„Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2018 22:16 Weinstein spyr Thompson hvað hún ætli að gera eftir fundinn. Hann mælir sér svo mót við hana á hóteli í New York, þar sem hún sakar hann um að hafa nauðgað sér. Mynd/Skjáskot Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. Í myndbandinu sést Weinstein faðma, snerta og ræða við Thompson á afar kynferðislegum nótum. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á hótelherbergi tveimur klukkustundum síðar. Fundurinn var haldinn í september árið 2011 á skrifstofu fyrirtækis Weinsteins, The Weinstein Company, í New York-borg. Thompson var mætt á fund Weinstein til að kynna fyrir honum nýtt myndbandakerfi sem hún vonaðist til að hann myndi kaupa. Thompson tók sjálf upp umrætt myndband af fundinum en upptakan var hugsuð sem hluti af kynningunni. „Má ég daðra við þig?“ Í samtali við fréttamann Sky segir Thompson að hún hafi búist við því að funda með markaðsfulltrúum fyrirtækisins en í staðinn mætti Weinstein einn á fundinn og læsti að sér. Í myndbandinu sést hann heilsa Thompson, sem hyggst taka í höndina á honum, en hann faðmar hana að sér. „Má ég daðra við þig?“ spyr Weinstein svo snemma á upptökunni. „Sjáum til, örlítið,“ svarar Thompson. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Þegar nokkuð er liðið á kynninguna spyr Thompson: „Tölfræði er heit, er það ekki?“ Weinstein svarar að bragði: „Hún er heit. Þú ert heit.“ Í kjölfarið teygir Weinstein sig undir borðið sem þau sitja við og handleggur hans hverfur úr augsýn. Thompson segir að Weinstein hafi þar verið að strjúka fótlegginn á henni. „Gefðu mér svolítinn bita af þér. Láttu mig fá það. Þetta er í lagi, viltu halda áfram að gera þetta?“ spyr Weinstein. Thompson segir þá við Weinstein að hönd hans sé komin of hátt upp með læri hennar. Segir Weinstein hafa nauðgað sér tveimur tímum síðar „Ég held að hann hafi verið að leika sér að mér eins og köttur að mús alveg frá byrjun,“ segir Thompson við fréttamann Sky News. Í lok myndbandsins biður Weinstein hana um að hitta sig á hóteli tveimur klukkutímum síðar. Thompson tjáir fréttamanni Sky News að hún hafi haldið að um væri að ræða viðskiptafund. Hún segist hafa ímyndað sér að fundurinn færi fram í anddyri hótelsins, umkringd fólki, og að þá hefði hún ekki þurft að vera ein með honum. Weinstein leiddi Thompson hins vegar upp á hótelherbergi er þau hittust. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á herberginu. Weinstein þvertekur fyrir ásakanirnar, líkt og aðrar ásakanir um kynferðisofbeldi sem lagðar hafa verið fram á hendur honum síðan í október í fyrra. Myndbandið má horfa á í heild sinni hér. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Sagði Clinton vera „nauðgaralegan“ og óskaði að Weinstein yrði barinn til óbóta Viðtal við sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain sem tekið var í febrúar hefur verið birt, rúmum mánuði eftir andlát hans. 16. júlí 2018 16:42 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. Í myndbandinu sést Weinstein faðma, snerta og ræða við Thompson á afar kynferðislegum nótum. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á hótelherbergi tveimur klukkustundum síðar. Fundurinn var haldinn í september árið 2011 á skrifstofu fyrirtækis Weinsteins, The Weinstein Company, í New York-borg. Thompson var mætt á fund Weinstein til að kynna fyrir honum nýtt myndbandakerfi sem hún vonaðist til að hann myndi kaupa. Thompson tók sjálf upp umrætt myndband af fundinum en upptakan var hugsuð sem hluti af kynningunni. „Má ég daðra við þig?“ Í samtali við fréttamann Sky segir Thompson að hún hafi búist við því að funda með markaðsfulltrúum fyrirtækisins en í staðinn mætti Weinstein einn á fundinn og læsti að sér. Í myndbandinu sést hann heilsa Thompson, sem hyggst taka í höndina á honum, en hann faðmar hana að sér. „Má ég daðra við þig?“ spyr Weinstein svo snemma á upptökunni. „Sjáum til, örlítið,“ svarar Thompson. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Þegar nokkuð er liðið á kynninguna spyr Thompson: „Tölfræði er heit, er það ekki?“ Weinstein svarar að bragði: „Hún er heit. Þú ert heit.“ Í kjölfarið teygir Weinstein sig undir borðið sem þau sitja við og handleggur hans hverfur úr augsýn. Thompson segir að Weinstein hafi þar verið að strjúka fótlegginn á henni. „Gefðu mér svolítinn bita af þér. Láttu mig fá það. Þetta er í lagi, viltu halda áfram að gera þetta?“ spyr Weinstein. Thompson segir þá við Weinstein að hönd hans sé komin of hátt upp með læri hennar. Segir Weinstein hafa nauðgað sér tveimur tímum síðar „Ég held að hann hafi verið að leika sér að mér eins og köttur að mús alveg frá byrjun,“ segir Thompson við fréttamann Sky News. Í lok myndbandsins biður Weinstein hana um að hitta sig á hóteli tveimur klukkutímum síðar. Thompson tjáir fréttamanni Sky News að hún hafi haldið að um væri að ræða viðskiptafund. Hún segist hafa ímyndað sér að fundurinn færi fram í anddyri hótelsins, umkringd fólki, og að þá hefði hún ekki þurft að vera ein með honum. Weinstein leiddi Thompson hins vegar upp á hótelherbergi er þau hittust. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á herberginu. Weinstein þvertekur fyrir ásakanirnar, líkt og aðrar ásakanir um kynferðisofbeldi sem lagðar hafa verið fram á hendur honum síðan í október í fyrra. Myndbandið má horfa á í heild sinni hér.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Sagði Clinton vera „nauðgaralegan“ og óskaði að Weinstein yrði barinn til óbóta Viðtal við sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain sem tekið var í febrúar hefur verið birt, rúmum mánuði eftir andlát hans. 16. júlí 2018 16:42 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34
Sagði Clinton vera „nauðgaralegan“ og óskaði að Weinstein yrði barinn til óbóta Viðtal við sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain sem tekið var í febrúar hefur verið birt, rúmum mánuði eftir andlát hans. 16. júlí 2018 16:42
Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06