þessa og skólastjórnendur lent milli steins og sleggju. Fyrir þremur árum gerði Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við reiknilíkanið, en tvennum sögum fer af því hvort lagfæringar hafi verið gerðar. Hvað sem því líður hafa sumir skólar gripið til ýmissa úrræða til að draga úr brottfalli, t.d. samið námskrár sem gera nemum kleift að sneiða hjá krefjandi en mikilvægum námsáföngum. Sums staðar er hægt að ljúka stúdentsprófi af náttúrufræðibraut án þess að ljúka mikilvægustu áföngunum í náttúrufræðigreinum. Samlíf, samtök líffræðikennara ályktuðu um þetta nýlega. Þetta felur í sér gengisfellingu náms og kennarar eru undir þrýstingi að hleypa sem flestum í gegn til að draga úr brottfalli. Breitt bak þarf til að standast þann þrýsting og sumir kjósa frekar að sigla lygnan sjó. Sumir skólastjórnendur eru boðberar minni námskrafna og prófleysis. Einnig er í boði að ljúka námsáföngum með stuttum sumarnámskeiðum eða í fjarnámi þar sem ekki er ráðrúm til að gera viðunandi námskröfur. T.d. er verkleg kennsla í raungreinum þá í skötulíki. Líklega hefur reiknilíkanið stuðlað að einkunnabólgu og valdið tjóni.Afleiðingar gengisfellingar náms Gengisfelling náms felur í sér vanvirðingu við nemendur enda eina markmiðið að lækka fallprósentur á excelskjölum. Þar sést ekki hvaða raunveruleg kunnátta er á bak við bólgnar einkunnatölur. Stytting náms til stúdentsprófs var óráð og umhugsunarefni að rektorar aðeins tveggja framhaldsskóla (MR og MH) skyldu opinberlega verja framhaldsskólann. Sumir hinna reyndu í vor að sannfæra almenning um að styttingin væri hið besta mál. Studdust þeir þar við ómarktækar heimatilbúnar kannanir, sem sæmir ekki fólki sem á að vera fyrirmynd í vönduðum vinnubrögðum. Er ekki best að láta háskólana dæma um þetta á næstu árum? Menntamálaráðherra horfir til Finnlands í viðleitni til að bæta menntakerfið. Þar þurfa nemendur að standast inntökupróf í háskóla. Hér fer notkun slíkra prófa vaxandi enda gengisfellt stúdentspróf ómarktækt. Finnar leggjast gegn stéttaskiptingu í skólakerfinu eins og hér er að verða til. Getur verið að þunglyndi háskólanema eigi sér að einhverju leyti rætur í því að nemendur upplifa háskólanámið sem illkleifan múr vegna ónógs undirbúnings? Er þetta kannski ein afleiðinga gengisfellingar náms og einkunnabólgu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Sjá meira
Brottfall nema úr framhaldsskólum hérlendis er mikið, en fréttir hafa borist um að eitthvað hafi dregið úr því og í vor útskrifuðust sumir dúxar framhaldsskóla með meðaleinkunnir yfir 9,8. Á sama tíma heyrist að 34% háskólanema hérlendis séu þunglyndir. Hvers vegna líður háskólanemum svona illa? Undirritaður hefur fjallað um einkunnabólgu og mögulegan skaða af henni í skólakerfum Vesturlanda á síðum þessa blaðs. Hún hefur verið staðfest í grunnskólum hérlendis og vafalítið er framhaldsskólinn líka sýktur. Skaðinn er e.t.v. að koma í ljós.Stéttaskipting í íslenskum skólum Í grunnskólum er fylgt stefnu um skóla án aðgreiningar. Berglind Rós Magnúsdóttir hefur þó bent á að grunnskólar í Reykjavík eru að skiptast í flokka eftir stétt og efnahag foreldra. Hið sama er orðið að veruleika í íslenskum framhaldsskólum þar sem nokkrir elítuskólar (A-skólar) soga til sín flesta öflugustu nemana en hinir sjá um þá sem minna mega sín. Þeir skólar (B-skólar) þjónusta nemendahópa þar sem margir eru torlæsir og illa staddir og að auki í röngu námi. Alltof fáir velja verknám og sumum myndu henta annars konar námsbrautir en hefðbundnar verknáms- og stúdentsprófsbrautir. Allir útskrifast úr grunnskóla og fá inngöngu í framhaldsskóla án þess að þurfa að uppfylla nein lágmörk um kunnáttu. Kennurum B-skólanna er ætlað vandasamt verk.Spennitreyjan og einkunnabólgan Í mörg ár hefur íslenskum framhaldsskólum verið haldið í heljargreipum svonefnds reiknilíkans, sem felur í sér að skólar fá aðeins greitt fyrir þá nema sem taka lokapróf. Sumir skólar hafa glímt við taprekstur vegna þessa og skólastjórnendur lent milli steins og sleggju. Fyrir þremur árum gerði Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við reiknilíkanið, en tvennum sögum fer af því hvort lagfæringar hafi verið gerðar. Hvað sem því líður hafa sumir skólar gripið til ýmissa úrræða til að draga úr brottfalli, t.d. samið námskrár sem gera nemum kleift að sneiða hjá krefjandi en mikilvægum námsáföngum. Sums staðar er hægt að ljúka stúdentsprófi af náttúrufræðibraut án þess að ljúka mikilvægustu áföngunum í náttúrufræðigreinum. Samlíf, samtök líffræðikennara ályktuðu um þetta nýlega. Þetta felur í sér gengisfellingu náms og kennarar eru undir þrýstingi að hleypa sem flestum í gegn til að draga úr brottfalli. Breitt bak þarf til að standast þann þrýsting og sumir kjósa frekar að sigla lygnan sjó. Sumir skólastjórnendur eru boðberar minni námskrafna og prófleysis. Einnig er í boði að ljúka námsáföngum með stuttum sumarnámskeiðum eða í fjarnámi þar sem ekki er ráðrúm til að gera viðunandi námskröfur. T.d. er verkleg kennsla í raungreinum þá í skötulíki. Líklega hefur reiknilíkanið stuðlað að einkunnabólgu og valdið tjóni.Afleiðingar gengisfellingar náms Gengisfelling náms felur í sér vanvirðingu við nemendur enda eina markmiðið að lækka fallprósentur á excelskjölum. Þar sést ekki hvaða raunveruleg kunnátta er á bak við bólgnar einkunnatölur. Stytting náms til stúdentsprófs var óráð og umhugsunarefni að rektorar aðeins tveggja framhaldsskóla (MR og MH) skyldu opinberlega verja framhaldsskólann. Sumir hinna reyndu í vor að sannfæra almenning um að styttingin væri hið besta mál. Studdust þeir þar við ómarktækar heimatilbúnar kannanir, sem sæmir ekki fólki sem á að vera fyrirmynd í vönduðum vinnubrögðum. Er ekki best að láta háskólana dæma um þetta á næstu árum? Menntamálaráðherra horfir til Finnlands í viðleitni til að bæta menntakerfið. Þar þurfa nemendur að standast inntökupróf í háskóla. Hér fer notkun slíkra prófa vaxandi enda gengisfellt stúdentspróf ómarktækt. Finnar leggjast gegn stéttaskiptingu í skólakerfinu eins og hér er að verða til. Getur verið að þunglyndi háskólanema eigi sér að einhverju leyti rætur í því að nemendur upplifa háskólanámið sem illkleifan múr vegna ónógs undirbúnings? Er þetta kannski ein afleiðinga gengisfellingar náms og einkunnabólgu?
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar