Úrslitastund í Hæstarétti seinnipartinn Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. september 2018 06:00 Ragnar Aðalsteinsson flutti mál Guðjóns Skarphéðinssonar í Hæstarétti fyrr í mánuðinum og krafðist þess að hann yrði lýstur saklaus. Fréttablaðið/Ernir Dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum klukkan 14 í dag. Búist er við sýknudómi og helst að óvissa ríki um hvort Hæstiréttur lýsi yfir sakleysi dómfelldu eins og Ragnar Aðalsteinsson gerir kröfu um fyrir sinn skjólstæðing, Guðjón Skarphéðinsson. „Ég er reiðubúinn öllu,“ segir Ragnar aðspurður um væntingar til nýs dóms, en lýsir þó aukinni bjartsýni eftir að ljóst varð að myndavélar verði leyfðar við dómsuppkvaðninguna og tekur fram að það hafi ekki gerst lengi að Hæstiréttur leyfi myndatökur við dómsuppkvaðningu, jafnvel ekki síðan dómur var kveðinn upp í sama máli árið 1980, en til eru fréttaupptökur af forseta Hæstaréttar lesa dómsorðið upp. Í málflutningi í Hæstarétti fyrr í mánuðinum virtist óumdeilt að Hæstiréttur gæti ekki kveðið upp sakfellingardóm þar sem enginn gerir slíka kröfu. En menn greinir á um hversu langt Hæstiréttur getur gengið í sýknudómi. „Það vakti nokkra athygli að ég skyldi krefjast dóms um sakleysi Guðjóns Skarphéðinssonar. Var jafnvel látið að því liggja að þar sem það hefði ekki verið gert væri það ógerlegt,“ segir Ragnar og bendir á að þetta sé alls ekki óþekkt. Hann vísar til máls Peters Fell í Bretlandi sem var lýstur saklaus af áfrýjunardómstól í Bretlandi eftir að hafa setið í fangelsi í 17 ár fyrir morð. Við dómsuppkvaðninguna sagði einn þriggja dómaranna sem kváðu upp dóminn: „Fell er saklaus af þessum hræðilegu morðum og hann á það skilið að við lýsum því yfir.“ Dómurinn hlaut mikla athygli í Bretlandi á sínum tíma, ekki síst vegna yfirlýsingar dómsins um sakleysi Fells. Mál Fells er áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálum að ýmsu leyti. Sakfellingin var byggð eingöngu á framburðum hans og sálfræðingar lýstu því síðar yfir að hann væri raðjátari (e. serial confessor) og ekkert væri að marka játningar hans. Við lok munnlegs málflutnings í Hæstarétti varð nokkur umræða um sýknudóma og sakleysi. Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, kvað ekki mögulegt að setja fram slíka kröfu enda sé bara unnt að krefjast sakfellingar eða sýknu. „Í sýknudómi felst yfirlýsing um sakleysi,“ sagði Jón Steinar til nánari skýringar. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, tók undir þetta en lýsti þó því viðhorfi að mikilvægt væri að tekin yrðu af tvímæli um að meintir atburðir sem dómurinn byggir á hefðu aldrei gerst. Ragnar mótmælti því að í sýknudómi fælist ávallt yfirlýsing um sakleysi og tók dæmi um sýknudóma þar vegna skorts á sönnunargögnum eða vafa sem skýra þurfti sakborningi í hag. Um slíkt sé ekki að ræða í því máli sem hér um ræðir. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11 Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. 12. september 2018 13:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Sjá meira
Dómur verður kveðinn upp í Guðmundar- og Geirfinnsmálum klukkan 14 í dag. Búist er við sýknudómi og helst að óvissa ríki um hvort Hæstiréttur lýsi yfir sakleysi dómfelldu eins og Ragnar Aðalsteinsson gerir kröfu um fyrir sinn skjólstæðing, Guðjón Skarphéðinsson. „Ég er reiðubúinn öllu,“ segir Ragnar aðspurður um væntingar til nýs dóms, en lýsir þó aukinni bjartsýni eftir að ljóst varð að myndavélar verði leyfðar við dómsuppkvaðninguna og tekur fram að það hafi ekki gerst lengi að Hæstiréttur leyfi myndatökur við dómsuppkvaðningu, jafnvel ekki síðan dómur var kveðinn upp í sama máli árið 1980, en til eru fréttaupptökur af forseta Hæstaréttar lesa dómsorðið upp. Í málflutningi í Hæstarétti fyrr í mánuðinum virtist óumdeilt að Hæstiréttur gæti ekki kveðið upp sakfellingardóm þar sem enginn gerir slíka kröfu. En menn greinir á um hversu langt Hæstiréttur getur gengið í sýknudómi. „Það vakti nokkra athygli að ég skyldi krefjast dóms um sakleysi Guðjóns Skarphéðinssonar. Var jafnvel látið að því liggja að þar sem það hefði ekki verið gert væri það ógerlegt,“ segir Ragnar og bendir á að þetta sé alls ekki óþekkt. Hann vísar til máls Peters Fell í Bretlandi sem var lýstur saklaus af áfrýjunardómstól í Bretlandi eftir að hafa setið í fangelsi í 17 ár fyrir morð. Við dómsuppkvaðninguna sagði einn þriggja dómaranna sem kváðu upp dóminn: „Fell er saklaus af þessum hræðilegu morðum og hann á það skilið að við lýsum því yfir.“ Dómurinn hlaut mikla athygli í Bretlandi á sínum tíma, ekki síst vegna yfirlýsingar dómsins um sakleysi Fells. Mál Fells er áþekkt Guðmundar- og Geirfinnsmálum að ýmsu leyti. Sakfellingin var byggð eingöngu á framburðum hans og sálfræðingar lýstu því síðar yfir að hann væri raðjátari (e. serial confessor) og ekkert væri að marka játningar hans. Við lok munnlegs málflutnings í Hæstarétti varð nokkur umræða um sýknudóma og sakleysi. Jón Steinar Gunnlaugsson, verjandi Kristjáns Viðars Júlíussonar, kvað ekki mögulegt að setja fram slíka kröfu enda sé bara unnt að krefjast sakfellingar eða sýknu. „Í sýknudómi felst yfirlýsing um sakleysi,“ sagði Jón Steinar til nánari skýringar. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, tók undir þetta en lýsti þó því viðhorfi að mikilvægt væri að tekin yrðu af tvímæli um að meintir atburðir sem dómurinn byggir á hefðu aldrei gerst. Ragnar mótmælti því að í sýknudómi fælist ávallt yfirlýsing um sakleysi og tók dæmi um sýknudóma þar vegna skorts á sönnunargögnum eða vafa sem skýra þurfti sakborningi í hag. Um slíkt sé ekki að ræða í því máli sem hér um ræðir.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04 Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11 Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. 12. september 2018 13:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Sjá meira
„Ef þetta væri ekki svona grátlegt þá væri þetta einn stór brandari“ Málflutningur í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála hófst í Hæstarétti Íslands klukkan 9 í morgun. 13. september 2018 13:04
Værum ekki hér „ef ekki hefði verið fyrir baráttuþrek Sævars Ciesielski“ Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Marínós Ciesielski, tók undir kröfu ákæruvaldsins um að Sævar verði sýknaður við endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna í Hæstarétti. 13. september 2018 19:11
Allir krefjast sýknu í Hæstarétti á morgun Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála hefst í Hæstarétti Íslands á morgun. 12. september 2018 13:00