Afdalamenn og orkupakkar Ole Anton Bieltvedt skrifar 24. september 2018 11:55 Fyrst þetta: Sjálfstæði og velferð fæst ekki án efnahagslegs styrks, efnahagslegs sjálfstæðis, og efnahagslegt sjálfstæði fæst aðeins með þáttöku í alþjóðasamstarfi og fullri nýtingu alþjóðlegra markaða; Sjálfstæði og velferð án efnahagslegs sjálfstæðis er ekki til. Gott dæmi um þetta er Kúba. Sumir hér eru svo þröngsýnir og íhaldsamir, að þeir sjá skrattann málaðan á vegginn, ef horft er út fyrir landsteina, svo ekki sé nú talað um, að gengið sé til samvinnu, samstarfs og tengsla við erlend öfl, þjóðir og ríkjasambönd. Alþjóðleg mynt er í hugum margra illt mál og hættulegt, og ógnun við sjálfstæði landsmanna, þó að gjaldmiðill landsmanna, blessuð krónan, hafi reynst hið mesta svikatól og bölvaldur; svo má illu venjast að gott þyki. Helzt verður að kalla þetta afdalamennsku. Sem betur fer er verulegur hluti þjóðarinnar frjálslyndur, framfarasinnaður og með víðan sjóndeildarhring og skilning. Má þakka þessum hluta þjóðarinnar þær miklu framfarir og þá upprisu frá hruninu, sem orðið hefur. Þetta fólk skilur, að ný samgöngutækni hefur fært menn og þjóðir nær hverjum öðrum, og, að jörðin er orðin einn vettvangur, sem allt mannkynið verður að deila með sér. Gagnkvæmur skilningur, samstarf manna og þjóða og virðing við lífríki jarðar hljóta því að verða einkunnarorð komandi kynslóða. Stærð plánetunnar Jarðar er ekki meiri en svo, að við getum ferðast hvert á Jörð sem er á innan við sólarhring. Á síðustu dögum hafa afdalamenn landsins látið að sér kveðja í vaxandi mæli, og nú er hættan 3. orkupakki ESB. Mætir menn, líka ritstjórar og fyrrverandi ritstjórar, sumir kalla sig „hina öldnu sveit“, hafa blásið í varnaðar- og hættu lúðra. Er mönnum mikið niðri fyrir. Er jafnvel gengið í skrokk á félögum og samherjum, sem þó hafa reynzt íhaldssamir vel í ýmsu öðru, og þeim brigzlað um brot á grundvallarstefnu stjórnmálaflokka og sjálfstæði þjóðarinnar. Í 25 ár höfum verið á innri markaði ESB, stærsta og öflugusta markaði heims, með framleiðsluvörur okkar og þjónustu. Þetta hefur tryggt okkur bezta mögulega verð fyrir afurðir okkar, en þær fara 80% til Evrópu, á sama hátt og við höfum haft aðgang að því vöruframboði annarra þjóða, sem innri markaður ESB býður upp á - sennilega því bezta í heimi - en það hefur tryggt okkur lægsta mögulega verð og beztu mögulegu gæði á vöruaðdrætti okkar. Á sama tíma njótum við ferða-, dvalar- og starfsfrelsis í 31 landi, en gagnkvæm réttindi annarra ESB búa hafa tryggt okkur, að við gætum mannað öra uppbyggingu ferðaþjónustunnar, byggingariðnaðarins og fyllt í eyður á ýmsum öðrum starfssviðum, þar sem innlenda starfskrafta skorti. Þessi frjálsu samskipti og þessi frjálsa samkeppni, sem yfirstjórn ESB hefur jafnan tryggt, að sé sem sanngjörnust og réttlátust fyrir alla markaðsþátttakendur - líka og sérstaklega með tilliti til hagsmuna og öryggis almennings og neytenda – hefur gert okkur Íslendingum kleift, að rífa okkur fljótt og vel upp úr hruninu - sem reyndar aldrei hefði orðið, ef hér hefði verið Evra, ekki króna -, og byggja upp meiri velferð fyrir landsmenn, en áður þekktist. Þeir menn, sem beittu sér fyrir inngöngu Íslands í ESB, í gegnum EFTA og EES-samninginn, eiga því miklar þakkir skildar fyrir þá framsýni og þann framtíðarskilning, sem þeir sýndu, en þar standa fremstir í flokki Jón Baldvin, Björn Bjarnason og – undarlegt nokk – Davíð Oddsson (hjá ýmsum eykst vizkan með árunum, hjá öðrum virðist hún rýrna). Vatns- og hveraorka er auðvitað eins og hver annar varningur, sem gengur kaupum og sölu á grundvelli framboðs, eftirspurnar og markaðsverðs, kaupendum og neytendum til góðs, og má líkja henni við viðskipti með olíu, kol, sólarorku eða kjarnorku. Gildir það sama um orku landsmanna og hátæknivörur, flutningsþjónustu, ál- og fisksölu – að ekki sé nú talað um ferðaþjónustuna - og aðrar afurðir. Ef gæði eru mikil og kostnaður lágur, höfum við allt að vinna og litlu að tapa með því að fara inn á stóran og öflugan markað, auk þess sem slíkur markaður veitir okkur sjálfum aðhald. Auðvitað verður að tryggja, að við ráðum fyrir eigin orku, eins og við ráðum fyrir annari starfsemi og framleiðslu í landinu, en mín skoðun málsins bendir til, að svo sé, án vafa, og vísa ég þá m.a. til minnisblaðs Ólafs J. Einarssonar, lögmanns og fyrrverandi framkvæmdastjóri Eftirlittssofnunar EFTA, til fjölmargra ára - sem trúlega veit manna mest og bezt um þetta mál -, en minnisblaðið var birt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á ráðherra, Þórdís Kolbrún, heiður skilinn fyrir að hafa beitt sér fyrir þessari faglegu og traustvekjandi úttekt á orkupakkanum. Til viðbótar kemur, að 30 aðrar evrópskar þjóður, líka frændur okkar, Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar, hafa samþykkt þennan orkupakka og sjá sér hag í honum. Enginn vill hér afsala sér forræði og sjálfstæði, frekar en við. Skyldu frændur okkar ekki vita, hvað þeir eru að gera? Vantar þá eitt stykki „aldna sveit“ til ráðgjafar? Annað mál er það, að við erum hreint ekki inni á evrópskum orkumarkaði, þar sem við erum ekki tengd því orkukerfi. Til þess þyrfti sæstreng til Bretlands eða meginlands Evrópu, sem óvíst er að komi nokkru sinni, en á meginlandi Evrópu er nánast ótakmarkaður aðgangur að vind-, sólar- og sjávarorku, en með nýrri tækni, sem líka er í örri þróun, má telja, að meginlandið verði sjálfu sér nægt með hagstæða, græna orku í framtíðinni. Fyrir undirrituðum er hér því á ferðinni stormur í vatnsglasi, og þeir, sem að honum standa, mega gjarnan draga sig til baka til afdala sinna og halda sig þar.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Fyrst þetta: Sjálfstæði og velferð fæst ekki án efnahagslegs styrks, efnahagslegs sjálfstæðis, og efnahagslegt sjálfstæði fæst aðeins með þáttöku í alþjóðasamstarfi og fullri nýtingu alþjóðlegra markaða; Sjálfstæði og velferð án efnahagslegs sjálfstæðis er ekki til. Gott dæmi um þetta er Kúba. Sumir hér eru svo þröngsýnir og íhaldsamir, að þeir sjá skrattann málaðan á vegginn, ef horft er út fyrir landsteina, svo ekki sé nú talað um, að gengið sé til samvinnu, samstarfs og tengsla við erlend öfl, þjóðir og ríkjasambönd. Alþjóðleg mynt er í hugum margra illt mál og hættulegt, og ógnun við sjálfstæði landsmanna, þó að gjaldmiðill landsmanna, blessuð krónan, hafi reynst hið mesta svikatól og bölvaldur; svo má illu venjast að gott þyki. Helzt verður að kalla þetta afdalamennsku. Sem betur fer er verulegur hluti þjóðarinnar frjálslyndur, framfarasinnaður og með víðan sjóndeildarhring og skilning. Má þakka þessum hluta þjóðarinnar þær miklu framfarir og þá upprisu frá hruninu, sem orðið hefur. Þetta fólk skilur, að ný samgöngutækni hefur fært menn og þjóðir nær hverjum öðrum, og, að jörðin er orðin einn vettvangur, sem allt mannkynið verður að deila með sér. Gagnkvæmur skilningur, samstarf manna og þjóða og virðing við lífríki jarðar hljóta því að verða einkunnarorð komandi kynslóða. Stærð plánetunnar Jarðar er ekki meiri en svo, að við getum ferðast hvert á Jörð sem er á innan við sólarhring. Á síðustu dögum hafa afdalamenn landsins látið að sér kveðja í vaxandi mæli, og nú er hættan 3. orkupakki ESB. Mætir menn, líka ritstjórar og fyrrverandi ritstjórar, sumir kalla sig „hina öldnu sveit“, hafa blásið í varnaðar- og hættu lúðra. Er mönnum mikið niðri fyrir. Er jafnvel gengið í skrokk á félögum og samherjum, sem þó hafa reynzt íhaldssamir vel í ýmsu öðru, og þeim brigzlað um brot á grundvallarstefnu stjórnmálaflokka og sjálfstæði þjóðarinnar. Í 25 ár höfum verið á innri markaði ESB, stærsta og öflugusta markaði heims, með framleiðsluvörur okkar og þjónustu. Þetta hefur tryggt okkur bezta mögulega verð fyrir afurðir okkar, en þær fara 80% til Evrópu, á sama hátt og við höfum haft aðgang að því vöruframboði annarra þjóða, sem innri markaður ESB býður upp á - sennilega því bezta í heimi - en það hefur tryggt okkur lægsta mögulega verð og beztu mögulegu gæði á vöruaðdrætti okkar. Á sama tíma njótum við ferða-, dvalar- og starfsfrelsis í 31 landi, en gagnkvæm réttindi annarra ESB búa hafa tryggt okkur, að við gætum mannað öra uppbyggingu ferðaþjónustunnar, byggingariðnaðarins og fyllt í eyður á ýmsum öðrum starfssviðum, þar sem innlenda starfskrafta skorti. Þessi frjálsu samskipti og þessi frjálsa samkeppni, sem yfirstjórn ESB hefur jafnan tryggt, að sé sem sanngjörnust og réttlátust fyrir alla markaðsþátttakendur - líka og sérstaklega með tilliti til hagsmuna og öryggis almennings og neytenda – hefur gert okkur Íslendingum kleift, að rífa okkur fljótt og vel upp úr hruninu - sem reyndar aldrei hefði orðið, ef hér hefði verið Evra, ekki króna -, og byggja upp meiri velferð fyrir landsmenn, en áður þekktist. Þeir menn, sem beittu sér fyrir inngöngu Íslands í ESB, í gegnum EFTA og EES-samninginn, eiga því miklar þakkir skildar fyrir þá framsýni og þann framtíðarskilning, sem þeir sýndu, en þar standa fremstir í flokki Jón Baldvin, Björn Bjarnason og – undarlegt nokk – Davíð Oddsson (hjá ýmsum eykst vizkan með árunum, hjá öðrum virðist hún rýrna). Vatns- og hveraorka er auðvitað eins og hver annar varningur, sem gengur kaupum og sölu á grundvelli framboðs, eftirspurnar og markaðsverðs, kaupendum og neytendum til góðs, og má líkja henni við viðskipti með olíu, kol, sólarorku eða kjarnorku. Gildir það sama um orku landsmanna og hátæknivörur, flutningsþjónustu, ál- og fisksölu – að ekki sé nú talað um ferðaþjónustuna - og aðrar afurðir. Ef gæði eru mikil og kostnaður lágur, höfum við allt að vinna og litlu að tapa með því að fara inn á stóran og öflugan markað, auk þess sem slíkur markaður veitir okkur sjálfum aðhald. Auðvitað verður að tryggja, að við ráðum fyrir eigin orku, eins og við ráðum fyrir annari starfsemi og framleiðslu í landinu, en mín skoðun málsins bendir til, að svo sé, án vafa, og vísa ég þá m.a. til minnisblaðs Ólafs J. Einarssonar, lögmanns og fyrrverandi framkvæmdastjóri Eftirlittssofnunar EFTA, til fjölmargra ára - sem trúlega veit manna mest og bezt um þetta mál -, en minnisblaðið var birt á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Á ráðherra, Þórdís Kolbrún, heiður skilinn fyrir að hafa beitt sér fyrir þessari faglegu og traustvekjandi úttekt á orkupakkanum. Til viðbótar kemur, að 30 aðrar evrópskar þjóður, líka frændur okkar, Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar, hafa samþykkt þennan orkupakka og sjá sér hag í honum. Enginn vill hér afsala sér forræði og sjálfstæði, frekar en við. Skyldu frændur okkar ekki vita, hvað þeir eru að gera? Vantar þá eitt stykki „aldna sveit“ til ráðgjafar? Annað mál er það, að við erum hreint ekki inni á evrópskum orkumarkaði, þar sem við erum ekki tengd því orkukerfi. Til þess þyrfti sæstreng til Bretlands eða meginlands Evrópu, sem óvíst er að komi nokkru sinni, en á meginlandi Evrópu er nánast ótakmarkaður aðgangur að vind-, sólar- og sjávarorku, en með nýrri tækni, sem líka er í örri þróun, má telja, að meginlandið verði sjálfu sér nægt með hagstæða, græna orku í framtíðinni. Fyrir undirrituðum er hér því á ferðinni stormur í vatnsglasi, og þeir, sem að honum standa, mega gjarnan draga sig til baka til afdala sinna og halda sig þar.Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun