Umhverfisstofnun fylgist náið með eiturefnamálinu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 20:03 Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að fylgst sé með málinu og að dómurinn hafi komið nokkuð á óvart.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.Skjáskot/Stöð 2Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn var umsjónarmaður á skólalóð og hélt því fram að krabbameinið mætti rekja að einhverju leiti til notkunar hans á Roundup arfaeyðinum sem fyrirtækið býr til. Fyrirtækið hyggst áfrýja dómnum. Tekist hefur verið á innan Evrópusambandsins um virka eiturefnið glýfosfat en Roundop inniheldur það. Umhverfisstofnun sér um eftirlit á eiturefnum hér á landi og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að þau muni fylgjast náið með þessu máli. „Okkur er þetta kunnugt. Samkvæmt þeim fréttum sem við höfum verið að skoða er það virka efnið glýfosfat sem dómstólar í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun um að dæma út af. Þetta kemur nokkuð á óvart því hafa ber í huga að það var bara í nóvember á síðasta ári sem að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins framlengdi notkun á þessu efni, glýfosfat, sem er í Roundup og fjöldamörgum öðrum illgresiseyðum, um fimm ár,” segir Kristín.Bíða eftir viðbrögðum frá Evrópu 30% þeirra efna sem eru hér á markaði og eru notuð til að eyða illgresi innihalda þetta efni. Umhverfisstofnun mun ekki taka sjálfstæðar ákvarðanir í þessu máli og bíða og sjá hvaða viðbrögð koma frá Evrópu. „Okkar ráðlegging er bara mjög einföld í þessum málum eins og öðrum er varða illgresiseyða eða önnur efni. Bara minna, minna, minna. Við eigum að nota eins lítið af þessum efnum og mögulegt er,” segir hún að lokum. Dómsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Fyrirtæki í Bandaríkjunum hefur verið dæmt til að greiða manni skaðabætur vegna eiturefnis sem það framleiðir. Efnið er að finna í arfaeyðinum Roundup sem fæst hér á landi. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að fylgst sé með málinu og að dómurinn hafi komið nokkuð á óvart.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.Skjáskot/Stöð 2Landbúnaðarvörufyrirtækið Monsanto í Bandaríkjunum var dæmt til að greiða manni, sem er að deyja úr krabbameini, tæplega 32 milljarða króna í skaðabætur. Maðurinn var umsjónarmaður á skólalóð og hélt því fram að krabbameinið mætti rekja að einhverju leiti til notkunar hans á Roundup arfaeyðinum sem fyrirtækið býr til. Fyrirtækið hyggst áfrýja dómnum. Tekist hefur verið á innan Evrópusambandsins um virka eiturefnið glýfosfat en Roundop inniheldur það. Umhverfisstofnun sér um eftirlit á eiturefnum hér á landi og Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, segir að þau muni fylgjast náið með þessu máli. „Okkur er þetta kunnugt. Samkvæmt þeim fréttum sem við höfum verið að skoða er það virka efnið glýfosfat sem dómstólar í Bandaríkjunum hafa tekið ákvörðun um að dæma út af. Þetta kemur nokkuð á óvart því hafa ber í huga að það var bara í nóvember á síðasta ári sem að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins framlengdi notkun á þessu efni, glýfosfat, sem er í Roundup og fjöldamörgum öðrum illgresiseyðum, um fimm ár,” segir Kristín.Bíða eftir viðbrögðum frá Evrópu 30% þeirra efna sem eru hér á markaði og eru notuð til að eyða illgresi innihalda þetta efni. Umhverfisstofnun mun ekki taka sjálfstæðar ákvarðanir í þessu máli og bíða og sjá hvaða viðbrögð koma frá Evrópu. „Okkar ráðlegging er bara mjög einföld í þessum málum eins og öðrum er varða illgresiseyða eða önnur efni. Bara minna, minna, minna. Við eigum að nota eins lítið af þessum efnum og mögulegt er,” segir hún að lokum.
Dómsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Sjá meira
Milljarðabætur vegna veikinda af völdum vinsæls arfaeyðis Kærandinn þjáist af Hodgkins-sjúkdómnum og dómstóll í Bandaríkjunum taldi að hann mætti rekja til þess að maðurinn komst í snertingu við arfaeyðinn Roundup. 11. ágúst 2018 09:48