Sérstakar strætóskutlur starfræktar Bergþór Másson skrifar 17. ágúst 2018 17:50 Frítt í strætó á morgun á Menningarnótt. Strætó bs. Menningarnótt verður haldin í 23. skipti á morgun og verður miðbænum lokað fyrir almenna umferð og breytt í risastóra göngugötu. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu allan daginn og er fólk hvatt til þess að ganga, hjóla eða nýta sér almenningssamgöngur niður í bæ á þessum degi. Strætó hvetur fólk til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér fríar „strætóskutlur“ í miðbæinn. „Strætóskutlurnar“ eru venjulegir strætisvagnar sem aka án sérstakrar tímatöflu frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Strætóskutlurnar munu aka frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega. Almennu leiðakerfi Strætó má hins vegar skipti í þrjá fasa yfir morgundaginn.1.Fasi - Hefðbundin laugardagsáætlun til 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Aukavagnar verða notaðir yfir daginn til þess aðstoða þær leiðir sem kunna að verða fyrir álagi. Stór hluti miðbæjarins verður lokaður fyrir bílaumferð og margar leiðir sem aka um miðbæinn þurfa að fara hjáleiðir um Snorrabraut, Hringbraut og Gömlu Hringbraut. Sérstaklega má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkur Maraþons. Strætó hvetur farþega til þess að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Strætó og nýta sér appið til þess að sjá staðsetningu vagnanna í rauntíma.2.Fasi - Sérstöku „tæmingarkerfi“ komið á milli kl. 23:00-01:00 Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku „tæmingarkerfi“ verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.3.Fasi - Næturakstur tekur við kl. 01:00 Hefðbundinn næturakstur Strætó mun taka við klukkan 01:00 að lokinni tæmingu miðbæjarins. Áætluð enduropnun miðbæjarins fyrir umferð er milli klukkan 01:00 og 02:00 og því munu fyrstu ferðir á hverri næturleið einungis aka frá Hlemmi. Það verður ekki frítt í næturvagnana en stakt fargjald með þeim er 920 kr. Handhafar Strætókorta þurfa ekki að greiða aukalega fyrir far með næturvögnunum. Frekari upplýsingar um næturakstur Strætó má finna hér.Hér má sjá leiðir morgundagsins á gagnvirku korti. Menningarnótt Reykjavík Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Borgarstjóri lærði að ganga þökk sé lúðrasveitum Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. 14. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Menningarnótt verður haldin í 23. skipti á morgun og verður miðbænum lokað fyrir almenna umferð og breytt í risastóra göngugötu. Frítt verður í Strætó á höfuðborgarsvæðinu allan daginn og er fólk hvatt til þess að ganga, hjóla eða nýta sér almenningssamgöngur niður í bæ á þessum degi. Strætó hvetur fólk til að leggja kringum Borgartún eða Laugardalshöll og nýta sér fríar „strætóskutlur“ í miðbæinn. „Strætóskutlurnar“ eru venjulegir strætisvagnar sem aka án sérstakrar tímatöflu frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Strætóskutlurnar munu aka frá klukkan 07:30 til klukkan 01:00 um nóttina og frítt er fyrir alla farþega. Almennu leiðakerfi Strætó má hins vegar skipti í þrjá fasa yfir morgundaginn.1.Fasi - Hefðbundin laugardagsáætlun til 22:30 Á Menningarnótt mun Strætó aka samkvæmt hefðbundinni laugardagsáætlun frá morgni til klukkan 22:30. Aukavagnar verða notaðir yfir daginn til þess aðstoða þær leiðir sem kunna að verða fyrir álagi. Stór hluti miðbæjarins verður lokaður fyrir bílaumferð og margar leiðir sem aka um miðbæinn þurfa að fara hjáleiðir um Snorrabraut, Hringbraut og Gömlu Hringbraut. Sérstaklega má búast við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkur Maraþons. Strætó hvetur farþega til þess að fylgjast með tilkynningum á heimasíðu Strætó og nýta sér appið til þess að sjá staðsetningu vagnanna í rauntíma.2.Fasi - Sérstöku „tæmingarkerfi“ komið á milli kl. 23:00-01:00 Klukkan 22:30 verður hefðbundið leiðakerfi Strætó rofið og sérstöku „tæmingarkerfi“ verður komið á klukkan 23:00 sem miðar að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Hver leið verður merkt bókstaf og munu þær keyra frá Hlemm eða BSÍ á mismunandi áfangastaði innan höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 70 strætisvagnar verða sendir eftir þörfum til þess að taka þátt í tæmingu miðbæjarins.3.Fasi - Næturakstur tekur við kl. 01:00 Hefðbundinn næturakstur Strætó mun taka við klukkan 01:00 að lokinni tæmingu miðbæjarins. Áætluð enduropnun miðbæjarins fyrir umferð er milli klukkan 01:00 og 02:00 og því munu fyrstu ferðir á hverri næturleið einungis aka frá Hlemmi. Það verður ekki frítt í næturvagnana en stakt fargjald með þeim er 920 kr. Handhafar Strætókorta þurfa ekki að greiða aukalega fyrir far með næturvögnunum. Frekari upplýsingar um næturakstur Strætó má finna hér.Hér má sjá leiðir morgundagsins á gagnvirku korti.
Menningarnótt Reykjavík Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Borgarstjóri lærði að ganga þökk sé lúðrasveitum Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. 14. ágúst 2018 15:03 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Borgarstjóri lærði að ganga þökk sé lúðrasveitum Menningarnótt 2018 verður haldin 18. ágúst næstkomandi, sem er afmælisdagur Reykjavíkurborgar. 14. ágúst 2018 15:03