„Skítseiði, hún er skítseiði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2018 23:15 Omarosa og Trump í Hvíta húsinu snemma árs 2017. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmann Hvíta hússins, „skítseiði“ á stuðningsmannafundi í dag. Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku.Sjá einnig: Omarosa segir Trump vera rasista Trump var staddur á stuðningsmannafundi samtakanna „Mótorhjólamenn fyrir Trump“ í dag. Þar spurði fréttamaður bandaríska dagblaðsins New York Times hvort Trump fyndist Omarosa hafa svikið sig, og vísaði þar í skrif Omarosu um hin meintu rasísku ummæli forsetans. Spurningin uppskar kátínu meðal viðstaddra og virtist Trump sjálfum einnig nokkuð skemmt yfir henni. „Skítseiði, hún er skítseiði,“ svaraði forsetinn að bragði. NBC-fréttastofan birti myndskeið af tilsvarinu á Twitter sem horfa má á hér að neðan.Reporter: "Do you feel betrayed by Omarosa?"President Trump: "Lowlife. She's a lowlife." pic.twitter.com/NOBA7nahO1— NBC News (@NBCNews) August 11, 2018 Omarosa er fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþáttaröð Trumps, The Apprentice eða Lærlingnum, og var ráðin til starfa hjá Hvíta húsinu eftir að Trump var kjörinn forseti árið 2016. Henni var sagt upp störfum í fyrra. Hún er nú sögð í hefndarhug og ber Trump ekki vel söguna í bók sinni, Unhinged eða Ruglaður upp á íslensku, sem kemur út í næstu viku. Þar segir Omarosa að Trump hafi ítrekað notað „n-orðið“, niðrandi orð yfir svart fólk, við tökur á The Apprentice og fullyrðir að hún geti sannað það með hljóðupptökum. Sarah Sanders talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu í gær að fullyrðingar Omarosa ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Trump tjáði sig sjálfur um kynþáttafordóma á Twitter í dag en ár er nú liðið frá mótmælunum í Charlottesville í Virginíu. Kona lést þegar maður ók bíl sínum yfir hana við mótmælin þar sem hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman. „Ég fordæmi allar tegundir kynþáttafordóma og ofbeldis. Friður til ALLRA Bandaríkjamanna!“ skrifaði Trump á Twitter.The riots in Charlottesville a year ago resulted in senseless death and division. We must come together as a nation. I condemn all types of racism and acts of violence. Peace to ALL Americans!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 11, 2018 Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli Donald Trump sagði á Twitter í gær að stuðningur Kanye West skipti hann miklu máli. 11. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kallaði Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmann Hvíta hússins, „skítseiði“ á stuðningsmannafundi í dag. Omarosa sakar Trump um að hafa uppi kynþáttafordóma í nýrri bók sem kemur út í næstu viku.Sjá einnig: Omarosa segir Trump vera rasista Trump var staddur á stuðningsmannafundi samtakanna „Mótorhjólamenn fyrir Trump“ í dag. Þar spurði fréttamaður bandaríska dagblaðsins New York Times hvort Trump fyndist Omarosa hafa svikið sig, og vísaði þar í skrif Omarosu um hin meintu rasísku ummæli forsetans. Spurningin uppskar kátínu meðal viðstaddra og virtist Trump sjálfum einnig nokkuð skemmt yfir henni. „Skítseiði, hún er skítseiði,“ svaraði forsetinn að bragði. NBC-fréttastofan birti myndskeið af tilsvarinu á Twitter sem horfa má á hér að neðan.Reporter: "Do you feel betrayed by Omarosa?"President Trump: "Lowlife. She's a lowlife." pic.twitter.com/NOBA7nahO1— NBC News (@NBCNews) August 11, 2018 Omarosa er fyrrverandi keppandi í raunveruleikaþáttaröð Trumps, The Apprentice eða Lærlingnum, og var ráðin til starfa hjá Hvíta húsinu eftir að Trump var kjörinn forseti árið 2016. Henni var sagt upp störfum í fyrra. Hún er nú sögð í hefndarhug og ber Trump ekki vel söguna í bók sinni, Unhinged eða Ruglaður upp á íslensku, sem kemur út í næstu viku. Þar segir Omarosa að Trump hafi ítrekað notað „n-orðið“, niðrandi orð yfir svart fólk, við tökur á The Apprentice og fullyrðir að hún geti sannað það með hljóðupptökum. Sarah Sanders talskona Hvíta hússins sagði í yfirlýsingu í gær að fullyrðingar Omarosa ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Trump tjáði sig sjálfur um kynþáttafordóma á Twitter í dag en ár er nú liðið frá mótmælunum í Charlottesville í Virginíu. Kona lést þegar maður ók bíl sínum yfir hana við mótmælin þar sem hvítir þjóðernissinnar, nýnasistar, Ku Klux Klan-liðar og aðrir hægriöfgamenn komu saman. „Ég fordæmi allar tegundir kynþáttafordóma og ofbeldis. Friður til ALLRA Bandaríkjamanna!“ skrifaði Trump á Twitter.The riots in Charlottesville a year ago resulted in senseless death and division. We must come together as a nation. I condemn all types of racism and acts of violence. Peace to ALL Americans!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 11, 2018
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10 Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30 Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli Donald Trump sagði á Twitter í gær að stuðningur Kanye West skipti hann miklu máli. 11. ágúst 2018 10:15 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Sjá meira
Tengdaforeldrar Trump fá ríkisborgararétt þrátt fyrir gagnrýni hans Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað gagnrýnt að innflytjendur geti flutt inn fjölskyldur sínar. Tengdaforeldrar hans eru nú orðnir ríkisborgarar í krafti þeirrar reglu. 10. ágúst 2018 10:10
Omarosa segir Trump vera rasista Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum. 10. ágúst 2018 22:30
Donald Trump segir stuðning Kanye West skipta miklu máli Donald Trump sagði á Twitter í gær að stuðningur Kanye West skipti hann miklu máli. 11. ágúst 2018 10:15