Dómsmálaráðherra segir fjölmiðla hafa búið til „þessa fígúru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 00:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að fjölmiðlar hafi tryggt Bandaríkjaforseta embættið með umfjöllun sinni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að fjölmiðlar hafi tryggt Bandaríkjaforseta embættið með umfjöllun sinni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Hún segir að fjölmiðlar séu „svolítið með hann á heilanum“. Sigríður var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Hún ræddi um nýjustu vendingar í bandarískum stjórnmálum. Sigríður telur að kjör Donalds Trump í embætti forseta ætti að vera „mjög til umhugsunar fyrir fjölmiðla hvernig þeir eru að hugsa um þessi mál,“ segir Sigríður. Hún telur að umfjöllunin og umræðan séu Trump mikill greiði. Hún gagnrýnir blaðamenn tímaritsins Time en framan á nýjasta tölublaðinu má sjá teiknaða mynd af Bandaríkjaforseta að drukkna í Hvíta húsinu. „Maður veltir því fyrir sér hvað fjölmiðlamenn eru að fara með þessari framsetningu,“ segir Sigríður. Hún telur þó að skortur á trúverðuglegum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum hafa haft áhrif á úrslit kosninganna. Þá bendir Sigríður á að eftirspurnin eftir meira afgerandi stjórnmálamönnum sé mikil; stjórnmálamenn sem þori að segja hlutina eins og þeir eru.Þrjár forsíður Time.„Þá er það auðvitað miður ef það er þannig að menn eru bara til í að kjósa hvaða stjórnmálamenn sem er, alveg sama hvernig afgerandi hann er“. Kristján beinir talinu að samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og spyr viðmælanda sinn hvort ekki sé kominn tími til að setja hnefann í borðið gagnvart Trump. Sigríður segir þá að milliríkjasamband sé meira og stærra en einstakur stjórnmálamaður í tímabundinni stöðu. „Ég held nú að það sé ekki komið á það stig að Trump forseti fari að grafa undan samskiptum Bandaríkjanna við önnur ríki,“ segir Sigríður sem bendir á að íslenskir stjórnmálamenn hafi þurft að horfa upp á undarleg samskipti leiðtoga Evrópuríkja: „Oft stirð og mjög undarleg og fráleit og ókurteis og þar fram eftir götunum,“ segir Sigríður. Hún bendir á að fréttir af slíkum samskiptum nái sjaldnast jafn miklu flugi og fréttir af Trump því fjölmiðlamenn hafi svo mikinn á huga á honum. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir fjölmiðla; hvernig þeir, að mínu mati, hafa svolítið kannski verið að búa til þessa fígúru,“ segir Sigríður.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni: Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, telur að fjölmiðlar hafi tryggt Bandaríkjaforseta embættið með umfjöllun sinni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. Hún segir að fjölmiðlar séu „svolítið með hann á heilanum“. Sigríður var gestur hjá Kristjáni Kristjánssyni í Sprengisandi í morgun. Hún ræddi um nýjustu vendingar í bandarískum stjórnmálum. Sigríður telur að kjör Donalds Trump í embætti forseta ætti að vera „mjög til umhugsunar fyrir fjölmiðla hvernig þeir eru að hugsa um þessi mál,“ segir Sigríður. Hún telur að umfjöllunin og umræðan séu Trump mikill greiði. Hún gagnrýnir blaðamenn tímaritsins Time en framan á nýjasta tölublaðinu má sjá teiknaða mynd af Bandaríkjaforseta að drukkna í Hvíta húsinu. „Maður veltir því fyrir sér hvað fjölmiðlamenn eru að fara með þessari framsetningu,“ segir Sigríður. Hún telur þó að skortur á trúverðuglegum stjórnmálamönnum í Bandaríkjunum hafa haft áhrif á úrslit kosninganna. Þá bendir Sigríður á að eftirspurnin eftir meira afgerandi stjórnmálamönnum sé mikil; stjórnmálamenn sem þori að segja hlutina eins og þeir eru.Þrjár forsíður Time.„Þá er það auðvitað miður ef það er þannig að menn eru bara til í að kjósa hvaða stjórnmálamenn sem er, alveg sama hvernig afgerandi hann er“. Kristján beinir talinu að samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og spyr viðmælanda sinn hvort ekki sé kominn tími til að setja hnefann í borðið gagnvart Trump. Sigríður segir þá að milliríkjasamband sé meira og stærra en einstakur stjórnmálamaður í tímabundinni stöðu. „Ég held nú að það sé ekki komið á það stig að Trump forseti fari að grafa undan samskiptum Bandaríkjanna við önnur ríki,“ segir Sigríður sem bendir á að íslenskir stjórnmálamenn hafi þurft að horfa upp á undarleg samskipti leiðtoga Evrópuríkja: „Oft stirð og mjög undarleg og fráleit og ókurteis og þar fram eftir götunum,“ segir Sigríður. Hún bendir á að fréttir af slíkum samskiptum nái sjaldnast jafn miklu flugi og fréttir af Trump því fjölmiðlamenn hafi svo mikinn á huga á honum. „Mér finnst þetta umhugsunarefni fyrir fjölmiðla; hvernig þeir, að mínu mati, hafa svolítið kannski verið að búa til þessa fígúru,“ segir Sigríður.Hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið í heild sinni:
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Sjá meira