Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar 16. júlí 2025 15:30 Í Vísi í dag 16. júlí birtist grein í skoðun undir fyrirsögninni „Aukið við sóun með einhverjum ráðum“. Greinarhöfundur Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS finnur að því að atvinnuvegaráðherra sé nú að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að tryggja 48 daga til strandveiða. Ráðherra er varaður við umleitan sinni. Bent er á að Umboðsmaður Alþingis hafi tekið til meðferðar þá stjórnsýsluframkvæmd að ráðstafa heimildum umfram ráðgjöf. Jafnframt er lesanda bent á að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar boði niðurskurð í þorski og aukinn afli til strandveiða í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Allt ber þetta merki um rakalausan hræðsluáróður og grímulausar hótanir. Vilji þjóðarinnar stendur með strandveiðum Útgerðarformið – strandveiðar – nýtur mikillar hylli meðal þjóðarinnar og það ber að þakka. Staðfest var í skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið lét Félagsvísindastofnun Háskólans framkvæma í mars 2023 að 72,3% landsmanna vilja að veiðiheimildir til strandveiða verði auknar. Það hafa stjórnvöld ákveðið að gera með því að tryggja 48 daga til strandveiða, að hámarki 12 daga í hverjum mánuði maí – ágúst. Það er því ekkert við það að athuga að atvinnuvegaráðherra leiti allra leiða til að tryggja strandveiða til loka ágúst. Hávær minnihluti sérhagsmuna á Alþingi hefur á undanförnum vikum reynt allt hvað hann getur til að koma í veg fyrir rýmri heimildir til strandveiða. Nokkur árangur náðist hjá honum þegar þinglokasamningur innihélt ekki frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðar. Nú er glíman hins vegar komin út fyrir veggja Alþingis. Ráðherra er með málefnið og andstæðingar aukinna veiðiheimilda til strandveiða eru greinilega áhyggjufullir af að hann láti verða af því. Að telja það neikvætt og það geti vanvirt orðspor um virðingu Íslendinga fyrir auðlindinni og haft neikvæð áhrif á alþjóðlegar vottanir er ekki svaravert. Lesendur sjá í gegnum slíkan áróður. Áhyggjur af því, að ráðherra boði að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða, þarf greinarhöfundur hins vegar að takast á við. Ráðherra er sá sem ræður. Myndar ekki eignarétt Staðreyndin er að strandveiðar geta aldrei ógnað fiskistofnum á Íslandsmiðum, einum gjöfulustu fiskimiðum heims. Auk þess að hafa almenningsálitið með sér smellpassa þær við ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (nytjastofna) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“. Það sama á við um niðurlag greinarinnar: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Strandveiðar eru ekki í aflamarki og því ekki úthlutað veiðiheimildum árlega á hvern bát. Engin verðmæti verða til við strandveiðar nema með veiðum og þarf því ekki að takast á um „ eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Efla ber strandveiðar Það er ótrúlegt lán þjóðarinnar að eiga 800 skipstjóra sem treysta sér til að gera út bát til strandveiða þegar tekið er tillit til þeirra krafna og aðstæðna sem þarf að kljást við. Alþingismenn létu sig málefnið varða og ræddu nýverið í 20 klukkustundir um framtíð atvinnugreinarinnar. Strandveiðimenn, fjölskyldur þeirra og megin hluti þjóðarinnar væntir þess Hönnu Katrínu Friðriksson takist að tryggja áframhaldandi öflugar strandveiðar. Höfundur er framkvæmdastjór Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Sjá meira
Í Vísi í dag 16. júlí birtist grein í skoðun undir fyrirsögninni „Aukið við sóun með einhverjum ráðum“. Greinarhöfundur Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS finnur að því að atvinnuvegaráðherra sé nú að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að tryggja 48 daga til strandveiða. Ráðherra er varaður við umleitan sinni. Bent er á að Umboðsmaður Alþingis hafi tekið til meðferðar þá stjórnsýsluframkvæmd að ráðstafa heimildum umfram ráðgjöf. Jafnframt er lesanda bent á að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar boði niðurskurð í þorski og aukinn afli til strandveiða í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Allt ber þetta merki um rakalausan hræðsluáróður og grímulausar hótanir. Vilji þjóðarinnar stendur með strandveiðum Útgerðarformið – strandveiðar – nýtur mikillar hylli meðal þjóðarinnar og það ber að þakka. Staðfest var í skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið lét Félagsvísindastofnun Háskólans framkvæma í mars 2023 að 72,3% landsmanna vilja að veiðiheimildir til strandveiða verði auknar. Það hafa stjórnvöld ákveðið að gera með því að tryggja 48 daga til strandveiða, að hámarki 12 daga í hverjum mánuði maí – ágúst. Það er því ekkert við það að athuga að atvinnuvegaráðherra leiti allra leiða til að tryggja strandveiða til loka ágúst. Hávær minnihluti sérhagsmuna á Alþingi hefur á undanförnum vikum reynt allt hvað hann getur til að koma í veg fyrir rýmri heimildir til strandveiða. Nokkur árangur náðist hjá honum þegar þinglokasamningur innihélt ekki frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðar. Nú er glíman hins vegar komin út fyrir veggja Alþingis. Ráðherra er með málefnið og andstæðingar aukinna veiðiheimilda til strandveiða eru greinilega áhyggjufullir af að hann láti verða af því. Að telja það neikvætt og það geti vanvirt orðspor um virðingu Íslendinga fyrir auðlindinni og haft neikvæð áhrif á alþjóðlegar vottanir er ekki svaravert. Lesendur sjá í gegnum slíkan áróður. Áhyggjur af því, að ráðherra boði að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða, þarf greinarhöfundur hins vegar að takast á við. Ráðherra er sá sem ræður. Myndar ekki eignarétt Staðreyndin er að strandveiðar geta aldrei ógnað fiskistofnum á Íslandsmiðum, einum gjöfulustu fiskimiðum heims. Auk þess að hafa almenningsálitið með sér smellpassa þær við ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (nytjastofna) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“. Það sama á við um niðurlag greinarinnar: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Strandveiðar eru ekki í aflamarki og því ekki úthlutað veiðiheimildum árlega á hvern bát. Engin verðmæti verða til við strandveiðar nema með veiðum og þarf því ekki að takast á um „ eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Efla ber strandveiðar Það er ótrúlegt lán þjóðarinnar að eiga 800 skipstjóra sem treysta sér til að gera út bát til strandveiða þegar tekið er tillit til þeirra krafna og aðstæðna sem þarf að kljást við. Alþingismenn létu sig málefnið varða og ræddu nýverið í 20 klukkustundir um framtíð atvinnugreinarinnar. Strandveiðimenn, fjölskyldur þeirra og megin hluti þjóðarinnar væntir þess Hönnu Katrínu Friðriksson takist að tryggja áframhaldandi öflugar strandveiðar. Höfundur er framkvæmdastjór Landssambands smábátaeigenda.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar