Hæpið krepputal þegar tölur sýna metfjölda ferðamanna Kristján Már Unnarsson skrifar 10. september 2018 21:15 Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ferðamenn heimsótt Ísland eins og í sumar og árið í heild stefnir sömuleiðis í að verða metár; með 1,6 milljónir ferðamanna frá áramótum, sem er 3,4 prósenta fjölgun frá sama tíma í fyrra. Tölur um þetta voru birtar í fréttum Stöðvar 2. Miðað við umræðuna að undanförnu mætti stundum halda að kreppa væri skollin á í ferðaþjónustu á Íslandi. Tölurnar sem Ferðamálastofa birti fyrir helgi sýna hins vegar að þrír mikilvægustu mánuðirnir, júní, júlí og ágúst, hafa aldrei verið jafn fjölmennir eins og nú, og það sem af er ári hafa aldrei jafn margir ferðamenn heimsótt Ísland.Tölur Ferðamálastofu sýna brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmÞað hefur þó dregið úr fjölgun ferðamanna, en hún hefur verið gríðarleg undanfarin sumur; 24 prósent sumarið 2015, 31 prósent 2016, 17 prósent í fyrra en í sumar er fjölgunin 1,4 prósent. Það er þó ekkert til að bölsótast yfir, að mati ferðamálastjóra, enda er árið til þessa það besta frá upphafi í fjölda ferðamanna. „Jú, það er lítilsháttar aukning, það sem af er þessu ári, og það er ágætt. Ekki mikið, en aðeins aukning, það er rétt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson. Mældar eru brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli. Sumarið 2014, í júní, júlí og ágúst, voru þær 408 þúsund, 507 þúsund sumarið 2015, 664 þúsund sumarið 2016, talan fór í fyrra upp í 777 þúsund og þetta sumarið upp í 788 þúsund, en það er 93 prósenta fjölgun á aðeins fjórum árum. „Það þarf hins vegar að skoða þessar tölur í samhengi við aðrar tölur, og þá helst gistináttatölur. Þar erum við að sjá smásamdrátt. En allt tal um að það sé skollin á kreppa í ferðaþjónustu, það er ekki rétt.“Ferðamenn ganga um borð í farþegabát Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Skarphéðinn tekur fram að því fylgi áskoranir að hafa mjög sterka krónu. Ferðamenn stoppi skemur og fari síður langt út á land. „Miðað við tölur um júlí, þá er ekki samdráttur á Suðurlandi, eða höfuðborgarsvæðinu, eða á suðausturhorninu. Hins vegar eru menn að sjá samdrátt í gistingu þar sem lengra er frá höfuðborgarsvæðinu; Austurland, Vestfirðir, Norðurland víða. Þetta er eitthvað sem er áhyggjuefni og menn þurfa að hugsa til sóknar í því sambandi,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. 7. september 2018 11:06 Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. 9. september 2018 20:45 Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Aldrei í sögunni hafa jafnmargir ferðamenn heimsótt Ísland eins og í sumar og árið í heild stefnir sömuleiðis í að verða metár; með 1,6 milljónir ferðamanna frá áramótum, sem er 3,4 prósenta fjölgun frá sama tíma í fyrra. Tölur um þetta voru birtar í fréttum Stöðvar 2. Miðað við umræðuna að undanförnu mætti stundum halda að kreppa væri skollin á í ferðaþjónustu á Íslandi. Tölurnar sem Ferðamálastofa birti fyrir helgi sýna hins vegar að þrír mikilvægustu mánuðirnir, júní, júlí og ágúst, hafa aldrei verið jafn fjölmennir eins og nú, og það sem af er ári hafa aldrei jafn margir ferðamenn heimsótt Ísland.Tölur Ferðamálastofu sýna brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/VilhelmÞað hefur þó dregið úr fjölgun ferðamanna, en hún hefur verið gríðarleg undanfarin sumur; 24 prósent sumarið 2015, 31 prósent 2016, 17 prósent í fyrra en í sumar er fjölgunin 1,4 prósent. Það er þó ekkert til að bölsótast yfir, að mati ferðamálastjóra, enda er árið til þessa það besta frá upphafi í fjölda ferðamanna. „Jú, það er lítilsháttar aukning, það sem af er þessu ári, og það er ágætt. Ekki mikið, en aðeins aukning, það er rétt,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson. Mældar eru brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli. Sumarið 2014, í júní, júlí og ágúst, voru þær 408 þúsund, 507 þúsund sumarið 2015, 664 þúsund sumarið 2016, talan fór í fyrra upp í 777 þúsund og þetta sumarið upp í 788 þúsund, en það er 93 prósenta fjölgun á aðeins fjórum árum. „Það þarf hins vegar að skoða þessar tölur í samhengi við aðrar tölur, og þá helst gistináttatölur. Þar erum við að sjá smásamdrátt. En allt tal um að það sé skollin á kreppa í ferðaþjónustu, það er ekki rétt.“Ferðamenn ganga um borð í farþegabát Sjóferða Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Skarphéðinn tekur fram að því fylgi áskoranir að hafa mjög sterka krónu. Ferðamenn stoppi skemur og fari síður langt út á land. „Miðað við tölur um júlí, þá er ekki samdráttur á Suðurlandi, eða höfuðborgarsvæðinu, eða á suðausturhorninu. Hins vegar eru menn að sjá samdrátt í gistingu þar sem lengra er frá höfuðborgarsvæðinu; Austurland, Vestfirðir, Norðurland víða. Þetta er eitthvað sem er áhyggjuefni og menn þurfa að hugsa til sóknar í því sambandi,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. 7. september 2018 11:06 Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. 9. september 2018 20:45 Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00 Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Sjá meira
Þjóðverjum fækkar verulega en Bandaríkjamönnum fjölgar Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll í ágúst síðastliðnum voru um átta þúsund færri en í ágúst í fyrra. 7. september 2018 11:06
Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum Ferðaþjónustaðilar á Norðurlandi hafa áhyggur af því að ofan á fækkun ferðamanna á landsbyggðinni eyði hver og einn þeirra minna en áður. 9. september 2018 20:45
Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni Bjarnheiður Hallsdóttir telur samdráttinn beintengdan styrkingu krónunnar. 5. september 2018 11:00
Ferðamönnum fjölgar áfram eftir ævintýralegan uppgang Ferðamannastraumurinn sló enn eitt metið í maímánuði með 13% fjölgun erlendra farþega milli ára og nemur fjölgun ferðamanna frá áramótum nærri 6%. 6. júní 2018 20:30