Hver kenndi þér að segja þetta? Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm skrifar 20. september 2018 17:13 Áhugi minn á stjórnmálum er langt frá því að vera nýtilkominn og kom það engum sem þekkir mig á óvart þegar ég ákvað að taka stökkið og taka þátt í stjórnmálastarfi. Ég sagði í gríni við vinkonu mína fyrir stuttu ,,ég er nú einu sinni orðin pólitíkus.” Hún horfði blíðlega á mig og sagði að það hefði ég alltaf verið, ég hefði bara verið í smá afneitun. Það er ekkert smámál, raunar meira en mig hafði grunað, fyrir unga konu að hefja starf innan stjórnmálahreyfingar. Og þá á ég ekki við vegferðina innan hreyfingarinnar, hún hefur verið stórskemmtileg og þar hefur mér verið tekið opnum örmum, á mig hlustað og skoðanir mínar og reynsla virtar. Ég er að tala um viðbrögð annars fólks, oft fólks sem ég þekki lítið. Kunningar í raunheimum og á Facebook hafa á þessu mikla skoðun. ,,Það er aldeilis að þú ert vel þjálfuð af flokknum,” ,,hún er aldeilis sterk flokkshollustan, og þú bara nýbyrjuð” og uppáhaldið mitt ,,hver kenndi þér að segja þetta?” Þessar setningar og fleiri svipaðar hef ég fengið að heyra ef ég tjái mig um stjórnmál, persónur og atvik úr samfélaginu eða bara hvað sem er. Afhverju gerir fólk ráð fyrir að ég hafi ekki myndað mér mínar skoðanir sjálf? Er það af því ég er ung? Af því ég er ung kona? Er það nema von að ungt fólk sækist ekki eftir því að starfa í pólitík þegar þetta er það sem þau fá að heyra. Hættum þessu. Það kenndi mér enginn að segja neitt. Og með því hvet ég allt ungt fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum og samfélaginu í kringum sig að kynna sér starf ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna.Hreindís Ylva Garðarsdóttir HolmFormaður Ungra vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Áhugi minn á stjórnmálum er langt frá því að vera nýtilkominn og kom það engum sem þekkir mig á óvart þegar ég ákvað að taka stökkið og taka þátt í stjórnmálastarfi. Ég sagði í gríni við vinkonu mína fyrir stuttu ,,ég er nú einu sinni orðin pólitíkus.” Hún horfði blíðlega á mig og sagði að það hefði ég alltaf verið, ég hefði bara verið í smá afneitun. Það er ekkert smámál, raunar meira en mig hafði grunað, fyrir unga konu að hefja starf innan stjórnmálahreyfingar. Og þá á ég ekki við vegferðina innan hreyfingarinnar, hún hefur verið stórskemmtileg og þar hefur mér verið tekið opnum örmum, á mig hlustað og skoðanir mínar og reynsla virtar. Ég er að tala um viðbrögð annars fólks, oft fólks sem ég þekki lítið. Kunningar í raunheimum og á Facebook hafa á þessu mikla skoðun. ,,Það er aldeilis að þú ert vel þjálfuð af flokknum,” ,,hún er aldeilis sterk flokkshollustan, og þú bara nýbyrjuð” og uppáhaldið mitt ,,hver kenndi þér að segja þetta?” Þessar setningar og fleiri svipaðar hef ég fengið að heyra ef ég tjái mig um stjórnmál, persónur og atvik úr samfélaginu eða bara hvað sem er. Afhverju gerir fólk ráð fyrir að ég hafi ekki myndað mér mínar skoðanir sjálf? Er það af því ég er ung? Af því ég er ung kona? Er það nema von að ungt fólk sækist ekki eftir því að starfa í pólitík þegar þetta er það sem þau fá að heyra. Hættum þessu. Það kenndi mér enginn að segja neitt. Og með því hvet ég allt ungt fólk sem hefur áhuga á stjórnmálum og samfélaginu í kringum sig að kynna sér starf ungliðahreyfinga stjórnmálaflokkanna.Hreindís Ylva Garðarsdóttir HolmFormaður Ungra vinstri grænna
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar