Mun afhenda nefndinni dagatöl frá 1982 til að styðja mál sitt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2018 22:02 Brett Kavanaugh. AP/Andrew Harnik Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár.New York Times greinir frá og hefur eftir starfsmanni sem vinnur að því að þingið staðfesti útnefningu Kavanaugh sem hæstaréttardómara. Christine Blasey Ford hefur sakaða hann um kynferðislegt ofbeldi sem hún segir hafa átt sér stað sumarið 1982 er hún var fimmtán ára og Kavanaugh 17 ára. Kavanaugh hefur þvertekið fyrir ásakanir Ford. Teymi Kavanaugh viðurkennir reyndar að dagatölin muni ekki afsanna ásakanir Ford en þær munu verða lagðar fram til þess að sýna hvernig Kavanaugh eyddi tíma sínum sumarið 1982. Partýið eða veislan sem árásin er sögð hafa verið framin í er ekki skráð á dagatöl hans en í frétt New York Times segir að á dagatölin séu skráðar aðrar veislur. Dagatölin sýna að Kavanaugh eyddi megninu af sumrinu á ströndinni eða með foreldrum sínum en þegar hann var staddur heima hjá sér í bænum sem árásin er sögð hafa átt sér stað var hann yfirleitt í körfubolta, í kvikmyndahúsum eða í viðtölum vegna inntöku í háskóla.Ford kemur fyrir nefndina á fimmtudag Í gær var staðfest að Ford myndi mæta fyrir þingnefndina til þess að svara spurningum þingmanna um ásakanirnar og í dag var staðfest að sá fundur verði haldinn á fimmtudaginn. Þar mun Ford, ásamt Kavanaugh, mæta.Í frétt New York Times um fundinn segir að það eina sem óvíst sé um þann fund sé hvort Repúblikanar í nefndinni, sem eru í meirihluta, muni fá lögfræðing eða annan aðila til þess að spyrja Ford út í ásakanirnar, í stað þess að gera það sjálfir. Eru leiðtogar repúblikana sagðir hafa áhyggjur af því að það kunni að líta illa út að nefndarmenn repúblikana, sem allir eru karlmenn, gangi hart að Ford vegna ásakanna hennar í garð Kavanaugh. Donald Trump Tengdar fréttir Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donald Trump Bandaríkjaforseta, hyggst afhenda dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings dagatöl frá 1982 til þess að renna stoðum undir neitun hans á því að hafa framið kynferðisbrot sama ár.New York Times greinir frá og hefur eftir starfsmanni sem vinnur að því að þingið staðfesti útnefningu Kavanaugh sem hæstaréttardómara. Christine Blasey Ford hefur sakaða hann um kynferðislegt ofbeldi sem hún segir hafa átt sér stað sumarið 1982 er hún var fimmtán ára og Kavanaugh 17 ára. Kavanaugh hefur þvertekið fyrir ásakanir Ford. Teymi Kavanaugh viðurkennir reyndar að dagatölin muni ekki afsanna ásakanir Ford en þær munu verða lagðar fram til þess að sýna hvernig Kavanaugh eyddi tíma sínum sumarið 1982. Partýið eða veislan sem árásin er sögð hafa verið framin í er ekki skráð á dagatöl hans en í frétt New York Times segir að á dagatölin séu skráðar aðrar veislur. Dagatölin sýna að Kavanaugh eyddi megninu af sumrinu á ströndinni eða með foreldrum sínum en þegar hann var staddur heima hjá sér í bænum sem árásin er sögð hafa átt sér stað var hann yfirleitt í körfubolta, í kvikmyndahúsum eða í viðtölum vegna inntöku í háskóla.Ford kemur fyrir nefndina á fimmtudag Í gær var staðfest að Ford myndi mæta fyrir þingnefndina til þess að svara spurningum þingmanna um ásakanirnar og í dag var staðfest að sá fundur verði haldinn á fimmtudaginn. Þar mun Ford, ásamt Kavanaugh, mæta.Í frétt New York Times um fundinn segir að það eina sem óvíst sé um þann fund sé hvort Repúblikanar í nefndinni, sem eru í meirihluta, muni fá lögfræðing eða annan aðila til þess að spyrja Ford út í ásakanirnar, í stað þess að gera það sjálfir. Eru leiðtogar repúblikana sagðir hafa áhyggjur af því að það kunni að líta illa út að nefndarmenn repúblikana, sem allir eru karlmenn, gangi hart að Ford vegna ásakanna hennar í garð Kavanaugh.
Donald Trump Tengdar fréttir Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02 Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22. september 2018 19:02
Vill tryggja öryggi fjölskyldu sinnar og njóta sanngirni Christine Blasey Ford, sem hefur sakað Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um nauðgun þegar þau voru í menntaskóla er tilbúin til að svara spurningum öldungadeildarþingmanna. 21. september 2018 09:52