Uppeldi drengja til kvenmennsku Arnar Sverrisson skrifar 5. október 2018 12:54 Kvenfrelsarar af ýmsu tagi hafa margoft bent á nauðsyn þess að breyta karlmennskunni, enda væri hún skaðleg öllum – konunum þó sérstaklega. Þeir hafa skiljanlega lagt áherslu á uppeldi drengja í þessu skyni. Birgja skyldi brunninn. Stundum hefur ásetningur þeirra fengið giska skoplegt yfirbragð, t.d. þegar mæður og fóstrur/leikskólakennarar harðneita drengjum að leika sér bifreiðum, en ota að þeim dúkkum í staðinn. Þar mætast venjulega stálin stinn. En viðhorf til blárra drengja og bleikra stúlkna eru þó seiglíf. Bandaríski barnageðlæknirinn, Kyle D. Pruett (f. 1943), hefur margt skynsamlegt ritað um uppeldi í áranna rás. Hann bendir m.a. á, að rannsóknir leiði í ljós mjög frábrugðið viðmót fullorðinna gagnvart kornabörnum, stúlkum og drengjum. Blái drengurinn er síður faðmaður, það er minna við hann talað og meira með hann hnoðast en stúkubörnin. Honum er gjarnan lýst sem stórum, styrkum og sjálfstæðum. Bleiku stúlkunni er fremur lýst sem viðkvæmri og mjúkri um leið og meira er lesið fyrir hana og meira við hana gælt. Sé drengur klæddur í bleikt, breytist viðmótið í dæmigert stúlkubarnsviðmót. Með drengjum er síður ræktaður hæfileikinn til aðhlynningar, nærandi umhyggju og tilfinninganæmis. Hæfileikann hafa bæði kyn fengið í vöggugjöf. Í gamni og alvöru má geta þess, að á Íslandi eru reifabörn enn íklædd bleiku eða bláu eftir því, hvernig þau líta út til klofsins. Þau koma yfirleitt í heiminn við hjálp ljósmæðra. Ljósfeður eru útdauðir (eða því sem næst). Svipaða sögu má um karlkyns uppalendur segja. Konur ráða því að miklu leyti ríkjum í heimi drengjanna. Við lifum nýja tíma í mannkynssögunni, þar sem börn af báðum kynjum eru nær einvörðungu alin upp af konum. Hver skyldu svo áhrifin vera? Býsna umhugsunarverð trúi ég. Stundum er talað um sálarkreppu föðurlausra drengja eða pilta, sem hafa ófullnægjandi tilfinningasamband við föður sinn eða ígildi hans. Umræddir drengir eiga erfitt með að átta sig á kynímynd sinni. Í heimi kvennanna leitast sumir þeirra við að tileinka sér kvenlega hugsun og látæði og koma til móts við þarfir kvennanna. Algeng tilbrigði; sumir eru þvingaðir til að leika eins konar elskhuga- og húsbóndahlutverk ; sumir verða sálusorgarar mæðra sinna; sumir verða ofurháðir mæðrum sínum (konum) og reyna af öllu afli að „tillíkjast“ þeim; sumir skirrast við nálægð þeirra, nálægð verður þeim ógnvænleg. Þegar þessir drengja yfirgefa heim uppeldiskvennanna, virðast þeir stundum óvelkomnir í heim karlanna, sem þeir bera takmarkað skynbragð á. Algeng viðbrögð; draga sig til hlés, sýna óframfærni í kynlífi og vankunnáttu um samskipti kynjanna; sýna ungæðishátt í hátterni og hugsun; verða óábyrgir og skeytingarlausir; sýna lögum og reglum vanvirðu. Heimi karlanna kynnast ofangreindir drengir sem sagt af viðhorfum uppeldiskvennanna. Þau sýnast oft og tíðum neikvæð, mörkuð skilningsleysi. Reynsluheimur karla er skiljanlega framandi konum. Drengir (og vitaskuld stúlkur einnig) kynnast karlmennskunni sömuleiðis í tölvuleikjum og kvikmyndum. Fjölmiðlar eru enn þá ein heimild þeirra um karlmennskuna. Venjulega eru karlmenn þar ýmist kynntir til sögu sem ofurhetjur, skúrkar eða kúgarar kvenna með ýmsum hætti, sbr. fréttaflutning RÚV. Fjarvera föður leiðir venjulega til skorts á nánum tengslum við karlmann og þess vegna skorts á náinni karlfyrirmynd. Þetta er jarðvegur ýmis konar truflana á sálinni, m.a. því að átta sig á, hvaða kyni þeir eiginlega tilheyri. Sumir hrekjast út í kynsamsömunarkreppu. Vel kann svo að vera, að ýgi drengja, sem alast upp meðal kvenna, megi rekja til ómeðvitaðra þarfa um að verða einhvers konar ofurkarl, karl í krapinu. Slíkt endar þó venjulega í hryggilegri og ofbeldisfullri skopstælingu. Lífið verður um megn. Þeir skammast sín fyrir kyn sitt og sjálfa sig, verða helteknir kynskömmustu. Sumir drekkja sér í vímu, aðrir velja að binda enda á líf sitt.Við hljótum að spyrja þeirrar spurningar; hvernig megi bæta úr? Ábyrgðin er okkar allra. En þegar stórt eru spurt, verður einatt fátt um svör. En vísbendingu er að fá í vönduðum vísindarannsóknum. Það hefur nefnilega þrásinnis verið sýnt fram á, að föðurnánd hafi góð og afgerandi áhrif á líf og sál drengja (og stúlkna að sjálfsögðu).Höfundur er ellilífeyrisþegi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Kvenfrelsarar af ýmsu tagi hafa margoft bent á nauðsyn þess að breyta karlmennskunni, enda væri hún skaðleg öllum – konunum þó sérstaklega. Þeir hafa skiljanlega lagt áherslu á uppeldi drengja í þessu skyni. Birgja skyldi brunninn. Stundum hefur ásetningur þeirra fengið giska skoplegt yfirbragð, t.d. þegar mæður og fóstrur/leikskólakennarar harðneita drengjum að leika sér bifreiðum, en ota að þeim dúkkum í staðinn. Þar mætast venjulega stálin stinn. En viðhorf til blárra drengja og bleikra stúlkna eru þó seiglíf. Bandaríski barnageðlæknirinn, Kyle D. Pruett (f. 1943), hefur margt skynsamlegt ritað um uppeldi í áranna rás. Hann bendir m.a. á, að rannsóknir leiði í ljós mjög frábrugðið viðmót fullorðinna gagnvart kornabörnum, stúlkum og drengjum. Blái drengurinn er síður faðmaður, það er minna við hann talað og meira með hann hnoðast en stúkubörnin. Honum er gjarnan lýst sem stórum, styrkum og sjálfstæðum. Bleiku stúlkunni er fremur lýst sem viðkvæmri og mjúkri um leið og meira er lesið fyrir hana og meira við hana gælt. Sé drengur klæddur í bleikt, breytist viðmótið í dæmigert stúlkubarnsviðmót. Með drengjum er síður ræktaður hæfileikinn til aðhlynningar, nærandi umhyggju og tilfinninganæmis. Hæfileikann hafa bæði kyn fengið í vöggugjöf. Í gamni og alvöru má geta þess, að á Íslandi eru reifabörn enn íklædd bleiku eða bláu eftir því, hvernig þau líta út til klofsins. Þau koma yfirleitt í heiminn við hjálp ljósmæðra. Ljósfeður eru útdauðir (eða því sem næst). Svipaða sögu má um karlkyns uppalendur segja. Konur ráða því að miklu leyti ríkjum í heimi drengjanna. Við lifum nýja tíma í mannkynssögunni, þar sem börn af báðum kynjum eru nær einvörðungu alin upp af konum. Hver skyldu svo áhrifin vera? Býsna umhugsunarverð trúi ég. Stundum er talað um sálarkreppu föðurlausra drengja eða pilta, sem hafa ófullnægjandi tilfinningasamband við föður sinn eða ígildi hans. Umræddir drengir eiga erfitt með að átta sig á kynímynd sinni. Í heimi kvennanna leitast sumir þeirra við að tileinka sér kvenlega hugsun og látæði og koma til móts við þarfir kvennanna. Algeng tilbrigði; sumir eru þvingaðir til að leika eins konar elskhuga- og húsbóndahlutverk ; sumir verða sálusorgarar mæðra sinna; sumir verða ofurháðir mæðrum sínum (konum) og reyna af öllu afli að „tillíkjast“ þeim; sumir skirrast við nálægð þeirra, nálægð verður þeim ógnvænleg. Þegar þessir drengja yfirgefa heim uppeldiskvennanna, virðast þeir stundum óvelkomnir í heim karlanna, sem þeir bera takmarkað skynbragð á. Algeng viðbrögð; draga sig til hlés, sýna óframfærni í kynlífi og vankunnáttu um samskipti kynjanna; sýna ungæðishátt í hátterni og hugsun; verða óábyrgir og skeytingarlausir; sýna lögum og reglum vanvirðu. Heimi karlanna kynnast ofangreindir drengir sem sagt af viðhorfum uppeldiskvennanna. Þau sýnast oft og tíðum neikvæð, mörkuð skilningsleysi. Reynsluheimur karla er skiljanlega framandi konum. Drengir (og vitaskuld stúlkur einnig) kynnast karlmennskunni sömuleiðis í tölvuleikjum og kvikmyndum. Fjölmiðlar eru enn þá ein heimild þeirra um karlmennskuna. Venjulega eru karlmenn þar ýmist kynntir til sögu sem ofurhetjur, skúrkar eða kúgarar kvenna með ýmsum hætti, sbr. fréttaflutning RÚV. Fjarvera föður leiðir venjulega til skorts á nánum tengslum við karlmann og þess vegna skorts á náinni karlfyrirmynd. Þetta er jarðvegur ýmis konar truflana á sálinni, m.a. því að átta sig á, hvaða kyni þeir eiginlega tilheyri. Sumir hrekjast út í kynsamsömunarkreppu. Vel kann svo að vera, að ýgi drengja, sem alast upp meðal kvenna, megi rekja til ómeðvitaðra þarfa um að verða einhvers konar ofurkarl, karl í krapinu. Slíkt endar þó venjulega í hryggilegri og ofbeldisfullri skopstælingu. Lífið verður um megn. Þeir skammast sín fyrir kyn sitt og sjálfa sig, verða helteknir kynskömmustu. Sumir drekkja sér í vímu, aðrir velja að binda enda á líf sitt.Við hljótum að spyrja þeirrar spurningar; hvernig megi bæta úr? Ábyrgðin er okkar allra. En þegar stórt eru spurt, verður einatt fátt um svör. En vísbendingu er að fá í vönduðum vísindarannsóknum. Það hefur nefnilega þrásinnis verið sýnt fram á, að föðurnánd hafi góð og afgerandi áhrif á líf og sál drengja (og stúlkna að sjálfsögðu).Höfundur er ellilífeyrisþegi
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun