Omarosa í vandræðum vegna upptöku Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 12:07 Omarosa Manigault Newman. Vísir/AP Omarosa Manigault Newman. fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hún opinberaði upptökur sem hún tók í Hvíta húsinu. Minnst eina slíka tók hún í einu mikilvægasta herbergi Hvíta hússins en bannað er að fara þar inn með síma eða önnur raftæki. Sjálf segir Omarosa að hún hafi tekið upp ýmis samtöl með því markmiði að „verja sig“. „Þú verður að verja eigið bak, því annars lítur þú við og sérð 17 rýtinga í bakinu á þér,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali í gær. Talið er að hún hafi brotið bæði öryggis- og siðferðisreglur Hvíta hússins með upptökunum. Hún gæti þó hafa stungið sjálfa sig í bakið.Segir Trump rasista Omarosa er nú í kynningarherferð til að kynna nýja bók sína og hefur hún verið í fjölda viðtala. Hún hefur sagt Trump vera rasista og hann segir hana vera skítseiði. Ein upptakan hefur verið opinberuð en á henni má heyra John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins reka Omarosa. Sú upptaka var tekin í ástands-herbergi Hvíta hússins, sem á að vera eitt þeirra öruggustu innan hússins. Bannað er að fara með raftæki þar inn og er það að fara með síma þar inn og taka upp samtöl í sjálfu sér brottrekstrarsök. Stórar ákvarðanir eru teknar í ástandsherberginu og fara viðkvæmar umræður þar fram.Heimildarmenn Politico innan Hvíta hússins segja eina af ástæðum þess að Kelly valdi ástandsherbergið svokallaða til að segja Omarosu upp vera að marga starfsmenn Hvíta hússins grunaði að hún væri að taka upp samtöl. Hann hefði því valið herbergi þar sem bannað væri að hafa raftæki.Einkasímar víða bannaðir Á upptökunni má heyra Kelly segja að hann hafi áhyggjur af því sem hann hafi heyrt um Omarosu. Hún hefði brotið reglur og því væri hann að segja henni upp. Hún segir Kelly hafa hótað sér undir rós og hún hefði tekið samtalið upp til að sanna það. Á upptökunni má heyra Kelly segja að ef hún fari ekki með góðu móti gæti það reynst henni erfitt. Eftir að hún var rekin hafa einkasímar starfsmanna verið bannaðir í stórum hluta Hvíta hússins. Ned Price, fyrrverandi talsmaður þjóðaröryggisráðs Barack Obama, segir í samtali við AP að hann hafi aldrei heyrt af því að einhver hafi brotið svo gróflega gegn reglum Hvíta hússins áður. Upptökur Omarosu séu án fordæmis. Hann segir sömuleiðis að ekki sé leitað á fólki við komuna í ástandsherbergið hins vegar séu skilti þar fyrir utan sem geri öllum ljóst að raftæki eru bönnuð þar.Price sagði einnig að það væri verulega óvenjulegt að Kelly hefði valið að eiga áðurnefnt samtal í ástandsherberginu. Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Omarosa Manigault Newman. fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins, hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hún opinberaði upptökur sem hún tók í Hvíta húsinu. Minnst eina slíka tók hún í einu mikilvægasta herbergi Hvíta hússins en bannað er að fara þar inn með síma eða önnur raftæki. Sjálf segir Omarosa að hún hafi tekið upp ýmis samtöl með því markmiði að „verja sig“. „Þú verður að verja eigið bak, því annars lítur þú við og sérð 17 rýtinga í bakinu á þér,“ sagði hún í sjónvarpsviðtali í gær. Talið er að hún hafi brotið bæði öryggis- og siðferðisreglur Hvíta hússins með upptökunum. Hún gæti þó hafa stungið sjálfa sig í bakið.Segir Trump rasista Omarosa er nú í kynningarherferð til að kynna nýja bók sína og hefur hún verið í fjölda viðtala. Hún hefur sagt Trump vera rasista og hann segir hana vera skítseiði. Ein upptakan hefur verið opinberuð en á henni má heyra John Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins reka Omarosa. Sú upptaka var tekin í ástands-herbergi Hvíta hússins, sem á að vera eitt þeirra öruggustu innan hússins. Bannað er að fara með raftæki þar inn og er það að fara með síma þar inn og taka upp samtöl í sjálfu sér brottrekstrarsök. Stórar ákvarðanir eru teknar í ástandsherberginu og fara viðkvæmar umræður þar fram.Heimildarmenn Politico innan Hvíta hússins segja eina af ástæðum þess að Kelly valdi ástandsherbergið svokallaða til að segja Omarosu upp vera að marga starfsmenn Hvíta hússins grunaði að hún væri að taka upp samtöl. Hann hefði því valið herbergi þar sem bannað væri að hafa raftæki.Einkasímar víða bannaðir Á upptökunni má heyra Kelly segja að hann hafi áhyggjur af því sem hann hafi heyrt um Omarosu. Hún hefði brotið reglur og því væri hann að segja henni upp. Hún segir Kelly hafa hótað sér undir rós og hún hefði tekið samtalið upp til að sanna það. Á upptökunni má heyra Kelly segja að ef hún fari ekki með góðu móti gæti það reynst henni erfitt. Eftir að hún var rekin hafa einkasímar starfsmanna verið bannaðir í stórum hluta Hvíta hússins. Ned Price, fyrrverandi talsmaður þjóðaröryggisráðs Barack Obama, segir í samtali við AP að hann hafi aldrei heyrt af því að einhver hafi brotið svo gróflega gegn reglum Hvíta hússins áður. Upptökur Omarosu séu án fordæmis. Hann segir sömuleiðis að ekki sé leitað á fólki við komuna í ástandsherbergið hins vegar séu skilti þar fyrir utan sem geri öllum ljóst að raftæki eru bönnuð þar.Price sagði einnig að það væri verulega óvenjulegt að Kelly hefði valið að eiga áðurnefnt samtal í ástandsherberginu.
Donald Trump Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira