Víkingaklapp fyrir verðlagið Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. september 2018 07:00 Ég var staddur á spænskri ferðaskrifstofu fyrir stuttu þegar þjóðerni mitt barst í tal og þar sem mannmergð var allnokkur hafði ég uppi hin fegurstu orð um landið og hnykkti út með því að ferðaskrifstofan ætti að bjóða upp á ferðir þangað. Svarið var stutt: „Ísland er svo dýrt, það þýðir ekkert.“ Ég vissi að frúin fór ekki með fleipur en mér fannst sárt að sitja undir þessu enda voru allra augu á mér líkt og ég bæri ábyrgð á dýrtíðinni. Af hverju gat hún ekki talað um víkingaklappið, Of Monsters and Men eða Sigur Rós, án þess þó að minnast á tollamálin? En þar sem ég hef lítillega tekið þátt í bæjarpólitíkinni ákvað ég nú að bregða mér í gervi stjórnmálamannsins til að verjast áganginum. Tók ég mér til fyrirmyndar José María Azanar, sem var formaður Lýðflokksins þegar spilling flokksins náði óþekktum hæðum, en hann kom fyrir þingið í síðustu viku og kannaðist ekkert við fyrrverandi fjármálastjóra sinn sem situr nú í fangelsi fyrir að safna mútugreiðslunum á reikning sinn í Sviss og allir dómar sem fellt hefðu flokksmenn og svert flokkinn voru bara einhver misskilningur. Svo fór hann hlæjandi eins og hross og sagði fundinn hafa verið hina mestu skemmtan. Ef hann gat varið þennan flokk sinn með töffarasvip og hlátrasköllum hlýt ég að geta varið föðurlandið þegar á reynir, hugsaði ég með mér. „Ég hef tvisvar fengið verðandi hjón sem ætluðu að fara til Íslands í brúðkaupsferð,“ sagði frúin meðan ég setti upp töffarasvipinn, „en þegar þau áttuðu sig á verðlaginu ákváðu þau að fara bara til Noregs.“ „Til Noregs?“ sagði ég meðan ég áttaði mig á því að mínum stutta stjórnmálaferli var lokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Sjá meira
Ég var staddur á spænskri ferðaskrifstofu fyrir stuttu þegar þjóðerni mitt barst í tal og þar sem mannmergð var allnokkur hafði ég uppi hin fegurstu orð um landið og hnykkti út með því að ferðaskrifstofan ætti að bjóða upp á ferðir þangað. Svarið var stutt: „Ísland er svo dýrt, það þýðir ekkert.“ Ég vissi að frúin fór ekki með fleipur en mér fannst sárt að sitja undir þessu enda voru allra augu á mér líkt og ég bæri ábyrgð á dýrtíðinni. Af hverju gat hún ekki talað um víkingaklappið, Of Monsters and Men eða Sigur Rós, án þess þó að minnast á tollamálin? En þar sem ég hef lítillega tekið þátt í bæjarpólitíkinni ákvað ég nú að bregða mér í gervi stjórnmálamannsins til að verjast áganginum. Tók ég mér til fyrirmyndar José María Azanar, sem var formaður Lýðflokksins þegar spilling flokksins náði óþekktum hæðum, en hann kom fyrir þingið í síðustu viku og kannaðist ekkert við fyrrverandi fjármálastjóra sinn sem situr nú í fangelsi fyrir að safna mútugreiðslunum á reikning sinn í Sviss og allir dómar sem fellt hefðu flokksmenn og svert flokkinn voru bara einhver misskilningur. Svo fór hann hlæjandi eins og hross og sagði fundinn hafa verið hina mestu skemmtan. Ef hann gat varið þennan flokk sinn með töffarasvip og hlátrasköllum hlýt ég að geta varið föðurlandið þegar á reynir, hugsaði ég með mér. „Ég hef tvisvar fengið verðandi hjón sem ætluðu að fara til Íslands í brúðkaupsferð,“ sagði frúin meðan ég setti upp töffarasvipinn, „en þegar þau áttuðu sig á verðlaginu ákváðu þau að fara bara til Noregs.“ „Til Noregs?“ sagði ég meðan ég áttaði mig á því að mínum stutta stjórnmálaferli var lokið.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar