Föllum ekki í hræðsluáróðursgryfjuna Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Kristín I. Pálsdóttir skrifar 4. október 2018 07:00 Fyrir stuttu var myndin „Lof mér að falla“ eftir Baldvin Z frumsýnd en myndin fjallar um sorgleg örlög tveggja stúlkna sem ánetjast vímuefnum. Í umræðum um myndina er áberandi að bundnar eru miklar vonir við að hún verði til þess að fæla börn og ungmenni frá eiturlyfjaneyslu og hafi mikið forvarnargildi. Því miður hafa sögur eins og sú sem er sögð í myndinni lítið sem ekkert forvarnargildi, enda er myndin ekki forvarnarverkefni. Þó að við skyldum alla nemendur til að sjá hana er ólíklegt að það forði þeim frá neyslu vímuefna. Dapurlegar neyslusögur eða hræðsluáróður hafa lítið sem ekkert forvarnargildi eða fælingarmátt. Líklegt er að ungmenni sem horfa á myndina spegli sig ekki í persónum hennar, ekki einu sinni þó að þau séu að fikta við neyslu. Unglingar lifa í þeirri trú að þau muni aldrei missa svona stjórnina, þau muni hætta áður en svo langt væri gengið. Auk þess er sumum alveg sama og hræðast ekki dauðann. Rannsóknir síðustu áratuga sýna að forvarnir sem byggja á hræðsluáróðri virka einfaldlega ekki á ungt fólk og geta haft öfug áhrif á þá sem í mestri hættu eru. Samkvæmt „íslenska módelinu“ sem svo hefur verið kallað, virkar ekki vel að „ganga á milli skóla og predika yfir ungmennum um skaðsemi áfengis og reykinga“. Forvarnir eiga ekki að snúast um að reyna að stjórna unglingum heldur frekar hvetja til samvista með foreldrum, leiðbeina á rétta braut og hvetja fjölskyldur til að gera ýmislegt saman. (Sjá nánar https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/03/arangur_i_forvornum_fangar_athygli_dana/.)Kristín I. Pálsdóttir fyrir hönd ráðs RótarinnarSú hugsun að fíkniefnaneysla sé einfaldlega afleiðing af tilviljanakenndri ákvarðanatöku og „vondum félagsskap“ horfir fram hjá því að ungmenni sem fara út í neyslu eiga flest sögu sem skýrir af hverju þau velja að deyfa sig með fíkniefnum, öfugt við það sem oft er haldið á lofti. Nægir að benda á ACE-rannsóknina, rannsókn á erfiðri reynslu í æsku, sem sýnir fram á sterkt samband á milli þess að verða fyrir erfiðri reynslu í æsku og að leiðast út í neyslu fíkniefna síðar á ævinni, og skýrslu UNICEF á Íslandi frá árinu 2013, Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir, þar sem fjallað er um áhrifaþætti á þróun fíknihegðunar. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á konum með fíknivanda og báðar sýna að helmingur kvennanna höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Kyn er mikilvægur áhrifaþáttur á þróun fíknar og þau vandamál sem fylgja fíknivanda leggjast iðulega þyngra á konur en karla vegna félagsmótunar og kynhlutverka. Oft er því hægt að rekja upphaf þess að stúlkur í sporum aðalpersónanna í „Lof mér að falla“ fara að þróa með sér fíknivanda og það upphaf tengist iðulega því mikla ofbeldi sem stúlkur og konur verða fyrir. Þess er óskandi að myndin „Lof mér að falla“ veki upp frjóa og lausnamiðaða umræðu um bráðan vanda ungs fólks í neyslu. Sú umræða þarf hins vegar að beinast að þeim sem bera ábyrgð á velferð barna og ungmenna en ekki að börnunum og ungmennunum sjálfum. Þannig getur hún haft áhrif á yfirvöld og aðra sem er annt um velferð barna og unglinga á Íslandi og hvatt þau til dáða. Forvarnir þurfa að byggja á gagnreyndum aðferðum og þar hafa hræðsluáróður og neyslusögur ekkert hlutverk en geta hins vegar haft öfug áhrif á þau sem eru í viðkvæmri stöðu og áhættuhópi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu var myndin „Lof mér að falla“ eftir Baldvin Z frumsýnd en myndin fjallar um sorgleg örlög tveggja stúlkna sem ánetjast vímuefnum. Í umræðum um myndina er áberandi að bundnar eru miklar vonir við að hún verði til þess að fæla börn og ungmenni frá eiturlyfjaneyslu og hafi mikið forvarnargildi. Því miður hafa sögur eins og sú sem er sögð í myndinni lítið sem ekkert forvarnargildi, enda er myndin ekki forvarnarverkefni. Þó að við skyldum alla nemendur til að sjá hana er ólíklegt að það forði þeim frá neyslu vímuefna. Dapurlegar neyslusögur eða hræðsluáróður hafa lítið sem ekkert forvarnargildi eða fælingarmátt. Líklegt er að ungmenni sem horfa á myndina spegli sig ekki í persónum hennar, ekki einu sinni þó að þau séu að fikta við neyslu. Unglingar lifa í þeirri trú að þau muni aldrei missa svona stjórnina, þau muni hætta áður en svo langt væri gengið. Auk þess er sumum alveg sama og hræðast ekki dauðann. Rannsóknir síðustu áratuga sýna að forvarnir sem byggja á hræðsluáróðri virka einfaldlega ekki á ungt fólk og geta haft öfug áhrif á þá sem í mestri hættu eru. Samkvæmt „íslenska módelinu“ sem svo hefur verið kallað, virkar ekki vel að „ganga á milli skóla og predika yfir ungmennum um skaðsemi áfengis og reykinga“. Forvarnir eiga ekki að snúast um að reyna að stjórna unglingum heldur frekar hvetja til samvista með foreldrum, leiðbeina á rétta braut og hvetja fjölskyldur til að gera ýmislegt saman. (Sjá nánar https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/10/03/arangur_i_forvornum_fangar_athygli_dana/.)Kristín I. Pálsdóttir fyrir hönd ráðs RótarinnarSú hugsun að fíkniefnaneysla sé einfaldlega afleiðing af tilviljanakenndri ákvarðanatöku og „vondum félagsskap“ horfir fram hjá því að ungmenni sem fara út í neyslu eiga flest sögu sem skýrir af hverju þau velja að deyfa sig með fíkniefnum, öfugt við það sem oft er haldið á lofti. Nægir að benda á ACE-rannsóknina, rannsókn á erfiðri reynslu í æsku, sem sýnir fram á sterkt samband á milli þess að verða fyrir erfiðri reynslu í æsku og að leiðast út í neyslu fíkniefna síðar á ævinni, og skýrslu UNICEF á Íslandi frá árinu 2013, Réttindi barna á Íslandi: Ofbeldi og forvarnir, þar sem fjallað er um áhrifaþætti á þróun fíknihegðunar. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á Íslandi á konum með fíknivanda og báðar sýna að helmingur kvennanna höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi í æsku. Kyn er mikilvægur áhrifaþáttur á þróun fíknar og þau vandamál sem fylgja fíknivanda leggjast iðulega þyngra á konur en karla vegna félagsmótunar og kynhlutverka. Oft er því hægt að rekja upphaf þess að stúlkur í sporum aðalpersónanna í „Lof mér að falla“ fara að þróa með sér fíknivanda og það upphaf tengist iðulega því mikla ofbeldi sem stúlkur og konur verða fyrir. Þess er óskandi að myndin „Lof mér að falla“ veki upp frjóa og lausnamiðaða umræðu um bráðan vanda ungs fólks í neyslu. Sú umræða þarf hins vegar að beinast að þeim sem bera ábyrgð á velferð barna og ungmenna en ekki að börnunum og ungmennunum sjálfum. Þannig getur hún haft áhrif á yfirvöld og aðra sem er annt um velferð barna og unglinga á Íslandi og hvatt þau til dáða. Forvarnir þurfa að byggja á gagnreyndum aðferðum og þar hafa hræðsluáróður og neyslusögur ekkert hlutverk en geta hins vegar haft öfug áhrif á þau sem eru í viðkvæmri stöðu og áhættuhópi.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun