Óréttlæt samræmd próf Jóna Benediktsdóttir skrifar 23. september 2018 16:25 Mig sveið óréttlæti í garð barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli þar sem ég sat yfir í samræmdu prófi í morgun og setti að því loknu saman þessar hugleiðingar og sendi á Menntamálastofnun. Hugleiðingar að lokinni yfirsetu í samræmdu próf í 7.bekk, í skóla þar sem nemendur eru með fjölbreyttan móðurmálsbakgrunn. Á síðustu tuttugu árum hefur margt breytst á Íslandi. Samsetning íbúanna hvað málbakgrunn varðar er orðin fjölbreyttari en áður var. Margir nemendur hafa ekki bakgrunn sem telst að öllu leyti íslenskur, eiga kannski annan eða báða foreldrana af erlendum uppruna þó að þeir sjálfir séu fæddir á Íslandi. Það að alast upp í umhverfi þar sem heimamálið er annað en skólamálið hefur mikil áhrif á þann málbakgrunn sem nemendur eiga möguleika á að byggja upp. Málbakgrunnurinn verður ekki endilega fátækur, því þessir nemendur eiga líka annað móðurmál, en hann verður annar. Í samræmdu prófi í íslensku fyrir 7.bekk voru nokkur orð og orðasambönd sem nemendur mínir, sem eiga einmitt svona bakgrunn, spurðu um, til dæmis: hugarlund, hugljúfi, brögð í tafli, þung á brún, illa til höfð, blær, askvaðandi, tortrygginn, híalín, og að virða einhvern viðlits svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig var einn lesskilningskafli úr barnabók sem lesin er fyrir krakka á mörgum heimilum þar sem foreldrar tala íslensku og lesa almennt fyrir börn sín, Emil og Skunda og annar úr sögunni Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður þar sem koma fyrir allskonar flókin orð og orðasambönd sem ekki eru notuð í daglegu tali lengur. Þessar spurningar nemenda og lesskilningstextar leiddu huga minn að þeim vangaveltum hvort ekki væri kominn tími til að við hugsuðum þessi próf með öðrum hætti. Það er svo ósanngjarnt gagnvart krökkum með erlendan bakgrunn að neikvæður veldisvöxtur sé í þeim mælistikum sem lagðar eru á frammistöðu þeirra í tungumálinu. Það er bæði að þeir hafa færri tækifæri til að byggja upp orðaforða og að prófað sé úr efni sem tilheyrir íslenskri heimilismenningu og þeir sem hafa tungumálalegt forskot hafa líka menningarlegt forskot á því sviði. Núna eru nemendur með fjölbreyttan móðurmálsgrunn á Íslandi og í grófum dráttum má að mínu viti skipta þeim í þrjá hópa. Nemendur sem eiga alfarið íslenskan grunn, nemendur sem hafa búið á Íslandi í nokkur ár en eiga foreldra sem tala litla eða enga íslensku og svo þá sem eru tiltölulega nýlega fluttir til Íslands og tala litla íslensku. Þeir nemendur sem eiga annan málbakgrunn en þann sem þekktist best á Íslandi til langs tíma, eiga ekki möguleika á að hafa aflað sér vitneskju um tungumálið með sama hætti og þeir sem eiga al-íslenskan málbakgrunn en allir eru samt metnir með sömu mælistiku. Í skóla fyrir alla tel ég það skjóta verulega skökku við og vil leggja til að Menntamálastofnun bjóði upp á tvær tegundir af samræmdum prófum í íslensku. Annars vegar þetta hefðbundna próf sem við þekkjum og hins vegar íslenskupróf fyrir nemendur með annan bakgrunn í móðurmáli. Þetta ætti að vera tiltölulega einfalt í framkvæmd og verða til þess að mælikvarðinn verði sanngjarnari. Við vitum öll að það að vera metinn eftir ósanngjörnum mælikvarða hefur ekki einungis áhrif á þá einu niðurstöðu sem gefin er í það skiptið heldur líka á heildarmyndina sem fólk er að byggja upp af sjálfu sér. Það er mikilvægt fyrir sjálfsmynd nemenda að mælikvarðar séu eins sanngjarnir og hægt er og þeir eiga auðvitað ekki að vera með innbyggða neikvæða áhrifavalda.Höfundur er grunnskólakennari. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Mig sveið óréttlæti í garð barna sem ekki hafa íslensku að móðurmáli þar sem ég sat yfir í samræmdu prófi í morgun og setti að því loknu saman þessar hugleiðingar og sendi á Menntamálastofnun. Hugleiðingar að lokinni yfirsetu í samræmdu próf í 7.bekk, í skóla þar sem nemendur eru með fjölbreyttan móðurmálsbakgrunn. Á síðustu tuttugu árum hefur margt breytst á Íslandi. Samsetning íbúanna hvað málbakgrunn varðar er orðin fjölbreyttari en áður var. Margir nemendur hafa ekki bakgrunn sem telst að öllu leyti íslenskur, eiga kannski annan eða báða foreldrana af erlendum uppruna þó að þeir sjálfir séu fæddir á Íslandi. Það að alast upp í umhverfi þar sem heimamálið er annað en skólamálið hefur mikil áhrif á þann málbakgrunn sem nemendur eiga möguleika á að byggja upp. Málbakgrunnurinn verður ekki endilega fátækur, því þessir nemendur eiga líka annað móðurmál, en hann verður annar. Í samræmdu prófi í íslensku fyrir 7.bekk voru nokkur orð og orðasambönd sem nemendur mínir, sem eiga einmitt svona bakgrunn, spurðu um, til dæmis: hugarlund, hugljúfi, brögð í tafli, þung á brún, illa til höfð, blær, askvaðandi, tortrygginn, híalín, og að virða einhvern viðlits svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig var einn lesskilningskafli úr barnabók sem lesin er fyrir krakka á mörgum heimilum þar sem foreldrar tala íslensku og lesa almennt fyrir börn sín, Emil og Skunda og annar úr sögunni Nú skyldi ég hlæja væri ég ekki dauður þar sem koma fyrir allskonar flókin orð og orðasambönd sem ekki eru notuð í daglegu tali lengur. Þessar spurningar nemenda og lesskilningstextar leiddu huga minn að þeim vangaveltum hvort ekki væri kominn tími til að við hugsuðum þessi próf með öðrum hætti. Það er svo ósanngjarnt gagnvart krökkum með erlendan bakgrunn að neikvæður veldisvöxtur sé í þeim mælistikum sem lagðar eru á frammistöðu þeirra í tungumálinu. Það er bæði að þeir hafa færri tækifæri til að byggja upp orðaforða og að prófað sé úr efni sem tilheyrir íslenskri heimilismenningu og þeir sem hafa tungumálalegt forskot hafa líka menningarlegt forskot á því sviði. Núna eru nemendur með fjölbreyttan móðurmálsgrunn á Íslandi og í grófum dráttum má að mínu viti skipta þeim í þrjá hópa. Nemendur sem eiga alfarið íslenskan grunn, nemendur sem hafa búið á Íslandi í nokkur ár en eiga foreldra sem tala litla eða enga íslensku og svo þá sem eru tiltölulega nýlega fluttir til Íslands og tala litla íslensku. Þeir nemendur sem eiga annan málbakgrunn en þann sem þekktist best á Íslandi til langs tíma, eiga ekki möguleika á að hafa aflað sér vitneskju um tungumálið með sama hætti og þeir sem eiga al-íslenskan málbakgrunn en allir eru samt metnir með sömu mælistiku. Í skóla fyrir alla tel ég það skjóta verulega skökku við og vil leggja til að Menntamálastofnun bjóði upp á tvær tegundir af samræmdum prófum í íslensku. Annars vegar þetta hefðbundna próf sem við þekkjum og hins vegar íslenskupróf fyrir nemendur með annan bakgrunn í móðurmáli. Þetta ætti að vera tiltölulega einfalt í framkvæmd og verða til þess að mælikvarðinn verði sanngjarnari. Við vitum öll að það að vera metinn eftir ósanngjörnum mælikvarða hefur ekki einungis áhrif á þá einu niðurstöðu sem gefin er í það skiptið heldur líka á heildarmyndina sem fólk er að byggja upp af sjálfu sér. Það er mikilvægt fyrir sjálfsmynd nemenda að mælikvarðar séu eins sanngjarnir og hægt er og þeir eiga auðvitað ekki að vera með innbyggða neikvæða áhrifavalda.Höfundur er grunnskólakennari. Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun