Fyrirtæki sameinast gegn tollum Trump Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2018 06:48 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Fjölmörg hagsmunasamtök fyrirtækja í Bandaríkjunum ætla í hart við Donald Trump, forseta, og ríkisstjórn hans vegna tolla sem Bandaríkin hafa beitt og þá sérstaklega þeim tollum sem beitt hefur verið gegn Kína. Undanfarna mánuði hafa samtökin beitt áhrifum sínum á bak við tjöldin en nú ætla rúmlega sextíu samtök að taka höndum saman vegna mikilla kostnaðarhækkana í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa lagt 25 prósenta tolla á fjölda vara sem innfluttar eru frá Kína og stendur til að auka tollana til muna. Ríkisstjórn Trump hefur krafist þess að yfirvöld Kína tryggi öryggi bandarískrar tækni, dregið verði úr viðskiptahalla ríkjanna, að bandarískum fyrirtækjum verði veittur aukinn aðgangur að kínverskum mörkuðum og að dregið verði úr styrkjum til tæknifyrirtækja í Kína. Í samtali við Reuters segir framkvæmdastjóri Information Technology Industry Council, sem inniheldur meðal annars Microsoft, Alphabet og Apple, að mikil vinna hafi verið unnin bakvið tjöldin á undanförnum mánuðum sem hafi gengið út á að sannfæra forsetann og ríkisstjórn hans um að tollar hjálpi ekki bandarískum fyrirtækjum. Nú verði sú vinna dregin fram í dagsljósið.Auk þeirra eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins í samtökunum sem ætla að taka höndum saman. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja í Bandaríkjunum eru sagðir vera að íhuga umfangsmiklar uppsagnir þar sem kostnaður hafi aukist til muna vegna tolla. Hjá samtökunum National Marine Manufacturers Association hefur kostnaður fyrirtækja aukist um allt að 35 prósent. Bandalagið ætlar að beita sér sérstaklega í fimm ríkjum í aðdraganda þingkosninganna í nóvember. Ohio, Pennsilvaníu, Illinois, Indíana og Tennessee. Vonast er til þess að hægt verði að fá þingmenn til að beita Trump þrýstingi og fá hann til að fella tolla niður. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Fjölmörg hagsmunasamtök fyrirtækja í Bandaríkjunum ætla í hart við Donald Trump, forseta, og ríkisstjórn hans vegna tolla sem Bandaríkin hafa beitt og þá sérstaklega þeim tollum sem beitt hefur verið gegn Kína. Undanfarna mánuði hafa samtökin beitt áhrifum sínum á bak við tjöldin en nú ætla rúmlega sextíu samtök að taka höndum saman vegna mikilla kostnaðarhækkana í Bandaríkjunum. Bandaríkin hafa lagt 25 prósenta tolla á fjölda vara sem innfluttar eru frá Kína og stendur til að auka tollana til muna. Ríkisstjórn Trump hefur krafist þess að yfirvöld Kína tryggi öryggi bandarískrar tækni, dregið verði úr viðskiptahalla ríkjanna, að bandarískum fyrirtækjum verði veittur aukinn aðgangur að kínverskum mörkuðum og að dregið verði úr styrkjum til tæknifyrirtækja í Kína. Í samtali við Reuters segir framkvæmdastjóri Information Technology Industry Council, sem inniheldur meðal annars Microsoft, Alphabet og Apple, að mikil vinna hafi verið unnin bakvið tjöldin á undanförnum mánuðum sem hafi gengið út á að sannfæra forsetann og ríkisstjórn hans um að tollar hjálpi ekki bandarískum fyrirtækjum. Nú verði sú vinna dregin fram í dagsljósið.Auk þeirra eru mörg af stærstu fyrirtækjum landsins í samtökunum sem ætla að taka höndum saman. Forsvarsmenn fjölmargra fyrirtækja í Bandaríkjunum eru sagðir vera að íhuga umfangsmiklar uppsagnir þar sem kostnaður hafi aukist til muna vegna tolla. Hjá samtökunum National Marine Manufacturers Association hefur kostnaður fyrirtækja aukist um allt að 35 prósent. Bandalagið ætlar að beita sér sérstaklega í fimm ríkjum í aðdraganda þingkosninganna í nóvember. Ohio, Pennsilvaníu, Illinois, Indíana og Tennessee. Vonast er til þess að hægt verði að fá þingmenn til að beita Trump þrýstingi og fá hann til að fella tolla niður.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira