Stjórnvöld ættu að styðja rannsóknarblaðamenn beint Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. september 2018 13:15 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins vísir/stefán Formaður blaðamannafélagsins segir að stjórnvöld ættu að styrkja rannsóknarblaðamenn með beinum hætti, ekki bara fyrirtæki sem reka fjölmiðla. Hann fagnar því að stigið sé skref í þá átt að auðvelda rekstur einkarekinna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær áforum um að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fagnar þessum áformum stjórnvalda. Hann segir þau skref í rétta átt, hins vegar þurfi að hafa í huga að tilgangurinn sé að styrkja blaðamenn og þeirra vinnu en ekki bara fjölmiðlasamsteypur. „Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að setja ætti á laggirnar einhverskonar sjóð sem blaðamenn gætu sótt í, rannsóknarblaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar. „Við komum því á framfæri í athugasemdum við frumvarp um Ríkisútvarpið og fjölmiðlalögin á sínum tíma. Tæknin hefur gert það að verkum að maður þarf ekki að vera starfsmaður á fjölmiðli til að stunda rannsóknarblaðamennsku.“ „Þegar ég byrjaði í blaðamennsku þurfti ég að vinna á fjölmiðli til að verða blaðamaður en í dag er vettvangur til að birta þínar afurðir án þess að þú sért starfsmaður fjölmiðils. Þannig að ég held að það væri mjög af hinu góða, og vel til þess fallið að efla blaðamennsku á landinu, að setja á laggirnar blaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
Formaður blaðamannafélagsins segir að stjórnvöld ættu að styrkja rannsóknarblaðamenn með beinum hætti, ekki bara fyrirtæki sem reka fjölmiðla. Hann fagnar því að stigið sé skref í þá átt að auðvelda rekstur einkarekinna fjölmiðla. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í gær áforum um að verja um 400 milljónum króna á ári til þess að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Þá eiga umsvif RÚV á auglýsingamarkaði að minnka og samræma gjaldtöku við kaup á auglýsingum svo íslenskir miðlar standi jafnfætis þeim erlendu. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, fagnar þessum áformum stjórnvalda. Hann segir þau skref í rétta átt, hins vegar þurfi að hafa í huga að tilgangurinn sé að styrkja blaðamenn og þeirra vinnu en ekki bara fjölmiðlasamsteypur. „Við höfum lengi verið þeirrar skoðunar að setja ætti á laggirnar einhverskonar sjóð sem blaðamenn gætu sótt í, rannsóknarblaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar. „Við komum því á framfæri í athugasemdum við frumvarp um Ríkisútvarpið og fjölmiðlalögin á sínum tíma. Tæknin hefur gert það að verkum að maður þarf ekki að vera starfsmaður á fjölmiðli til að stunda rannsóknarblaðamennsku.“ „Þegar ég byrjaði í blaðamennsku þurfti ég að vinna á fjölmiðli til að verða blaðamaður en í dag er vettvangur til að birta þínar afurðir án þess að þú sért starfsmaður fjölmiðils. Þannig að ég held að það væri mjög af hinu góða, og vel til þess fallið að efla blaðamennsku á landinu, að setja á laggirnar blaðamennskusjóð,“ segir Hjálmar.
Fjölmiðlar Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði