Tekist á um fjórðu ásakanirnar í garð Kavanaugh Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2018 08:48 Brett Kavanaugh er á hálum ís. Vísir/Getty Dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings spurðist fyrir um enn einar ásakanir í garð Brett Kavanaugh eftir að nafnlaust bréf barst þingmanni þess efnis að hæstaréttardómaraefnið hefði kynferðislega áreitt konu í Washington árið 1998. Demókratar telja mögulegt að Repúblikanar hafi lekið efni bréfsins til þess að láta aðrar ásakanir í garð Kavanaugh líta verr út.Fréttastofa NBC greinir frá og segir að nafnlaust bréf hafi borist öldungardeildarþingmanninum og repúblikanum Cory Gardner. Í bréfinu segir bréfritari að Kavanaugh hafi ýtt vinkonu bréfritara upp að vegg og hagað sér á kynferðislegan hátt í garð hennar. Segir bréfritari að fjórir einstaklingar hafi orðið vitni að hinni meintu árás en að enginn þeirra vilji stíga fram undir nafni. Í frétt NBC segir að könnun þingmanna í dómsmálanefnd hafi falið það í sér að hringja í Kavanaugh og spyrja hann út í ásakanirnar. „Við erum að tala um nafnlaust bréf um nafnlausa persónu og nafnlausan vin. Þetta er fáránlegt,“ sagði Kavanaugh í símtalinu.Sjá einnig:„Ég er dauðhrædd“Talsmaður formanns nefndarinnar, repúblikans Charles Grassley, segir að þingnefndin taki bréfið ekki alvarlega þar sem útilokað sé að sannreyna efni bréfsins þar sem ásakanirnar séu gerðar í skjóli nafnleyndar.Heimildarmaður NBC innan raða Demókrata segir að nefndarmenn flokksins séu ekki sáttir við hvernig Repúblikanar rannsökuðu málið og telja þeir að rannsaka ætti ásakanirnar frekar. Þá útiloka þeir ekki að efni bréfsins hafi verið lekið af Repúblikönum í tilraun til þess að láta ásakanir þriggja annarra kvenna, sem allar hafa komið fram undir nafni, líta verr út.Búist er við að dagurinn í dag geti reyndst afdrifaríkur fyrir vonir Kavanaugh um að setjast í Hæstarétt Bandaríkjanna. Í dag mun Christine Blasey Ford, sem sakað hefur hann um kynferðislegt ofbeldi, koma fyrir þingnefndina og svara spurningum þingmanna klukkan tvö í dag að íslenskum tíma. Donald Trump Tengdar fréttir Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00 Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. 27. september 2018 06:30 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings spurðist fyrir um enn einar ásakanir í garð Brett Kavanaugh eftir að nafnlaust bréf barst þingmanni þess efnis að hæstaréttardómaraefnið hefði kynferðislega áreitt konu í Washington árið 1998. Demókratar telja mögulegt að Repúblikanar hafi lekið efni bréfsins til þess að láta aðrar ásakanir í garð Kavanaugh líta verr út.Fréttastofa NBC greinir frá og segir að nafnlaust bréf hafi borist öldungardeildarþingmanninum og repúblikanum Cory Gardner. Í bréfinu segir bréfritari að Kavanaugh hafi ýtt vinkonu bréfritara upp að vegg og hagað sér á kynferðislegan hátt í garð hennar. Segir bréfritari að fjórir einstaklingar hafi orðið vitni að hinni meintu árás en að enginn þeirra vilji stíga fram undir nafni. Í frétt NBC segir að könnun þingmanna í dómsmálanefnd hafi falið það í sér að hringja í Kavanaugh og spyrja hann út í ásakanirnar. „Við erum að tala um nafnlaust bréf um nafnlausa persónu og nafnlausan vin. Þetta er fáránlegt,“ sagði Kavanaugh í símtalinu.Sjá einnig:„Ég er dauðhrædd“Talsmaður formanns nefndarinnar, repúblikans Charles Grassley, segir að þingnefndin taki bréfið ekki alvarlega þar sem útilokað sé að sannreyna efni bréfsins þar sem ásakanirnar séu gerðar í skjóli nafnleyndar.Heimildarmaður NBC innan raða Demókrata segir að nefndarmenn flokksins séu ekki sáttir við hvernig Repúblikanar rannsökuðu málið og telja þeir að rannsaka ætti ásakanirnar frekar. Þá útiloka þeir ekki að efni bréfsins hafi verið lekið af Repúblikönum í tilraun til þess að láta ásakanir þriggja annarra kvenna, sem allar hafa komið fram undir nafni, líta verr út.Búist er við að dagurinn í dag geti reyndst afdrifaríkur fyrir vonir Kavanaugh um að setjast í Hæstarétt Bandaríkjanna. Í dag mun Christine Blasey Ford, sem sakað hefur hann um kynferðislegt ofbeldi, koma fyrir þingnefndina og svara spurningum þingmanna klukkan tvö í dag að íslenskum tíma.
Donald Trump Tengdar fréttir Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00 Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. 27. september 2018 06:30 „Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. 26. september 2018 21:00
Kavanaugh og Ford mæta til yfirheyrslna í öldungadeildinni í dag Dómsmálanefnd öldungadeildar bandaríska þingsins fundar í dag. 27. september 2018 06:30
„Ég er dauðhrædd“ „Ég er ekki hér í dag vegna þess að ég vill það. Ég er dauðhrædd,“ er meðal þess sem Christine Blasey Ford mun segja er hún les yfirlýsingu fyrir framan dómsmálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings á morgun. 26. september 2018 23:15