Hafnar því að Svíþjóðardemókratar sé rasískur flokkur Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2018 20:00 Kosningar fara fram í Svíþjóð næsta sunnudag og stefnir í að þær verði einhverjar mest spennandi kosningar sem fram hafa farið í landinu í langan tíma. Talið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn, ekki síst þar sem kannanir benda til að flokkur Svíþjóðardemókrata komi til með bæta við sig miklu fylgi. Flokkur Svíþjóðardemókrata var stofnaður árið 1988 og hefur formaðurinn Jimmie Åkesson stýrt flokknum frá árinu 2005. Flokkurinn hefur alla tíð lagt mikla áherslu á nauðsyn þess að stöðva straum innflytjenda til landsins og að allt of stór hluti skattpeninga fari í kostnað vegna innflytjenda. Fé sem væri betur varið til heilbrigis- og menntamála eða þjónustu við eldri borgara. Rannsóknir hafa sýnt að flokkurinn njóti mest fylgis meðal karlmanna, eldra fólks og kjósenda með minni menntun, en sterkasta vígi Svíþjóðardemókrata eru smærri bæir í Suður-Svíþjóð.Vísa á glæpamönnum úr landi Patrik Jönsson, fulltrúi Svíþjóðardemókrata í svæðisstjórn Skánar og frambjóðandi flokksins í þingkosningunum, segir að þrátt fyrir stefnu flokksins hafi innflytjendur ekki ástæðu til að vera uggandi vegna uppgangs Svíþjóðardemókrata. „Hins vegar er það þannig að fólki sem fremur alvarleg brot skal vísa úr landi. Við erum gallharðir á því. Og þá sem eru ólöglega í landinu skal einnig reka úr landi. En þeir sem hafa flust til landsins og eru samborgarar okkar og haga sér vel skulu fá alla þá hjálp og stuðning sem hægt er að veita“ segir Jönsson.Á rætur í hreyfingum nýnasista Svíþjóðardemókratar náðu fyrst inn mönnum á þing í kosningunum 2010, en fjórum árum síðar tryggði flokkurinn sér 13 prósent atkvæða og varð þá þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Í könnunum nú hefur flokkurinn verið að mælast með á bilinu 18 til 25 prósent. Jimmie Åkesson er formaður Svíþjóðardemókrata. Hann hefur stýrt flokknum frá árinu 2005.Vísir/GettyTalið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hafa leiðtogar annarra flokka á þingi útilokað að starfa með Svíþjóðardemókrötum. Fulltrúar annarra flokka, meðal annars Stefan Löfven forsætisráðherra, hafa í kosningabaráttunni verið duglegir að minna kjósendur á að Svíþjóðardemókratar eigi rætur sínar að rekja til hreyfinga sænskra nýnasista og rasista. Þá hafa sænskir fjölmiðlar greint frá því síðustu dagana að á listum Svíþjóðardemókrata sé að finna fjölda fyrrverandi meðlima hreyfinga sænskra nýnasista.En eru Svíþjóðardemókratar rasískur flokkur? „Svarið er nei, sannarlega ekki. Þá hlytu líka 25 prósent Skánarbúa að vera rasistar. Við deilum þeirri sýn að allar manneskjur séu jafn mikils virði, að sama hver uppruninn er þá hafi maður sama vægi, hvort sem maður er Svíi, Sómali, Íraki eða Íslendingur. Allir eru jafnmikils virði. Þetta er bara fíflaskapur og hrein örvænting hjá ráðandi öflum,“ segir Jönsson. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Kosningar fara fram í Svíþjóð næsta sunnudag og stefnir í að þær verði einhverjar mest spennandi kosningar sem fram hafa farið í landinu í langan tíma. Talið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn, ekki síst þar sem kannanir benda til að flokkur Svíþjóðardemókrata komi til með bæta við sig miklu fylgi. Flokkur Svíþjóðardemókrata var stofnaður árið 1988 og hefur formaðurinn Jimmie Åkesson stýrt flokknum frá árinu 2005. Flokkurinn hefur alla tíð lagt mikla áherslu á nauðsyn þess að stöðva straum innflytjenda til landsins og að allt of stór hluti skattpeninga fari í kostnað vegna innflytjenda. Fé sem væri betur varið til heilbrigis- og menntamála eða þjónustu við eldri borgara. Rannsóknir hafa sýnt að flokkurinn njóti mest fylgis meðal karlmanna, eldra fólks og kjósenda með minni menntun, en sterkasta vígi Svíþjóðardemókrata eru smærri bæir í Suður-Svíþjóð.Vísa á glæpamönnum úr landi Patrik Jönsson, fulltrúi Svíþjóðardemókrata í svæðisstjórn Skánar og frambjóðandi flokksins í þingkosningunum, segir að þrátt fyrir stefnu flokksins hafi innflytjendur ekki ástæðu til að vera uggandi vegna uppgangs Svíþjóðardemókrata. „Hins vegar er það þannig að fólki sem fremur alvarleg brot skal vísa úr landi. Við erum gallharðir á því. Og þá sem eru ólöglega í landinu skal einnig reka úr landi. En þeir sem hafa flust til landsins og eru samborgarar okkar og haga sér vel skulu fá alla þá hjálp og stuðning sem hægt er að veita“ segir Jönsson.Á rætur í hreyfingum nýnasista Svíþjóðardemókratar náðu fyrst inn mönnum á þing í kosningunum 2010, en fjórum árum síðar tryggði flokkurinn sér 13 prósent atkvæða og varð þá þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Í könnunum nú hefur flokkurinn verið að mælast með á bilinu 18 til 25 prósent. Jimmie Åkesson er formaður Svíþjóðardemókrata. Hann hefur stýrt flokknum frá árinu 2005.Vísir/GettyTalið er að erfiðlega gæti reynst að mynda ríkisstjórn eftir kosningar og hafa leiðtogar annarra flokka á þingi útilokað að starfa með Svíþjóðardemókrötum. Fulltrúar annarra flokka, meðal annars Stefan Löfven forsætisráðherra, hafa í kosningabaráttunni verið duglegir að minna kjósendur á að Svíþjóðardemókratar eigi rætur sínar að rekja til hreyfinga sænskra nýnasista og rasista. Þá hafa sænskir fjölmiðlar greint frá því síðustu dagana að á listum Svíþjóðardemókrata sé að finna fjölda fyrrverandi meðlima hreyfinga sænskra nýnasista.En eru Svíþjóðardemókratar rasískur flokkur? „Svarið er nei, sannarlega ekki. Þá hlytu líka 25 prósent Skánarbúa að vera rasistar. Við deilum þeirri sýn að allar manneskjur séu jafn mikils virði, að sama hver uppruninn er þá hafi maður sama vægi, hvort sem maður er Svíi, Sómali, Íraki eða Íslendingur. Allir eru jafnmikils virði. Þetta er bara fíflaskapur og hrein örvænting hjá ráðandi öflum,“ segir Jönsson.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
Svíþjóðardemókratar á mikilli siglingu og erfitt gæti reynst að mynda nýja stjórn Svíar munu ganga að kjörborðinu þann 9. september næstkomandi og stefnir í einhverjar mest spennandi kosningar í landinu í langan tíma. 8. ágúst 2018 09:15