Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Margrét Helga Erlingsdóttir og Sylvía Hall skrifa 6. október 2018 20:07 Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu skipun Bretts Kavanaugh í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna en 50 greiddu atvæði með skipun hans gegn 48. Á annað þúsund mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í Washington. Á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð mátti heyra ítrekað kallað „skömm“ af þingpöllunum með þeim afleiðingum að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fann sig knúinn til að reyna á koma á friði í þingsal að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Atkvæðagreiðslan fór nokkurn veginn eins og gert hafði verið ráð fyrir en nær allir kusu eftir flokkslínunum fyrir utan þau Lisu Murkowski, repúblikana, sem sat hjá og Joe Manchin, demókrata, sem greiddi atkvæði með staðfestingu Kavanaughs. Steve Daines, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Montanafylki, var fjarverandi sökum þess að dóttir gifti sig á sama degi og atkvæðagreiðslan fór fram. Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. Þá hafa meðal annars brotist út mótmæli eftir að fréttir þess efnis tóku að spyrjast út en greint var frá því í gær að hundruð mótmælenda voru handteknir fyrir framan þinghúsið.Á annað þúsund mótmæltu við þinghúsið.vísir/apAlríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur rannsakað ásakanir á hendur Kavanaugh en alvarlegasta ásökunin er vafalítið frásögn Fords. Síðast þegar dómari var staðfestur með svo litlum mun var þegar George W. Bush tilnefndi Clarence Thomas árið 1991. Í kjölfarið komu fram ásakanir á hendur honum vegna kynferðislegrar áreitni í garð lögfræðingsins Anitu Hill. Atkvæðagreiðslan fór 52-48 og hefur hann verið dómari við Hæstarétt í 27 ár. Donald Trump fagnar niðurstöðu öldungadeildar á Twitter-síðu sinni og lofar Kavanaugh, en dómarinn verður svarinn í embætti nú á næstu klukkutímum. I applaud and congratulate the U.S. Senate for confirming our GREAT NOMINEE, Judge Brett Kavanaugh, to the United States Supreme Court. Later today, I will sign his Commission of Appointment, and he will be officially sworn in. Very exciting! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 6 October 2018 Tengdar fréttir Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun. 5. október 2018 20:15 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti rétt í þessu skipun Bretts Kavanaugh í embætti dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna en 50 greiddu atvæði með skipun hans gegn 48. Á annað þúsund mótmælenda komu saman fyrir utan þinghúsið í Washington. Á meðan á atkvæðagreiðslunni stóð mátti heyra ítrekað kallað „skömm“ af þingpöllunum með þeim afleiðingum að Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, fann sig knúinn til að reyna á koma á friði í þingsal að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Atkvæðagreiðslan fór nokkurn veginn eins og gert hafði verið ráð fyrir en nær allir kusu eftir flokkslínunum fyrir utan þau Lisu Murkowski, repúblikana, sem sat hjá og Joe Manchin, demókrata, sem greiddi atkvæði með staðfestingu Kavanaughs. Steve Daines, öldungadeildarþingmaður Repúblikana frá Montanafylki, var fjarverandi sökum þess að dóttir gifti sig á sama degi og atkvæðagreiðslan fór fram. Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. Þá hafa meðal annars brotist út mótmæli eftir að fréttir þess efnis tóku að spyrjast út en greint var frá því í gær að hundruð mótmælenda voru handteknir fyrir framan þinghúsið.Á annað þúsund mótmæltu við þinghúsið.vísir/apAlríkislögreglan í Bandaríkjunum hefur rannsakað ásakanir á hendur Kavanaugh en alvarlegasta ásökunin er vafalítið frásögn Fords. Síðast þegar dómari var staðfestur með svo litlum mun var þegar George W. Bush tilnefndi Clarence Thomas árið 1991. Í kjölfarið komu fram ásakanir á hendur honum vegna kynferðislegrar áreitni í garð lögfræðingsins Anitu Hill. Atkvæðagreiðslan fór 52-48 og hefur hann verið dómari við Hæstarétt í 27 ár. Donald Trump fagnar niðurstöðu öldungadeildar á Twitter-síðu sinni og lofar Kavanaugh, en dómarinn verður svarinn í embætti nú á næstu klukkutímum. I applaud and congratulate the U.S. Senate for confirming our GREAT NOMINEE, Judge Brett Kavanaugh, to the United States Supreme Court. Later today, I will sign his Commission of Appointment, and he will be officially sworn in. Very exciting! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) 6 October 2018
Tengdar fréttir Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun. 5. október 2018 20:15 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Sjá meira
Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Þingkona repúblikana og þingmaður demókrata lýstu því yfir að þau myndu greiða Brett Kavanaugh atkvæði sitt. Búist er við því að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti skipan hans sem hæstaréttardómara á morgun. 5. október 2018 20:15
Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14
Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13