Segja börn sækja í klám vegna lélegrar kynfræðslu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2018 14:30 Bæði stelpur og strákar skoða klám á netinu til að fræðast um kynlíf. Vísir/getty Hópur nemenda á menntavísindasviði við Háskóla Íslands hafa hrint af stað vitundarvakningu um börn, snjalltæki og klámvæðingu. „Þetta spratt í raun út frá umræðum um helstu vandamál samfélagsins sem herja á börn. Það var móðir sem sagði okkur reynslusögu frá sjö ára syni sínum sem slysaðist inn á klámsíðu og áfallinu sem hún fékk yfir óhindruðu aðgengi hans að slíku efni. Þá ekki bara í gegnum klámsíður heldur auglýsingar sem birtast börnunum einnig í gegnum öpp sem þau nota,” segir Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði. Hún segir hópinn vilja vekja athygli á þessu auðvelda aðgengi og skapa umræður í samfélaginu. „Við viljum umræðu um kynlíf og virðingu í samskiptum upp á yfirborðið. Markmiðið er að reyna að höfða til foreldra. Þetta er málefni og umræða sem getur reynst flókin en það er nauðsynlegt að efla foreldra og hvetja til að taka þetta samtal,” segir hún um markmið hópsins. Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði.Öll með sinn einkaskjá Í framhaldi fór hópurinn að grenslast fyrir og segir Elín að þau hafi alls ekki gert sér grein fyrir hversu stórt vandamálið sé. Þau settu á laggirnar Facebook-síðu og nota myllumerkið #ofungt, sem er þá vísan í að flestir eru of ungir þegar klám verður á vegi þeirra í gegnum snjalltækið. Hún hvetur fólk til að segja söguna sína undir myllumerkinu. „Lang flest börn eru með snjallsíma, sem í raun er bara þeirra einkaskjár. Það er ekkert lengur þannig að lokuð herbergishurð verji þau frá umheiminum, hann er bara allur í símanum,” bendir hún á. Hún segir gagnrýna hugsun mikilvæga börnum í dag. Það þarf að ræða við þau og sá tímapunktur sé komin að ræða opinskátt um kynlíf. „Tækniþróunin hefur verið svo hröð síðustu ár og þetta kannski runnið úr greipum foreldra. Þau kunna ekkert endilega á öll forrit sem börnin eru að nota í símanum sínum.” segir hún. „Reynslusögurnar sem ég heyrði í tímanum voru sjokkerandi. Ég hef gluggað í rannsóknir þar sem kemur fram að meðalaldur drengja sem skoða klám er 11 ára. Þarna voru sögur af börnum niður í sex ára.“Fræðsla í skólum ekki nægilega upplýsandi Aðspurð hvað sé til ráða segist hún vilja sjá kynfræðslu eflda til muna í skólum. „Eins og kynfræðslan er sett upp í dag þá er ekki verið að ræða þessa nánd og samskipti sem þurfa að eiga sér stað í kynlífi. Það er svo mikilvægur punktur í þessu öllu. Það þarf að ræða opinskátt afleiðingarnar sem eru eftir klámáhorf - klám kennir brengluðu samskipti. Við höfum líka heyrt sögur frá krökkum sem nota klám sem kynfræðslu því þau telja þá fræðslu sem skólinn býður upp á ekki nægilega upplýsandi. Þetta getur bara alls ekki verið feimnismál lengur, við verðum að taka upplýsta umræðu um þetta,” segir hún. Börn og uppeldi Kynlíf Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Hópur nemenda á menntavísindasviði við Háskóla Íslands hafa hrint af stað vitundarvakningu um börn, snjalltæki og klámvæðingu. „Þetta spratt í raun út frá umræðum um helstu vandamál samfélagsins sem herja á börn. Það var móðir sem sagði okkur reynslusögu frá sjö ára syni sínum sem slysaðist inn á klámsíðu og áfallinu sem hún fékk yfir óhindruðu aðgengi hans að slíku efni. Þá ekki bara í gegnum klámsíður heldur auglýsingar sem birtast börnunum einnig í gegnum öpp sem þau nota,” segir Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði. Hún segir hópinn vilja vekja athygli á þessu auðvelda aðgengi og skapa umræður í samfélaginu. „Við viljum umræðu um kynlíf og virðingu í samskiptum upp á yfirborðið. Markmiðið er að reyna að höfða til foreldra. Þetta er málefni og umræða sem getur reynst flókin en það er nauðsynlegt að efla foreldra og hvetja til að taka þetta samtal,” segir hún um markmið hópsins. Elín Lára Baldursdóttir, nemi í tómstundar- og félagsfræði.Öll með sinn einkaskjá Í framhaldi fór hópurinn að grenslast fyrir og segir Elín að þau hafi alls ekki gert sér grein fyrir hversu stórt vandamálið sé. Þau settu á laggirnar Facebook-síðu og nota myllumerkið #ofungt, sem er þá vísan í að flestir eru of ungir þegar klám verður á vegi þeirra í gegnum snjalltækið. Hún hvetur fólk til að segja söguna sína undir myllumerkinu. „Lang flest börn eru með snjallsíma, sem í raun er bara þeirra einkaskjár. Það er ekkert lengur þannig að lokuð herbergishurð verji þau frá umheiminum, hann er bara allur í símanum,” bendir hún á. Hún segir gagnrýna hugsun mikilvæga börnum í dag. Það þarf að ræða við þau og sá tímapunktur sé komin að ræða opinskátt um kynlíf. „Tækniþróunin hefur verið svo hröð síðustu ár og þetta kannski runnið úr greipum foreldra. Þau kunna ekkert endilega á öll forrit sem börnin eru að nota í símanum sínum.” segir hún. „Reynslusögurnar sem ég heyrði í tímanum voru sjokkerandi. Ég hef gluggað í rannsóknir þar sem kemur fram að meðalaldur drengja sem skoða klám er 11 ára. Þarna voru sögur af börnum niður í sex ára.“Fræðsla í skólum ekki nægilega upplýsandi Aðspurð hvað sé til ráða segist hún vilja sjá kynfræðslu eflda til muna í skólum. „Eins og kynfræðslan er sett upp í dag þá er ekki verið að ræða þessa nánd og samskipti sem þurfa að eiga sér stað í kynlífi. Það er svo mikilvægur punktur í þessu öllu. Það þarf að ræða opinskátt afleiðingarnar sem eru eftir klámáhorf - klám kennir brengluðu samskipti. Við höfum líka heyrt sögur frá krökkum sem nota klám sem kynfræðslu því þau telja þá fræðslu sem skólinn býður upp á ekki nægilega upplýsandi. Þetta getur bara alls ekki verið feimnismál lengur, við verðum að taka upplýsta umræðu um þetta,” segir hún.
Börn og uppeldi Kynlíf Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira