Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2018 18:10 Nær öruggt hefur verið talið að repúblikanar á Bandaríkjaþingi staðfesti skipan Kavanaugh í Hæstarétt. Óljóst er hvort að ásakanir Ford setji strik í reikninginn. Vísir/EPA Prófessor á sextugsaldri hefur stigið fram undir nafni og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðislegt ofbeldi fyrir um þrjátíu árum. Bandaríkjaþing fjallar nú um hæfi Kavanaugh til að gegna embætti dómara við Hæstarétt. Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings höfðu vakið athygli á ásökunum um að Kavanaugh hefði brotið á ónafngreindri stúlku þegar hann var á framhaldsskólaaldri. Vísuðu þeir málinu til alríkislögreglunnar FBI til rannsóknar. Nú hefur konan stigið fram undir nafni og lýst því sem hún segir árás Kavanaugh í viðtali við Washington Post. Hún heitir Christine Blasey Ford og er prófessor í sálfræði í Kaliforníu. Árásin segir hún að hafi átt sér stað í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar. Ford segir að Kavanaugh og vinur hans, sem báðir voru afar ölvaðir, hafi smalað henni inn í svefnherbergi. Þar hafi Kavanaugh haldið henni fastri á rúminu og þuklað á henni utan á fötum hennar á meðan að vinurinn horfði á. Kavanaugh hafi reynt að taka hana úr sundbol og fötum sem hún var í yfir honum. Þegar hún reyndi að öskra hafi hann haldið fyrir munn hennar. „Ég hélt að hann gæti óvart drepið mig. Hann var að reyna að ráðast á mig og að taka mig úr fötunum,“ segir Ford.Sagði hjónabandsráðgjafa frá árásinni fyrir sex árum Það var ekki fyrr en vinur Kavanaugh stökk ofan á þau og þau duttu af rúminu sem Ford segist hafa komist undan. Hún hafi fyrst læst sig inni á baðherbergi en síðan flúið húsið. Ford segist ekki hafa sagt neinum frá árásinni að neinu viti fyrr en hún fór í hjónameðferð með eiginmanni sínum árið 2012. Hún hefur lagt fram minnispunkta sálfræðings þar sem árásinni er lýst án þess þó að Kavanaugh sé nefndur beint á nafn, aðeins að drengirnir hafi síðan orðið „mjög virtir og háttsettir“ í Washington-borg. Kavanaugh hefur hafnað áskönunum afdráttarlaust en hann vildi ekki tjá sig við Washington Post eftir að Ford steig fram undir nafni. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa ekki talið neina ástæðu til að fresta umfjöllun um skipan Kavanaugh vegna ásakananna. Til stendur að dómsmálanefndin greiði atkvæði um Kavanaugh á fimmtudag. Washington Post segir að Ford hafi haft samband við blaðið í sumar þegar ljóst var að Kavanaugh var líklegur til að vera tilnefndur til hæstaréttardómaraembættis. Hún sendi einnig Dianne Feinstein, oddvita demókrata í dómsmálanefndinni, bréf þar sem hún sagði frá árásinni. Hún hafi ætlast til þess að trúnaður ríkti um innihald þess. Feinstein greindi frá ásökununum án þess þó að nafngreina Ford. Blaðið segir að Ford sé skráð í Demókrataflokkinn og að hún hafi gefið lítilsháttar fé til stjórnmálasamtaka. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11 Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Prófessor á sextugsaldri hefur stigið fram undir nafni og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðislegt ofbeldi fyrir um þrjátíu árum. Bandaríkjaþing fjallar nú um hæfi Kavanaugh til að gegna embætti dómara við Hæstarétt. Demókratar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings höfðu vakið athygli á ásökunum um að Kavanaugh hefði brotið á ónafngreindri stúlku þegar hann var á framhaldsskólaaldri. Vísuðu þeir málinu til alríkislögreglunnar FBI til rannsóknar. Nú hefur konan stigið fram undir nafni og lýst því sem hún segir árás Kavanaugh í viðtali við Washington Post. Hún heitir Christine Blasey Ford og er prófessor í sálfræði í Kaliforníu. Árásin segir hún að hafi átt sér stað í unglingasamkvæmi í Maryland-ríki snemma á 9. áratug síðustu aldar. Ford segir að Kavanaugh og vinur hans, sem báðir voru afar ölvaðir, hafi smalað henni inn í svefnherbergi. Þar hafi Kavanaugh haldið henni fastri á rúminu og þuklað á henni utan á fötum hennar á meðan að vinurinn horfði á. Kavanaugh hafi reynt að taka hana úr sundbol og fötum sem hún var í yfir honum. Þegar hún reyndi að öskra hafi hann haldið fyrir munn hennar. „Ég hélt að hann gæti óvart drepið mig. Hann var að reyna að ráðast á mig og að taka mig úr fötunum,“ segir Ford.Sagði hjónabandsráðgjafa frá árásinni fyrir sex árum Það var ekki fyrr en vinur Kavanaugh stökk ofan á þau og þau duttu af rúminu sem Ford segist hafa komist undan. Hún hafi fyrst læst sig inni á baðherbergi en síðan flúið húsið. Ford segist ekki hafa sagt neinum frá árásinni að neinu viti fyrr en hún fór í hjónameðferð með eiginmanni sínum árið 2012. Hún hefur lagt fram minnispunkta sálfræðings þar sem árásinni er lýst án þess þó að Kavanaugh sé nefndur beint á nafn, aðeins að drengirnir hafi síðan orðið „mjög virtir og háttsettir“ í Washington-borg. Kavanaugh hefur hafnað áskönunum afdráttarlaust en hann vildi ekki tjá sig við Washington Post eftir að Ford steig fram undir nafni. Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa ekki talið neina ástæðu til að fresta umfjöllun um skipan Kavanaugh vegna ásakananna. Til stendur að dómsmálanefndin greiði atkvæði um Kavanaugh á fimmtudag. Washington Post segir að Ford hafi haft samband við blaðið í sumar þegar ljóst var að Kavanaugh var líklegur til að vera tilnefndur til hæstaréttardómaraembættis. Hún sendi einnig Dianne Feinstein, oddvita demókrata í dómsmálanefndinni, bréf þar sem hún sagði frá árásinni. Hún hafi ætlast til þess að trúnaður ríkti um innihald þess. Feinstein greindi frá ásökununum án þess þó að nafngreina Ford. Blaðið segir að Ford sé skráð í Demókrataflokkinn og að hún hafi gefið lítilsháttar fé til stjórnmálasamtaka.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39 Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11 Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Dómaraefni Trump ber af sér sakir um kynferðisbrot Demókratar hafa vísað upplýsingum um meint kynferðisbrot Bretts Kavanaugh til alríkislögreglunnar FBI. 15. september 2018 17:39
Trump stakk upp á því að banna mótmæli „Mér finnst það til skammar fyrir Bandaríkin að leyfa mótmælendur,“ sagði forsetinn. 5. september 2018 12:11
Heitt í hamsi á nefndarfundi um nýjan Hæstaréttardómara Mikið var um frammíköll í salnum bæði frá þingmönnum og almenningi. 4. september 2018 14:02