Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar 16. júlí 2025 15:30 Í Vísi í dag 16. júlí birtist grein í skoðun undir fyrirsögninni „Aukið við sóun með einhverjum ráðum“. Greinarhöfundur Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS finnur að því að atvinnuvegaráðherra sé nú að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að tryggja 48 daga til strandveiða. Ráðherra er varaður við umleitan sinni. Bent er á að Umboðsmaður Alþingis hafi tekið til meðferðar þá stjórnsýsluframkvæmd að ráðstafa heimildum umfram ráðgjöf. Jafnframt er lesanda bent á að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar boði niðurskurð í þorski og aukinn afli til strandveiða í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Allt ber þetta merki um rakalausan hræðsluáróður og grímulausar hótanir. Vilji þjóðarinnar stendur með strandveiðum Útgerðarformið – strandveiðar – nýtur mikillar hylli meðal þjóðarinnar og það ber að þakka. Staðfest var í skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið lét Félagsvísindastofnun Háskólans framkvæma í mars 2023 að 72,3% landsmanna vilja að veiðiheimildir til strandveiða verði auknar. Það hafa stjórnvöld ákveðið að gera með því að tryggja 48 daga til strandveiða, að hámarki 12 daga í hverjum mánuði maí – ágúst. Það er því ekkert við það að athuga að atvinnuvegaráðherra leiti allra leiða til að tryggja strandveiða til loka ágúst. Hávær minnihluti sérhagsmuna á Alþingi hefur á undanförnum vikum reynt allt hvað hann getur til að koma í veg fyrir rýmri heimildir til strandveiða. Nokkur árangur náðist hjá honum þegar þinglokasamningur innihélt ekki frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðar. Nú er glíman hins vegar komin út fyrir veggja Alþingis. Ráðherra er með málefnið og andstæðingar aukinna veiðiheimilda til strandveiða eru greinilega áhyggjufullir af að hann láti verða af því. Að telja það neikvætt og það geti vanvirt orðspor um virðingu Íslendinga fyrir auðlindinni og haft neikvæð áhrif á alþjóðlegar vottanir er ekki svaravert. Lesendur sjá í gegnum slíkan áróður. Áhyggjur af því, að ráðherra boði að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða, þarf greinarhöfundur hins vegar að takast á við. Ráðherra er sá sem ræður. Myndar ekki eignarétt Staðreyndin er að strandveiðar geta aldrei ógnað fiskistofnum á Íslandsmiðum, einum gjöfulustu fiskimiðum heims. Auk þess að hafa almenningsálitið með sér smellpassa þær við ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (nytjastofna) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“. Það sama á við um niðurlag greinarinnar: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Strandveiðar eru ekki í aflamarki og því ekki úthlutað veiðiheimildum árlega á hvern bát. Engin verðmæti verða til við strandveiðar nema með veiðum og þarf því ekki að takast á um „ eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Efla ber strandveiðar Það er ótrúlegt lán þjóðarinnar að eiga 800 skipstjóra sem treysta sér til að gera út bát til strandveiða þegar tekið er tillit til þeirra krafna og aðstæðna sem þarf að kljást við. Alþingismenn létu sig málefnið varða og ræddu nýverið í 20 klukkustundir um framtíð atvinnugreinarinnar. Strandveiðimenn, fjölskyldur þeirra og megin hluti þjóðarinnar væntir þess Hönnu Katrínu Friðriksson takist að tryggja áframhaldandi öflugar strandveiðar. Höfundur er framkvæmdastjór Landssambands smábátaeigenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandveiðar Sjávarútvegur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í Vísi í dag 16. júlí birtist grein í skoðun undir fyrirsögninni „Aukið við sóun með einhverjum ráðum“. Greinarhöfundur Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS finnur að því að atvinnuvegaráðherra sé nú að skoða hvort einhverjar leiðir séu færar til að tryggja 48 daga til strandveiða. Ráðherra er varaður við umleitan sinni. Bent er á að Umboðsmaður Alþingis hafi tekið til meðferðar þá stjórnsýsluframkvæmd að ráðstafa heimildum umfram ráðgjöf. Jafnframt er lesanda bent á að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar boði niðurskurð í þorski og aukinn afli til strandveiða í andstöðu við vísindalega ráðgjöf. Allt ber þetta merki um rakalausan hræðsluáróður og grímulausar hótanir. Vilji þjóðarinnar stendur með strandveiðum Útgerðarformið – strandveiðar – nýtur mikillar hylli meðal þjóðarinnar og það ber að þakka. Staðfest var í skoðanakönnun sem Matvælaráðuneytið lét Félagsvísindastofnun Háskólans framkvæma í mars 2023 að 72,3% landsmanna vilja að veiðiheimildir til strandveiða verði auknar. Það hafa stjórnvöld ákveðið að gera með því að tryggja 48 daga til strandveiða, að hámarki 12 daga í hverjum mánuði maí – ágúst. Það er því ekkert við það að athuga að atvinnuvegaráðherra leiti allra leiða til að tryggja strandveiða til loka ágúst. Hávær minnihluti sérhagsmuna á Alþingi hefur á undanförnum vikum reynt allt hvað hann getur til að koma í veg fyrir rýmri heimildir til strandveiða. Nokkur árangur náðist hjá honum þegar þinglokasamningur innihélt ekki frumvarp atvinnuvegaráðherra um strandveiðar. Nú er glíman hins vegar komin út fyrir veggja Alþingis. Ráðherra er með málefnið og andstæðingar aukinna veiðiheimilda til strandveiða eru greinilega áhyggjufullir af að hann láti verða af því. Að telja það neikvætt og það geti vanvirt orðspor um virðingu Íslendinga fyrir auðlindinni og haft neikvæð áhrif á alþjóðlegar vottanir er ekki svaravert. Lesendur sjá í gegnum slíkan áróður. Áhyggjur af því, að ráðherra boði að verið sé að skoða einhverjar leiðir til að verða við ákalli um auknar heimildir til strandveiða, þarf greinarhöfundur hins vegar að takast á við. Ráðherra er sá sem ræður. Myndar ekki eignarétt Staðreyndin er að strandveiðar geta aldrei ógnað fiskistofnum á Íslandsmiðum, einum gjöfulustu fiskimiðum heims. Auk þess að hafa almenningsálitið með sér smellpassa þær við ákvæði 1. gr. laga um stjórn fiskveiða „að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra (nytjastofna) og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“. Það sama á við um niðurlag greinarinnar: „Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Strandveiðar eru ekki í aflamarki og því ekki úthlutað veiðiheimildum árlega á hvern bát. Engin verðmæti verða til við strandveiðar nema með veiðum og þarf því ekki að takast á um „ eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Efla ber strandveiðar Það er ótrúlegt lán þjóðarinnar að eiga 800 skipstjóra sem treysta sér til að gera út bát til strandveiða þegar tekið er tillit til þeirra krafna og aðstæðna sem þarf að kljást við. Alþingismenn létu sig málefnið varða og ræddu nýverið í 20 klukkustundir um framtíð atvinnugreinarinnar. Strandveiðimenn, fjölskyldur þeirra og megin hluti þjóðarinnar væntir þess Hönnu Katrínu Friðriksson takist að tryggja áframhaldandi öflugar strandveiðar. Höfundur er framkvæmdastjór Landssambands smábátaeigenda.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun