Mikilvægt að tryggingafélög upplýsi viðskiptavini um skilmála líftrygginga Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. ágúst 2018 20:30 Sérfræðingur segir mikilvægt að tryggingafélög upplýsi viðskiptavini sína með fullnægjandi hætti um skilmála líftrygginga. Dæmi séu um að fólk hafi verið hvatt til að velja rétthafa tryggingafjárins með óafturkræfum hætti. Líftryggingar eru sérstakar hvað það varðar að þær eru teknar öðrum til hagsbóta, oftast nánum ættingjum – maka eða börnum – eftir andlát tryggingatakans. Fólki er þó í sjálfvald sett að velja, þegar það tekur trygginguna, hver eigi að fá peninginn láti það lífið.Fjölskylduaðstæður fólks breytilegar„Fjölskylduaðstæður fólks eru að breytast og breytast kannski mjög oft á lífsleiðinni, þannig að frá því að þú tekur líftryggingu getur ýmislegt gerst þangað til mögulega þarf að greiða út úr henni,“ segir Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ef enginn er sérstaklega tilnefndur fellur tryggingaféð til maka eða eftir atvikum annarra erfingja. Aftur á móti er ekki síður algengt að fólk tilnefni tiltekinn einstakling sem rétthafa. Það fer hins vegar eftir eðli tryggingasamningsins hvort hægt sé að skipta um rétthafa ef aðstæður breytast.Fólk hvatt til að velja með óafturkallanlegum hætti„Það sem gerist stundum er að fólk tilnefnir með óafturkallanlegum hætti, og það þýðir að sá sem er tilnefndur þarf að samþykkja breytingar á tilnefningunni,“ segir Þóra. Þetta sé raunar nokkuð algengt. „Ég held að það hafi verið svolítið þannig hjá vátryggingafélögunum að þau hafi verið að hvetja fólk til þess að tilnefna með þessum hætti þegar um sambýlisfólk er að ræða,“ segir Þóra.Mikilvægt að gefa skýrar upplýsingarSlíkt geti verið skiljanlegt, t.d. ef fólk er með sameiginlegar skuldbindingar sem geta enst þrátt fyrir sambúðarslit. Fyrirkomulagið sé þó einnig varasamt, enda geti það gerst að rangur einstaklingur, ef svo má segja, sé enn skráður rétthafi eftir andlát tryggingatakans. Fjallað hefur verið um slík mál nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Því sé afar mikilvægt að tryggingafélög upplýsi skýrt um þær aðstæður sem upp geta komið. Hún segir þó að fólki séu ekki allar bjargir bannaðar ef aðstæðurnar koma upp, en þeir sem eru á framfæri hins látna við andlát – þáverandi maki eða börn – geta höfðað dómsmál og sóst eftir tryggingafénu. „Það er svona ákveðið sanngirnismat sem þarf svo að eiga sér stað. Er það sanngjarnt að sá sem er enn þá tilnefndur, t.d. einhver fyrrverandi maki, fái hluta af líftryggingarfénu,“ segir Þóra. Neytendur Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Sérfræðingur segir mikilvægt að tryggingafélög upplýsi viðskiptavini sína með fullnægjandi hætti um skilmála líftrygginga. Dæmi séu um að fólk hafi verið hvatt til að velja rétthafa tryggingafjárins með óafturkræfum hætti. Líftryggingar eru sérstakar hvað það varðar að þær eru teknar öðrum til hagsbóta, oftast nánum ættingjum – maka eða börnum – eftir andlát tryggingatakans. Fólki er þó í sjálfvald sett að velja, þegar það tekur trygginguna, hver eigi að fá peninginn láti það lífið.Fjölskylduaðstæður fólks breytilegar„Fjölskylduaðstæður fólks eru að breytast og breytast kannski mjög oft á lífsleiðinni, þannig að frá því að þú tekur líftryggingu getur ýmislegt gerst þangað til mögulega þarf að greiða út úr henni,“ segir Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Ef enginn er sérstaklega tilnefndur fellur tryggingaféð til maka eða eftir atvikum annarra erfingja. Aftur á móti er ekki síður algengt að fólk tilnefni tiltekinn einstakling sem rétthafa. Það fer hins vegar eftir eðli tryggingasamningsins hvort hægt sé að skipta um rétthafa ef aðstæður breytast.Fólk hvatt til að velja með óafturkallanlegum hætti„Það sem gerist stundum er að fólk tilnefnir með óafturkallanlegum hætti, og það þýðir að sá sem er tilnefndur þarf að samþykkja breytingar á tilnefningunni,“ segir Þóra. Þetta sé raunar nokkuð algengt. „Ég held að það hafi verið svolítið þannig hjá vátryggingafélögunum að þau hafi verið að hvetja fólk til þess að tilnefna með þessum hætti þegar um sambýlisfólk er að ræða,“ segir Þóra.Mikilvægt að gefa skýrar upplýsingarSlíkt geti verið skiljanlegt, t.d. ef fólk er með sameiginlegar skuldbindingar sem geta enst þrátt fyrir sambúðarslit. Fyrirkomulagið sé þó einnig varasamt, enda geti það gerst að rangur einstaklingur, ef svo má segja, sé enn skráður rétthafi eftir andlát tryggingatakans. Fjallað hefur verið um slík mál nokkrum sinnum í gegnum tíðina. Því sé afar mikilvægt að tryggingafélög upplýsi skýrt um þær aðstæður sem upp geta komið. Hún segir þó að fólki séu ekki allar bjargir bannaðar ef aðstæðurnar koma upp, en þeir sem eru á framfæri hins látna við andlát – þáverandi maki eða börn – geta höfðað dómsmál og sóst eftir tryggingafénu. „Það er svona ákveðið sanngirnismat sem þarf svo að eiga sér stað. Er það sanngjarnt að sá sem er enn þá tilnefndur, t.d. einhver fyrrverandi maki, fái hluta af líftryggingarfénu,“ segir Þóra.
Neytendur Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira