Vekja athygli með söng Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 10:00 Hlíf Sigurjónsdóttir, Gunnþór Sigurðsson, Þuríður Sigurðardóttir og Þorsteinn H. Gunnarsson. Fréttablaðið/Eyþór Hóllinn, sem iðaði af bústörfum og leikjum, sleðaferðum og hestaheimsóknum er í algjörri óhirðu. En í dag klukkan 12 ætlum við Laugarnesvinir að standa þar og heiðra hlauparana með fjöldasöng. Um leið viljum við vekja athygli á þessum stað sem geymir kirkjugarð og búsetuminjar allt frá landnámi,“ segir Þuríður Sigurðardóttir myndlistarmaður. Hugmyndina að söngstundinni segir Þuríður Þorstein H. Gunnarson eiga. „Þorsteinn ólst upp í Laugarneskampnum og var aðdáandi pabba, Sigurðar Ólafssonar, sem bjó á hólnum með kindur og hross, auk þess að vera söngvari og hestamaður. Síðar varð Þorsteinn bóndi norður í Húnaþingi og er einn af Laugarnesvinum sem halda úti síðu á fésbók.“ Þuríði er sárt um hólinn enda um sögulegan stað að ræða. „Sagnir herma að Hallgerður langbrók hafi búið í Laugarnesi og hvíli þar. Þar stóð kirkja, altaristaflan er á Þjóðminjasafninu og þar var fyrsti kirkjugarður Reykjavíkur. Hóllinn er á minjaskrá, samt er enginn að sinna honum heldur fá njóli og kerfill að vaða uppi.“ Þuríður er fædd og uppalin á hólnum. „Húsið sem þar stóð var ekki stórt en þó áberandi kennileiti í Reykjavík. Við vorum átta manns á 57 fermetrum og leið vel þó engin væru þægindin. Okkur krökkunum var kennt að bera virðingu fyrir kirkjugarðinum, þar mótaði enn fyrir gröfum og pabbi sló hann í sjálfboðavinnu,“ segir hún. Þuríður segir Laugarnesvini vilja taka á móti hlaupurunum með viðhöfn enda hlaupi þeir fyrir góð málefni. „Jafnframt beinum við athygli að því brýna málefni að Laugarneshólnum verði sýnd sú virðing sem hann á skilið,“ segir hún. En hvaða lög verða sungin? „Bara gömlu lögin sem við krakkarnir æfðum í morgunsöng í Laugarnesskólanum og svo verða spilaðar gamlar upptökur með pabba.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hóllinn, sem iðaði af bústörfum og leikjum, sleðaferðum og hestaheimsóknum er í algjörri óhirðu. En í dag klukkan 12 ætlum við Laugarnesvinir að standa þar og heiðra hlauparana með fjöldasöng. Um leið viljum við vekja athygli á þessum stað sem geymir kirkjugarð og búsetuminjar allt frá landnámi,“ segir Þuríður Sigurðardóttir myndlistarmaður. Hugmyndina að söngstundinni segir Þuríður Þorstein H. Gunnarson eiga. „Þorsteinn ólst upp í Laugarneskampnum og var aðdáandi pabba, Sigurðar Ólafssonar, sem bjó á hólnum með kindur og hross, auk þess að vera söngvari og hestamaður. Síðar varð Þorsteinn bóndi norður í Húnaþingi og er einn af Laugarnesvinum sem halda úti síðu á fésbók.“ Þuríði er sárt um hólinn enda um sögulegan stað að ræða. „Sagnir herma að Hallgerður langbrók hafi búið í Laugarnesi og hvíli þar. Þar stóð kirkja, altaristaflan er á Þjóðminjasafninu og þar var fyrsti kirkjugarður Reykjavíkur. Hóllinn er á minjaskrá, samt er enginn að sinna honum heldur fá njóli og kerfill að vaða uppi.“ Þuríður er fædd og uppalin á hólnum. „Húsið sem þar stóð var ekki stórt en þó áberandi kennileiti í Reykjavík. Við vorum átta manns á 57 fermetrum og leið vel þó engin væru þægindin. Okkur krökkunum var kennt að bera virðingu fyrir kirkjugarðinum, þar mótaði enn fyrir gröfum og pabbi sló hann í sjálfboðavinnu,“ segir hún. Þuríður segir Laugarnesvini vilja taka á móti hlaupurunum með viðhöfn enda hlaupi þeir fyrir góð málefni. „Jafnframt beinum við athygli að því brýna málefni að Laugarneshólnum verði sýnd sú virðing sem hann á skilið,“ segir hún. En hvaða lög verða sungin? „Bara gömlu lögin sem við krakkarnir æfðum í morgunsöng í Laugarnesskólanum og svo verða spilaðar gamlar upptökur með pabba.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira