Samræmd íslenskupróf eru í stöðugri þróun Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. september 2018 09:00 Forstjóri Menntamálastofnunar varar við að of miklar ályktanir séu dregnar út frá einstaka spurningum eða sýniprófum. Vísir/Anton Brink „Við fögnum þessari umræðu um hlutverk og innihald samræmdu prófanna. Við virðum það að Eiríkur brennur fyrir íslenskunni og hefur áhyggjur af stöðu hennar í samfélaginu. Það sem þarf samt að varast er að draga of miklar ályktanir út frá einstaka spurningum eða sýniprófum varðandi áhrif samræmdu prófanna á íslenskuna,“ segir Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar. Arnór er að vísa til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emeritus í íslenskri málfræði, á samræmt próf í íslensku fyrir 9. bekk. Telur Eiríkur að áherslurnar í prófinu séu kolrangar og ekki í samræmi við námskrá. Spurningar snúist um máltilfinningu en ekki kunnáttu og þekkingu. Þá séu prófin ekki til þess fallin að stuðla að jákvæðu viðhorfi nemenda til tungumálsins. „Við teljum að prófin séu í samræmi við námskrá. Spurningarnar eru kerfisbundið tengdar við námskrá. Það urðu miklar breytingar á henni fyrir fimm árum og nú er meiri áhersla lögð á hæfni en minni á einstök þekkingaratriði,“ segir Arnór. Hann segir að prófin séu í sífelldri þróun og bendir á að mikil vinna liggi á bak við gerð hvers prófs. „Það tekur tvö ár að þróa hvert próf og þau eru forprófuð í skólunum. Þau eru líka yfirfarin af sérfræðingum og við metum reynsluna af einstaka spurningum.“ Arnór bendir á að nemendur séu tíu ár í grunnskóla en það taki þá einungis fjórar klukkustundir samtals að þreyta samræmd próf í íslensku í 4., 7. og 9. bekk. „Að ætla það að prófin hafi svona mikil áhrif á stöðu íslenskunnar finnast mér ansi djarfar ályktanir. Það er hægt að dæma spurningar út frá íslenskunni sem slíkri en við horfum líka á próffræðilega mælikvarða. Einhverjum spurningum eiga bara mjög góðir nemendur að geta svarað. Við þurfum að hafa breidd í spurningunum.“ Arnór segir að stór hluti námsmats fari fram í skólunum. „Við höfum sýnt fram á að það er mikið samræmi milli þess mats og niðurstaðna prófanna. Þau hafa mikið forspárgildi um áframhaldandi nám nemenda, jafnvel upp í háskólana. Samræmdu prófin eru mikilvægur mælikvarði og gefa skólum, sveitarfélögum og stjórnvöldum upplýsingar um stöðuna.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Við fögnum þessari umræðu um hlutverk og innihald samræmdu prófanna. Við virðum það að Eiríkur brennur fyrir íslenskunni og hefur áhyggjur af stöðu hennar í samfélaginu. Það sem þarf samt að varast er að draga of miklar ályktanir út frá einstaka spurningum eða sýniprófum varðandi áhrif samræmdu prófanna á íslenskuna,“ segir Arnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar. Arnór er að vísa til gagnrýni Eiríks Rögnvaldssonar, prófessors emeritus í íslenskri málfræði, á samræmt próf í íslensku fyrir 9. bekk. Telur Eiríkur að áherslurnar í prófinu séu kolrangar og ekki í samræmi við námskrá. Spurningar snúist um máltilfinningu en ekki kunnáttu og þekkingu. Þá séu prófin ekki til þess fallin að stuðla að jákvæðu viðhorfi nemenda til tungumálsins. „Við teljum að prófin séu í samræmi við námskrá. Spurningarnar eru kerfisbundið tengdar við námskrá. Það urðu miklar breytingar á henni fyrir fimm árum og nú er meiri áhersla lögð á hæfni en minni á einstök þekkingaratriði,“ segir Arnór. Hann segir að prófin séu í sífelldri þróun og bendir á að mikil vinna liggi á bak við gerð hvers prófs. „Það tekur tvö ár að þróa hvert próf og þau eru forprófuð í skólunum. Þau eru líka yfirfarin af sérfræðingum og við metum reynsluna af einstaka spurningum.“ Arnór bendir á að nemendur séu tíu ár í grunnskóla en það taki þá einungis fjórar klukkustundir samtals að þreyta samræmd próf í íslensku í 4., 7. og 9. bekk. „Að ætla það að prófin hafi svona mikil áhrif á stöðu íslenskunnar finnast mér ansi djarfar ályktanir. Það er hægt að dæma spurningar út frá íslenskunni sem slíkri en við horfum líka á próffræðilega mælikvarða. Einhverjum spurningum eiga bara mjög góðir nemendur að geta svarað. Við þurfum að hafa breidd í spurningunum.“ Arnór segir að stór hluti námsmats fari fram í skólunum. „Við höfum sýnt fram á að það er mikið samræmi milli þess mats og niðurstaðna prófanna. Þau hafa mikið forspárgildi um áframhaldandi nám nemenda, jafnvel upp í háskólana. Samræmdu prófin eru mikilvægur mælikvarði og gefa skólum, sveitarfélögum og stjórnvöldum upplýsingar um stöðuna.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira