Trump hótar að draga Bandaríkin úr WTO Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. ágúst 2018 06:25 Donald Trump hefur hrist upp í efnahagskerfi heimsins niðri. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Að hans mati er stofnunin ósanngjörn í garð Bandaríkjanna og segir forsetinn að ef ekki verði breytingar á framferði stofnunarinnar muni Bandaríkin segja skilið við samstarfið. Alþjóðaviðskiptastofnunin var sett á laggirnar árið 1955 með það að markmiði að búa til reglur sem gilda um viðskipti aðildarríkjanna. Þá er henni einnig ætlað að draga úr hömlum á milliríkjaviðskiptum.Í samtali við Bloomberg segir Trump að stofnunin hafi alltof oft tekið ákvarðanir sem gangi þvert á hagsmuni Bandaríkjanna. Hann viðurkennir þó að á síðustu árum hafi úrskurðir stofnuninnar í mörgum tilfellum verið hliðhollir Bandaríkjunum. Trump viðraði fyrst hugmyndir um að draga úr Bandaríkin úr stofuninni í kosningabaráttu sinni árið 2016. Forsetinn lét hafa eftir sér fyrr á þessu ári að Alþjóðaviðskiptastofnunin hafi verið komið á fót til að gagnast öðrum löndum en Bandaríkjunum. Hann bætti við að stjórnvöld í Washington töpuðu næstum öllum málum sem rekin væru fyrir úrskurðarnefnd stofnunarinnar. Það stangast á við rannsóknir sem hafa sýnt fram á að Bandaríkin vinni 90% þeirra mála sem þau eiga aðild að. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta eru þó í takt við þá utanríkisstefnu sem Trump hefur markað sér á síðasta ári. Hann hefur ýmist sett toll á innfluttar vörur eða hótað slíkum tollum til að tryggja hagsmuni bandarískra framleiðenda. Yfirlýsingar hans hafa hrist upp í efnahagskerfi heimsins, grandað alþjóðlegum viðskiptasamningum og búið til nýja. Í því samhengi má nefna nýjan samning Bandaríkjanna og Mexíkó, sem undirritaður var í vikunni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45 Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Bandaríkin og Mexíkó semja nýjan viðskiptasamning Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. 27. ágúst 2018 17:45 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja draga Bandaríkin úr Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO). Að hans mati er stofnunin ósanngjörn í garð Bandaríkjanna og segir forsetinn að ef ekki verði breytingar á framferði stofnunarinnar muni Bandaríkin segja skilið við samstarfið. Alþjóðaviðskiptastofnunin var sett á laggirnar árið 1955 með það að markmiði að búa til reglur sem gilda um viðskipti aðildarríkjanna. Þá er henni einnig ætlað að draga úr hömlum á milliríkjaviðskiptum.Í samtali við Bloomberg segir Trump að stofnunin hafi alltof oft tekið ákvarðanir sem gangi þvert á hagsmuni Bandaríkjanna. Hann viðurkennir þó að á síðustu árum hafi úrskurðir stofnuninnar í mörgum tilfellum verið hliðhollir Bandaríkjunum. Trump viðraði fyrst hugmyndir um að draga úr Bandaríkin úr stofuninni í kosningabaráttu sinni árið 2016. Forsetinn lét hafa eftir sér fyrr á þessu ári að Alþjóðaviðskiptastofnunin hafi verið komið á fót til að gagnast öðrum löndum en Bandaríkjunum. Hann bætti við að stjórnvöld í Washington töpuðu næstum öllum málum sem rekin væru fyrir úrskurðarnefnd stofnunarinnar. Það stangast á við rannsóknir sem hafa sýnt fram á að Bandaríkin vinni 90% þeirra mála sem þau eiga aðild að. Yfirlýsingar Bandaríkjaforseta eru þó í takt við þá utanríkisstefnu sem Trump hefur markað sér á síðasta ári. Hann hefur ýmist sett toll á innfluttar vörur eða hótað slíkum tollum til að tryggja hagsmuni bandarískra framleiðenda. Yfirlýsingar hans hafa hrist upp í efnahagskerfi heimsins, grandað alþjóðlegum viðskiptasamningum og búið til nýja. Í því samhengi má nefna nýjan samning Bandaríkjanna og Mexíkó, sem undirritaður var í vikunni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45 Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00 Bandaríkin og Mexíkó semja nýjan viðskiptasamning Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. 27. ágúst 2018 17:45 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Trump vill endursemja eða draga Bandaríkin út úr WTO Forsetaefni Repúblikana segir Alþjóðaviðskiptastofnunina stuðla að viðskiptaójöfnuði í Bandaríkjunum og segir hana vera "stórslys“. 24. júlí 2016 16:45
Segir auðvelt að vinna viðskiptastríð Ákvörðun ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja innflutningstolla á ál og stál vekur reiði Evrópu, Kanada, Mexíkó, Kína og Brasilíu. Bandaríkjaforseti stendur fast á sínu og segir viðskiptastríð af hinu góða. 3. mars 2018 09:00
Bandaríkin og Mexíkó semja nýjan viðskiptasamning Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Mexíkó hafa komist að samkomulagi um að binda enda á frjálsverslunarsamning Norður-Ameríku og gera nýjan samning í staðinn. 27. ágúst 2018 17:45